Fréttir og greinar

Allt að verða klárt

Stjórnendur og starfsmenn undirbúa nú komandi skólaár af miklu kappi. Nýir kennarar eru í nýliðaþjálfun, kennarar koma til starfa á mánudag og skólinn verður settur á miðvikudaginn 21. ágúst kl. 10. Skólasetning fer fram á sal (sem ber heitið Snæfell) og er hann í heimavistarhúsinu á efri hæð. Strax að lokinni skólasetningu verður svo kennt eftir sérstakri stundaskrá sem á einungis við um fyrsa daginn (aðgengileg á heimasíðu þegar nær dregur)

Við hvetjum nemendur til að undirbúa sig vel, huga að námsgögnum og námsbókum. Við hlökkum gríðarlega til komandi skólaárs og samverunnar.

Heimavistin verður klár fyrir sína íbúa á þriðjudaginn 20. ágúst og opnar kl. 17:00

Stundaskrár verða sýnilegar um leið og þær eru klárar og vinnur nýr áfangastjóri okkar hún Bergþóra, hörðum höndum að því að klára þær. Bréf fara út til nýnema með öllum helstu upplýsingum eins fljótt og verða má. 

Fjarnemar fá svör við sínum umsóknum í skólabyrjun.

Hlökkum til samstarfsins.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579