Skólaárið

Skólaárið

Í reglugerð nr. 6/2001 um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga segir að skólameistari ákveði, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 22.08–31.05. Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum er ekki skemmri en níu mánuðir og kennslu- og prófdagar eigi færri en 175, þar af ekki færri en 145 kennsludagar.

Skóladagatal er gefið út fyrir hvert skólaár þegar það hefur verið samþykkt af skólaráði. Þar má sjá mikilvægar dagsetningar í skólastarfinu. 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579