Lesblinda og sértækir námsörðugleikar

Hér má finna ýmis bjargráð og fróðleik þegar kemur að sértækum námsörðugleikum, s.s. eins og lesblindu og stærðfræðierfiðleikum.

Félag lesblindra á Íslandi

Vefsíða

Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er félag sem vinnur markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi. Tilgangur FLÍ er að vinna að hverskonar hagsmunamálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun á við aðra í samfélaginu.

Hljóðbókasafn Íslands

Áttu rétt á aðgangi að Hljóðbókasafni Íslands?

Vissirðu að allir þeir sem eru með greiningu á lesblindu geta sótt um aðgang að Hljóðbókasafninu. Þar er t.d. að finna námsbækur á framhaldsskólastigi.

Snjallvefjan.is

Vefur um lesblindu og möguleika tækninnar

Viltu fræðast um hvernig hægt að er að nýta tæknina m.a. við lestur og ritun? Frábær vefsíða full af fróðleik og með skýrum kennslumyndböndum. 

Hvað er lesblinda?

Glærur frá Nemendaþjónustu ME

Glærur frá erindi á vegum nemendaþjónustu ME um lesblindu. Erindið má jafnframt finna hér

Efni frá lesblindsmiðju ME

Veist þú af öllu því sem gæti nýst lesblindum?

Hér má finna glærur frá lesblindusmiðju, haustið 2019. Tenglar og QR kóðar á sniðug forrit og öpp sem nýst geta fólki með lestrarörðugleika - og auðvitað fleirum.

Youtube rás ME um tækni og lesblindu

Myndbönd um tæknimöguleika

Þekkir þú t.d. Talgreininn Tiro, OpenDyslexic leturgerðina, litglæruappið nOverlay. Hér er hægt að kynnast þessum forritum betur. 

Padlet ME um lesblindu og bjargráð

Nýttu þér fróðleiksmola eða bættu fleirum við!

Gagnvirkt Padlet þar sem finna má allt og ekkert um lesblindu. Fróðleikur, hljóðbókasíður, forrit, smáforrit (öpp), skipulag og margt fleira. 

Vefgátt fyrir íslenskan talgreini

Breyttu töluðu máli í ritað

Talgreinir sem hefur verið í þróun hjá mál- og raddtæknistofu Gervigreindarseturs HR. Hann er byggður á opna hugbúnaðinum Kaldi og gögnum sem safnað var í samstarfi við Google. 

Íslenskur talgervill á netinu

TTSMP3.com

Með því að klippa og líma texta úr skjölum, prófum o.fl. geturðu fengið hann upplesinn. Frír talgervill. Les 3000 orð í einu. 

Yfirlestur.is

Málleitarforrit Miðeindar

Yfirlestur.is er vefur í stöðugri þróun sem rýnir íslenskan texta og finnur ýmislegt sem betur mætti fara í stafsetningu og málfari. Vefurinn bendir á stafsetningarvillur, samhengisháðar villur, ranga notkun há- og lágstafa og ýmis málfræðileg atriði. 

Vélþýðing

Þýðingarforrit - enska/íslenska

Vefþýðingarforrit Miðeindar, sem knúið er að málrýnihugbúnaðinum Greyni. Þýðir frá ensku yfir á íslensku og öfugt. 

Leiðbeiningar um notkun Voice Dream

Talgervill, upplestrarforrit og pdf skanni

Leiðbeiningar frá Miðstöðinni fyrir frábært forrit í iOS sem sem tekur m.a. myndir af bókum og verkefnum, umbreytir myndunum í pdf sem hægt er að skrifa inn á eða láta talgervla lesa textann upp. Frekari upplýsingar um handhæg öpp og fleira má finna á padlet-inu hér fyrir ofan eða á glærunum frá lesblindusmiðjunni.

TMF Tölvumiðstöð

Tækni - Miðlun - Færni

TMF Tölvumiðstöð er sjálfstæð stofnun þar sem boðið er upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið á sviði upplýsingatækni.

