Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum fór fram þann 13. desember í Sláturhúsinu. 13 atriði komu fram og var keppnin mjög jöfn.
Gyða Árnadóttir fór með sigur úr bítum með lagið "I'm Breaking Down" með Stefphanie J. Block sem er úr söngleiknum Falsettos.
Gyða verður því fulltrúi ME í söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í vor.
Í öðru sæti var Dögun Óðinsdóttir með lagið "New Born" með Muse.
Í þriðja sæti var Stefanía Þórdís Vídalín með lagið "I Belive In a Thing Called Love" með The Darkness.
Auður Erna Aradóttir fékk síðan viðurkenningu fyrir frumlegasta atriðið en hún flutti frumsamið lag, "Dreptu mig ef þú vilt".
Skipulagning kvöldsins var í höndum TME (Tónlistarfélags ME) og eiga þau hrós skilið fyrir góðan undirbúning. Hljómsveit kvöldsins skipuðu Aron Már Leifsson á gítar, Auðun Lárusson Snædal á bassa, Benedikt Árni Pálsson á gítar, Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir á trommur, Svandís Hafþórsdóttir á gítar og bassa og Unnar Aðalsteinsson á píanó/hljómborð. Kynnir kvöldsins var Sebastían Andri Kjartansson.
Hér má sjá fleiri myndir frá kvöldinu.
Ljósmyndir: Rakel Mist Viðarsdóttir