Fréttir og greinar

ME í 7. sæti

Hluti af skólastarfinu er að meta árangur í innra starfi og ytra. Hluti af því sem nefnd um innra mat skólans tekur sér fyrir hendur á hverju ári eru kannanir sem lagðar eru fyrir nemendur um liðan og hagi, áfangamat þar sem nemendum gefst kostur á að meta áfangana sem þau sitja og fleira í þeim dúr. Innramatið leggur fyrir kennarakönnun árlega og við tökum þátt í könnun SFR um stofnun ársins. Niðurstöður eru aðgengilegar á svæði innramatsins hér á heimasíðunni. ME leggur metnað sinn í að huga að líðan bæði nemenda og starfsmanna og nýtir niðurstöðurnar til að bæta gott skólastarf og vinnustaðinn í heild sinni. Í ár er einnig í gangi rannsókn á afdrifum útskrifaðra nemenda sem verðua tilbúnar til kynninga í kring um afmælisdag skólans í október.

Í ár kom Menntaskólinn mjög vel út úr könnuninni um stofnun ársins. ME var í 11. sæti í samanburði við allar stofnanir ríkisins, óháð stærð. Ef stofnanir í sama stærðarflokki eru skoðaðar er ME í 7. sæti yfir heildina. Þegar menntaskólar eru taldir úr heildar listanum er ME í 4 sæti yfir þá framhaldsskóla sem tóku þátt í könnuninni.
ME bætti sig í flestum þeim þáttum sem mældir eru og er það vel. Niðurstöðurnar eru samhljóma niðurstöðum kennarakönnunar sem einnig var framkvæmd nú á vormánuðum. Almenn starfsánægja er í ME og líðan góð. Þó eru þættir sem vinna þarf með og er álag og streita þar efst á blaði.
Í nemendakönnunum er ánægja með skólann, nemendum líður vel og eru ánægðir með kennsluna. Þættir sem koma ekki eins vel út fara í umbótaáætlun og unnið er markvisst í því að bæta þá. Markmiðið er jú alltaf að bæta skólastarfið milli ára.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579