Jafnréttisstefna ME og áætlun

Jafnréttisstefna 2021 - 2024

Menntaskólinn á Egilsstöðum er jafnréttissinnaður vinnustaður þar sem samskipti fólks eiga að einkennast af virðingu. Einkunnarorð skólans eru: Gleði, virðing og jafnrétti. Jafnréttisstefna skólans byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 sem og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr 86/2018. Stefnan er sett fram með það að markmiði að koma á og viðhalda jafnrétti á öllum sviðum skólastarfsins svo að allir einstaklingar, starfsfólk jafnt sem nemendur, eigi jafna möguleika á að njóta hæfileika sinna og fólki sé ekki mismunað á grundvelli kyns, kynferðis, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, útlits, fötlunar, trúarbragða og skoðana svo nokkuð sé nefnt. Allir skipta máli í Menntaskólanum á Egilsstöðum og rödd allra á að heyrast. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.

Jafnréttissjónarmið endurspeglast í stefnumótun skólans og ákvörðunum á öllum sviðum hans. Öllum innan skólans býðst fræðsla um jafnréttismál. Jafnréttisstefnunni er ætlað að breyta viðhorfi til hefðbundinna kynjamynda og vinna gegn gamaldags og neikvæðum staðalímyndum. Markmiðið er að stuðla að jöfnum rétti og jöfnum tækifærum allra. Jafnréttisstefnu skólans er framfylgt með jafnréttisáætlun.

Grunnþættir aðalnámskrár, læsi, sjálfbærni, sköpun, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð endurspeglast í starfsemi skólans og skólabrag. Lögð er áhersla á að þeir séu sýnilegir í skólastarfinu og birtist í öllum námsgreinum. Efnisval og inntak námsins mótast af grunnþáttunum og starfsfólk skólans hefur grunnþættina ávallt til hliðsjónar í sínum störfum. Reglulega er lögð fyrir starfsfólk könnun um stöðu jafnréttismála innan skólans.

Tekið er mið af kynjasjónarmiðum og starfsmönnum gert kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf, t.d. með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu eftir því sem við verður komið. Þegar fjallað er um líðan starfsfólks á vinnustað og starfsanda er tekið mið af jafnrétti. Menntaskólinn á Egilsstöðum greiðir sömu laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf.

Jafnlaunastefna ME er hluti af jafnréttisstefnu skólans og nær til allra starfa í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Jafnlaunastefnu ME er ætlað að tryggja þau réttindi sem fram koma í 6.-11. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Skólinn skuldbindur sig ennfremur til að fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem varða meginregluna um að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Jafnréttisstefna og áætlun send til samþykktar til jafnréttisstofu í nóvember 2021

Stefnan og áætlun kynnt fyrir starfsfólki í nóvember 2021

Jafnlaunastefna

Til að uppfylla skilyrði laganna og jafnlaunastefnunnar er ákveðið verklag viðhaft við launaákvarðanir innan stofnunarinnar sem hefur það að markmiði að tryggja heildarsýn yfir laun, stöðugar umbætur á launakerfinu, skjalfestingu launamála, eftirlit með kynbundnum launamun og viðbrögðum sem felast í því að leiðrétta kynbundinn launamun tafarlaust komi hann í ljós. Kynbundinn launamunur er sá óútskýrði munur á launum karla og kvenna sem eftir stendur þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem ákvarða laun starfsmanna ME hverju sinni.

Menntaskólinn á Egilsstöðum starfar eftir íslenska jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.

Skólinn einsetur sér að fylgja þeim jafnlaunamarkmiðum sem sett hafa verið. Rýnifundir stjórnenda munu fara fram ár hvert þar sem farið er yfir markmið og stefnu jafnlaunakerfisins og gerð innri úttekt. Þar skapast tækifæri til umbóta og breytinga ef þörf er á. Jafnlaunakerfið er hluti af starfsemi skólans og verður hluti af árlegri umbótaáætlun hans.

Kerfinu er viðhaldið og markmiðin og stefnan ítrekað endurskoðuð og bætt ef þurfa þykir. Markmið jafnlaunakerfisins er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað. ME leggur sig fram um að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum allra.