Lesvefurinn

Um læsi og lestrarerfiðleika

Hér má finna fullt af fróðleik um læsi og lestrarerfiðleika, tvítyngi, málþroskaraskanir og margt fleira. 

Betra nám

Vefsíða og blogg

Vefsíða DAVIS lesblinduráðgjafans Kolbeins Sigurjónssonar. Hann veitir nemendum sem eiga erfitt uppdráttar í námi vegna lestrar- og stærðfræðiörðugleika, ráðgjöf og stuðning. Hann heldur einnig úti áhugaverðu bloggi um lesblindu. Á vefsíðunni er einnig hægt að kaupa aðgang að gagnlegum námskeiðum. 

Um stærðfræðierfiðleika (dyscalculia)

Samantekt eftir Elínu Vilhelmsdóttur

Samantekt á einkennum lestrar- og stærðfræðierfiðleika og hugmyndir að úrræðum fyrir nemendur sem gíma við stærðfræðierfiðleika. 

Framhaldsskóli.is

Námsvefur fyrir fólk á framhaldsskólastigi

Framhaldsskóli.is er ný síða fyrir nemendur þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum. Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, flettispjöldum, rafbókum, hljóðbókum og glósum. Á vefsíðunum er hægt að nálgast valið efni, s.s. stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira.

Stærðfræðikennarinn (skólavefurinn)

..gerir allt stærðfræðinám léttara.

Stærðfræði.is

- Allir geta lært stærðfræði!

Námskeið og námsaðstoð í stærðfræði í gegnum netið. Stærðfræðikennarinn Gyða Guðjónsdóttir á fyrirtækið. 

Rasmus.is

Kennsluvefur í stærðfræði fyrir framhaldsskólanema

Vefur með stærðfræðiefni fyrir framhaldsskóla (einnig grunnskóla). Hægt er að lesa sig til um efnið og taka gagnvirk próf út úr köflunum jafnóðum. 

Kenna.is

Kenna.is hjálpar þér að finna rétta einkakennarann

Þú getur haft samband við einkakennara með því að kaupa aðgang. Einnig hægt að skrá sig sem einkakennari hafi nemendur áhuga á að miðla af sinni þekkingu og leikni í ákveðnum fögum. 

Study hax

Leiðin að árangri

Keyptu aðgang að ýmsum námskeiðum á grunn-, framhalds- og háskólastigi á Studyhax.is. Framúrskarandi fyrrum nemandi útskýrir aðalatriði námsefnisins í myndböndum. Þú lærir það mikilvægasta í gegnum myndböndin, hvar og hvenær sem er. Á meðal námskeiða sem er í boði er stærðfræði fyrir 10. bekk, stærðfræði fyrir framhaldsskóla (algebra og föll), almenn sálfræði og eðlisfræði.

Nemía

Við hjálpum grunn- og framhaldsskólanemendum að hámarka námsgetu sína

Nemía hjálpar nemendum að hámarka námsgetuna sína. Sama hvernig nemendur vilja fara að því. "Fyrst og fremst mætum við þeirra þörfum með einkatímum og námskeiðum. Þú getur sent á okkur hvað þú vilt bæta í þínu námi og við finnum leið til þess með þér!". Einkatímar, námskeið á netinu og námskeið í Mjóddinni, Rvk. 

JGH greining

Dr. Jónas G. Halldórsson

Vefsíða dr. Jónasar G. Halldórssonar, taugasálfræðings, en hann býður m.a. upp á mat og greiningu á sértækum námsörðugleikum, svo sem í lestri (lesblinda/dyslexia) og stærðfræði (stærðfræðiblinda/dyscalculia). 

Sálfræðiþjónusta Norðurlands

Mat á sértækum námsörðugleikum

Vefsíða Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Til viðbótar við hefðbundið mat á tilfinningavanda sinnir stofan m.a. mati á sértækum námsörðugleikum, s.s. lesblindu og stærðfræðierfiðleikum (dyscalculiu).