Fréttir og greinar

Erasmus + heimsókn til Ítalíu

Í byrjun febrúar fóru þrír nemendur og tveir kennarar til Ítalíu í tilefni þess að Menntaskólinn á Egilsstöðum er að hefja þátttöku í nýju Erasmus + verkefni.

Þær Ísabella L. Þórólfsdóttir, Julia Kościuczuk og Sigurlaug Eir Þórsdóttir fóru í fylgd Ólafar Bjarkar Bragadóttur (Lóu) og Dags Skírnis Óðinssonar til fundar við nemendur og kennara frá fjórum öðrum löndum. Dagur Skírnir er umsjónarmaður verkefnisins þetta árið.

Verkefnið miðar að því að nemendur eiga að stofna fyrirtæki og í þessari heimsókn var áhersla lögð á hvað ber að hafa í huga þegar kemur að því.

Það var menntaskóli í Gavirate rétt norðan við Milan sem tók á móti nemendum að þessu sinni en auk Íslands og Ítalíu taka skólar frá Hollandi, Finnlandi og Spáni þátt í verkefninu.

Bæði nemendur og kennarar voru ánægðir með hvernig til tókst en næsti hluti verkefnisins fer fram hér við ME í byrjun maí. Þá koma um 15 nemendur auk kennara og dvelja hér í viku við leik og störf.

eu flag erasmus plus 4

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579