Stefnan var kynnt 27. september 2021 á kennarafundi.

Stefnan lögð til umsagnar fyrir skólanefnd

Við skólann starfar jafnréttisfulltrúi sem fylgir eftir jafnréttisstefnu skólans. Honum til aðstoðar er jafnréttisnefnd. Einnig er starfandi jafnlaunanefnd sem er mannauðsstjóra til aðstoðar við framfylgd jafnlaunastaðals.

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Í Menntaskólanum á Egilsstöðum starfar jafnréttisfulltrúi sem fylgir eftir stefnu skólans í jafnréttismálum og fylgist með þróun jafnréttismála innan sem utan skóla. Ráðið er í starf jafnréttisfulltrúa til tveggja ára að undangenginni auglýsingu innan skóla. Jafnréttisnefnd starfar með jafnréttisfulltrúanum og er honum ráðgefandi varðandi jafnréttismál. Fulltrúar starfsfólks í jafnréttisnefnd eru kosnir á skólafundi ár hvert. Í nefndinni sitja tveir nemendur af mismunandi kynjum og tveir starfsmenn, einnig af mismunandi kynjum, ásamt jafnréttisfulltrúa sem sinnir formennsku. Fulltrúar nemenda eru tilnefndir af Nemendaráði ME. Nemendur koma einungis að þeim málum sem snerta málefni þeirra beint.

Helstu verkefni jafnréttisnefndarinnar eru að:

  • Endurskoða reglulega jafnréttisstefnu skólans
  • Sjá til þess að lögum um jafnréttismál innan skólans sé fylgt sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020
  • Hafa eftirlit með að farið sé eftir lögum og reglum um jafnréttisáætlun m.a. með því að safna upplýsingum og birta reglulega um stöðu jafnréttismála í skólanum
  • Vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlunar um að rétta hlut kynja þar sem það á við
  • Fylgjast með verkefnum innan skólans sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun
  • Hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim
  • Vera ráðgefandi um fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti
  • Skoða og meta árangur aðgerðaáætlunar og kynna á skólafundi
  • Jafnréttisfulltrúi er boðaður á fundi jafnlaunanefndar eftir þörfum

Jafnréttisfulltrúi tekur árlega saman greinargerð um jafnréttisstarf skólans og skilar skólameistara.

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Í 21 gr. laganna er sérstök áhersla lögð á bann við hvers konar mismunun á grundvelli kyns í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum. Í 15. gr. laganna segir að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. Á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem meðal annars skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað og í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu nemendur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. Skylt er að gæta þessa í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur.

Í fyrri hluta aðgerðaáætlunarinnar er litið til skólans sem vinnustaðar og í seinni hlutanum sem menntastofnunar.

Jafnréttisáætlunina skal endurskoða á þriggja ára fresti.

Jafnréttisáætlun þessi var endurskoðuð í nóvember 2019 og september 2021.

I Skólinn sem vinnustaður

Alla mikilvægar ákvarðanir sem varða starfsfólk skulu metnar frá jafnréttissjónarmiði. Allt starfsfólk skal hafa jafnan rétt til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og ráðum. Allt starfsfólk skal njóta jafnra tækifæra til starfsþróunar og endurmenntunar. Viðfangsefni jafnréttisáætlunar skólans tengjast einnig auglýsingum, upplýsingagjöf, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og tengslum við starfsmannastefnu.
Starfsmannastefnuna má finna á heimasíðu ME og á innra neti skólans.

Launajafnrétti

Launaákvarðanir eiga að byggja á kjarasamningum og því skal starfsfólk án tillits til kyns fá greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Gæta skal að kynferði hafi ekki áhrif á röðun starfa til launa samkvæmt stofnanasamningum. Starfsmenn skulu njóta sömu réttinda hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og önnur starfskjör eða réttindi sem metin eru til fjár, samanber lög nr. 150/2020. Rök fyrir launamun skulu ávallt vera málefnaleg. 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Starfsfólk fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf

Mæla, rýna, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi ME. Vinna að stöðugum umbótum. Fá staðfestingu frá vottunaraðila árlega.

