Samstarfsverkefni

Comenius

 Lifelong Learning Programme

Lifelong Learning Programme

Comeniusverkefni 2010 - 2012: "Young Europeans Make a Greener Europe"
 
Comenius-samstarfsverkefnið "Young Europeans Make a Greener Europe" snýst um að auka vitund nemenda á ábyrgð sinni í orkunotkun og hvernig þeir geta dregið úr kolefnisspori sínu, m.a. með því að bera sig saman við nemendur frá öðrum þátttökulöndum. Þátttakendur kynna sér reglur Evrópusambandsins um orkunotkun og kolefnislosun og fjalla um endurvinnslu og endurnýtingu. 
Nemendur miðla upplýsingum og vinna verkefni milli landanna og hittast í heimsóknum í öllum þátttökulöndunum. Þau læra að virða mismunandi skoðanir og aðstæður en vinna að sama markmiði. 
 
Í verkefninu eru ýmsar faggreinar samþættar, s.s. náttúrufræði, félagsfræði og tungumál. Með því móti gefst mörgum kennurum í hverjum skóla, og fjölbreyttum hópi nemenda, kostur á að taka þátt í verkefninu.
Nemendur fá einnig góða þjálfun í notkun upplýsingatækni sem ýtir undir og aðstoðar samskipti þeirra. 
Samstarfstungumál verkefnisins er enska.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579