Fréttir og greinar

Minjasafnið heimsótt

Fyrir nokkru síðan fóru nemendur í ME sem læra íslensku sem annað tungumál ásamt Maríönnu Jóhannsdóttur íslenskukennara í heimsókn á Minjasafnið þar sem Edda Björnsdóttir starfsmaður safnsins tók á móti þeim. Það er hluti af íslenskukennslunni að kynnast íslenskri menningu og var ferðina á Minjasafnið liður í því. 

Annað skemmtilegt verkefni sem Maríanna framkvæmdi með þeim fyrri stuttu síðan var að elda saman í nemendaeldhúsi ME. Í stað þess að læra um orð og málnotkun tengdri matargerð í bók var það gert með því að elda rétti frá þeim löndum sem nemendurnir eru frá. Þetta tóks ljómandi vel og fengu svo kennararnir á kaffistofunni að njóta veitinga þann daginn í boði nemenda ÍSLA áfangans Takk fyrir okkur!

minjasafnið heimsótt des18 3          

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579