Skólameistari/
mannauðsstjóri og fjármálastjóri

 

Árleg launaúttekt fer fram í nóvember ár hvert, innri úttekt fer fram í desember og ytri úttekt í febrúar. Umbætur unnar jafn óðum (innan árs)

Vinna að stöðugum umbótum á sviði jafnlaunamála með árlegri innri úttekt og rýni stjórnenda.

Komi í ljós frávik í kerfinu skal vinna að úrbótum

Mannauðsstjóri, Skólameistari

Innan þess ramma sem kerfið segir (fer eftir alvarleika frávika)

Fylgjast með því hvort kynbundinn launamunur mælist í stofnuninni.

Gera launakönnun árlega og kynna niðurstöður fyrir starfsfólki. Komi í ljós óútskýrður launamunur skal hann leiðréttur.

Mannauðsstjóri, Skólameistari

Launakönnun framkvæmd í nóvember ár hvert. Ef upp kemur óútskýrður launamunur er það leiðrétt við næstu útborgun.

Hafa jafnlaunakerfi ME ávallt í takti við nýjustu lög, reglur og kjarasamninga.

Fylgjast vel með jafnréttismálum, framkvæma innri úttektir og leiðrétta kerfið miðað við þær breytingar sem verða hverju sinni.

Mannauðsstjóri, skólameistari, Jafnréttisfulltrúi

Árleg yfirferð yfir lög og reglur ásamt innri úttektum fer fram á rýnifundi stjórnenda í desember/janúar ár hvert.

 

 

Laus störf

Samkvæmt jafnréttislögum skulu atvinnurekendur vinna markvisst að því að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstaklega er tekið á því að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum (150/2020). Menntaskólinn á Egilsstöðum leggur áherslu á að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna, tilfærslu í starfi, tækifæri til að axla ábyrgð og framgang í starfi.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Starfsfólk hafi jafna möguleika á störfum innan skólans

Í starfsauglýsingum eru störf ókyngreind svo ljóst sé að laus störf standi fólki til boða án tilliti til kynferðis

 

Skólameistari, mannauðsstjóri

Alltaf þegar auglýst er.

 

Sæki tveir jafnhæfir einstaklingar um starf skal velja einstakling af því kyni sem hallar á

 

Skólameistari, mannauðsstjóri

Þegar við á

Tölfræðilegar upplýsingar um kynjahlutfall í störfum innan skólans séu kynntar

 

Greina hlutfall kynja meðal starfsfólks skólans

Jafnréttisnefnd/fulltrúi

Í tengslum við kynningu á launakönnun sem er framkvæmd í nóvember. Miðað við að kynning fari fram í janúar ár hvert.

 

Starfsmannastefna, starfsaðstæður og samræming fjölskyldulífs og atvinnu

Jafnréttissjónarmið og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verði virkur þáttur í starfsmannastefnu skólans. Í starfsmannastefnunni skal taka mið af kynjasjónarmiðum og gera starfsmönnum kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf t.d. með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu eftir því sem við verður komið. Einnig skal taka mið af jafnrétti þegar fjallað er um líðan starfsfólks á vinnustað og starfsanda.

Jafnréttisáætlun og starfsmannastefna skólans skulu vera samhljóma í þeim atriðum sem varða jafnréttismál.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Vinnutími er sveigjanlegur þar sem því verður við komið

Kennara er í sjálfsvald sett hvar og hvenær hann undirbýr kennslu og fer yfir verkefni og próf

Skólameistari

Alltaf

Yfirvinna vegna fjarnemenda er ekki óhófleg

Fjarnámsstjóri hefur samband við kennara og spyr um óskir þeirra í sambandi við fjölda fjarnemenda. Kennarar í samráði við stjórnendur ákveða fjölda fjarnemenda eftir að fullu starfshlutfalli er náð.

Skólameistari og fjarnámsstjóri

Alltaf þegar opnað er fyrir umsóknir í fjarnám 4x á ári.

