Fréttir og greinar

28 nemendur útskrifaðir

Útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fór fram í dag í Egilsstaðakirkju. 28 voru útskrifaðir af 3 brautum. 1 útskrifaðist af starfsbraut, 13 útskrifuðust af félagsgreinabraut og 14 af núttúrufræðibraut. Glæsilegur hópur ungmenna sem á framtíðina fyrir sér.

Nokkrir nemendur sem skarað höfðu fram úr í námi og störfum fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur. Gaman er að segja frá því að útskriftarhópurinn í ár var alveg sérstaklega sterkur námshópur.  Dúx skólans með meðaleinkunnina 9,7 er Rán Finnsdóttir.

Starfsfólk skólans óskar útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju með áfangann og þakkar fyrir samfylgdina.

Myndir frá deginum má finna hér

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579