Mat á félagsstörfum

Mat á félagsstörfum

Reglur um mat félagsstarfa nemenda til eininga

Í Almennum hluta Aðalnámskrár framhaldsskóla frá 2004 segir svo í gr. 7.2 bls. 28:

“Skólum er heimilt að meta til eininga umfangsmikil störf á vegum nemendafélags, svo sem formennsku í félaginu og setu í stjórn þess, formennsku í félögum eða klúbbum sem starfa á vegum nemendafélags, riststjórn skólablaðs, þáttöku í keppni á borð við “Gettu betur” svo og annað framlag til skólastarfsins af líkum toga sem talið er vert sérstakrar viðurkenningar með námseiningum. Einingar sem gefnar eru samkvæmt þessari heimild má taka af frjálsu vali nemenda en bætast ella við tilskilinn einingafjölda við námslok.”

Reglur um veitingu eininga fyrir störf á vegum NME

Einingabær störf:

 • Störf við uppsetningu leiksýninga á vegum LME:
  1-2 einingar (leikarar 2 ein. aðrir 1 ein).
 • Seta í stjórn NME:
  0-3 ein. á önn eftir virkni. (Formaður 3 ein á önn, aðrir minna).
 • Formennska í félögum og klúbbum á vegum NME:
  0-1 ein. á önn eftir virkni.
 • Þátttaka í og undirbúningur fyrir “Gettu Betur” keppni:
  1-2 ein. á ári.
 • Söngvarakeppni – Barkinn:
  1-2 ein. fyrir hljómsveit og undirbúning.
 • Þátttaka í skólakór:
  1 ein. á önn.

Fyrir störf að félagsmálum á vegum NME getur nemandi fengið að hámarki 3 einingar á önn. Félagsmálaeiningar eru færðar í námsferil nemanda sem ótilgreint val (ÓTV).

Ekki eru veittar einingar fyrir launuð störf á vegum NME eða skólans.

Formaður NME gerir rökstuddar tillögur til skólaráðs um úthlutun eininga samkvæmt ofanskráðu á síðasta skólaráðsfundi hverrar vorannar.

Skólaráð getur veitt einingar fyrir önnur félagsmálastörf en talin eru upp að ofan enda leggi formaður NME fram skriflega greinargerð þar um fyrir skólaráð.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579