Önnur yfirvinna, t.d. ballvakt, námskeið á opnum dögum o.fl., býðst starfsfólki

Skólameistari auglýsir eftir áhugasömum aðilum fyrir hverja skólaskemmtun, opna daga og því um líkt

Skólameistari

Alltaf þegar við á

Fundir, ætlaðir starfsfólki, eru haldnir á dagvinnutíma

Fundir eru innan dagvinnutíma nema sérstök ástæða sé til annars

Skólameistari

Alltaf

Foreldrar án tillits til kyns nýta sér fæðingarorlofsrétt og ákveða hvernig fæðingarorlofi skuli háttað í samráði við skólameistara

Starfsfólk er hvatt til að nýta sér rétt til fæðingarorlofs og það ákveður starfhlutfall eftir að orlofstöku lýkur í samráði við skólameistara.

Skólameistari

Alltaf

Foreldrar með ung börn líða ekki fyrir frídaga í grunn- og leikskólum

Sjálfsagt er að starfsfólk taki börn á leik- og grunnskólastigi með sér í vinnuna þegar þeir skólar eru lokaðir. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum ef þeir taka þau með.

Skólameistari og foreldrar

Alltaf

 

Starfsþjálfun og endurmenntun

Samkvæmt lögum 150/2020 12. grein skal starfsfólk hafa sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþróunar óháð kyni.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Starfsþjálfun og símenntun á vegum skólans skal vera opin öllum starfsmönnum óháð kyni og aldri

Öllum er tilkynnt með tölvupósti um það sem er í boði og eru hvattir til að sækja um

 

Skólameistari

Þegar við á

Þegar við á er horft til þess að námskeið höfði til alls starfsfólks óháð kyni

Tilkynnt er um fyrirliggjandi námskeið og fengin viðbrögð starfsmanna

 

Skólameistari

Þegar við á

 

II Skóli sem menntastofnun

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni er ekki liðin í ME. Samkvæmt 14. gr. jafnréttislaga (150/2020) skulu stjórnendur grípa til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að starfsfólk og nemendur verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum og í skólanum. Skv. 2. gr. jafnréttislaga (150/2020) er kynbundin áreitni skilgreind sem hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Allir starfsmenn og nemendur eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og þeir sæti ekki kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni, einelti né öðru ofbeldi. Verði starfsmaður eða nemandi fyrir kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni eru þeir hvattir til að láta skólameistara, jafnréttisfulltrúa eða annan stjórnanda skólans vita. Bregðast skal stax við og vinna slík mál eftir stefnu og viðbragðsáætlun ME vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis og fleira.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni er ekki liðin í ME

Fræðsluerindi haldið annað hvert ár.

Fræðsla um málefnið í jafnréttisviku ME árlega.

Reglulegar mælingar á þessum þáttum.

 

Skólameistari og jafnréttisnefnd

Stöðumat árlega í könnunum. Spurt sérstaklega út í ofbeldi og einelti í könnun SFR (starfsmenn) og skólapúlsinum (nemendur)

Fræðsluerindi annað hvert ár.

Að í skólanum sé til forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi

 

Forvarnar og viðbragðsáætlun kynnt fyrir öllu starfsfólki

Skólameistari/ mannauðsstjóri

Endurskoðuð og kynnt haust 2021

Að starfsfólk og nemendur skólans viti hvert skal leita ef það verður fyrir eða verður vitni að kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og /eða kynferðislegri áreitni

Í forvarnar- og viðbragðsáætluninni kemur skýrt fram hvert skal leita ef slík mál koma upp.

Skólameistari

Reglulega haldið á lofti og á heimasíðu. Minnt á þetta í upphafi skólaárs á fundum og í nýliðaþjálfun starfsmanna.

 

Fræðsla um jafnrétti

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál og þeim bent á leiðir til að koma auga á og vinna gegn hvers konar misrétti. Hvetja skal nemendur til að kanna námsleiðir og hlutverk sem ekki eru „dæmigerð“ fyrir kynin og draga menningarbundin kynhlutverk í efa m.a. með náms- og starfsráðgjöf sem allir nemendur skólans skulu eiga aðgang að. Hvetja skal kennara til að skoða námsefni sitt t.d. með tilliti til úreltra staðalmynda og að aðeins sé gert ráð fyrir gagnkynhneigð.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Kennarar taka þátt í virkri jafnréttisfræðslu í sínu starfi

Könnun um fyrirkomulag jafnréttisfræðslu

Jafnréttisfulltrúi, skólameistari

Könnun meðal kennara í okt/nóv ár hvert.

Auka þekkingu starfsfólks á jafnréttismálum almennt

Námskeið fyrir starfsfólk

Skólameistari

Annað hvert ár. Stefnt að upphafi skólaárs.

Kennarar hvattir til að skoða námsefni sitt út frá jafnréttissjónarmiðum

Sendur tölvupóstur á alla kennara reglulega

Jafnréttisfulltrúi

Tvisvar á ári, í upphafi hverrar annar.

 

Jafnrétti í skólastarfi

Gæta skal að samþættingu kynjasjónarmiða í kennslu og stuðla að sjálfsvirðingu og sjálfstæði óháð kyni. Grunnþættir aðalnámskrár: jafnrétti, læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi og sköpun eiga að endurspeglast í starfsháttum skólans, samskiptum og skólabrag. Mikilvægt er að allir séu virkir og fái notið sín í skólasamfélaginu óháð kyni, þjóðerni, kynhneigð, fötlun eða öðrum aðgreinandi þáttum. Jafnrétti skal vera sýnilegt í öllu skólastarfi. Velja skal fjölbreyttar kennsluaðferðir og kennsluefni þar sem þess er gætt að vitna í heimildir sérfræðinga af mismunandi kyni eftir því sem tök eru á. Haft sé í huga að áhugamál kynjanna eru oft ólík og að í ákveðnum greinum gengur ákveðnu kyni betur en öðru. Starfsfólk sé fyrirmyndir og stuðli að jafnrétti í orði og verki.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímaáætlun

Nemendur eru þátttakendur í stefnumótun jafnréttisstefnu

Fulltrúar nemenda sitja í jafnréttisnefnd skólans

Jafnréttisfulltrúi/
skólameistari

Umræður reglulega á fundum jafnréttisnefndar. Fundir amk. 4x á ári.

Jafnréttisþemadagar

Jafnréttisnefnd velur tímabil með áherslu á jafnréttismál

Jafnréttisnefnd

Árlega – vika í einu. Ýmist að hausti eða vori.

Aðilar sem sitja í nefndum og ráðum á vegum skólans mega ekki vera einsleitur hópur þar sem eitt kyn er ráðandi

Stuðla að fjölbreytni þegar aðilar eru tilnefndir

Skólameistari

Kallað eftir því á hverju hausti hverjir vilja sitja í hvaða nefndum. Raðað eftir vilja en líka eftir jafnréttissjónarmiðum.

 

Eftirfylgni og endurskoðun

Eftirfylgni jafnréttisáætlunar er í höndum skólameistara og jafnréttisfulltrúa og nefndar. Einnig eru einstaka þættir í höndum ýmissa starfsmanna sem eru gerðir ábyrgir fyrir sínum þáttum. Til að mynda hefur mannauðsstjóri ábyrgð á jafnlaunamálum, hver kennari ber ábyrgð á sinni kennslu og námsefni þó hvatningin komi frá skólameistara og jafnréttisnefnd.

Gildistími jafnréttisstefnu og áætlunar er frá samþykkt jafnréttisstofu haustið 2021 fram að hausti 2024. Endurskoðun fram haustið 2024.

Stefnan og áætlun kynnt á starfsmannafundi í janúar 2022 og kynnt skólanefnd.

 Aðgerðaáætlun 2021-22

  • Könnun verður lögð fyrir kennara um fyrirkomulag jafnréttisfræðslu í áföngum haustið 2021
  • Haldið verður námskeið fyrir starfsfólk um jafnréttismál – næst haust 2021 eða vor – gott að nota starfsdaga til slíks
  • Haldið verður áfram með jafnréttisþemadaga árlega – næst nóvember 2021
  • Viðhald jafnlaunakerfis og áframhaldandi staðfesting á vottun jafnlaunamála.
  • Kynna jafnréttisstefnu og -áætlun, jafnlaunastefnu og viðbragðsáætlun eineltis- og ofbeldismála árlega – haust 2021 og vor 22 og hafa þær sýnilegar á heimasíðu.
  • Taka saman tölfræðilegar upplýsingar um kynjahlutfall í störfum innan skólans og setu í nefndum – næst vor 2022