Hacking Austurland er lausnamót sem fer fram dagana 30. september - 2. október á Austurlandi.
Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við áskorunum tengdum bláu auðlindinni.
Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Austurlandi. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.
Skráning stendur yfir og fer fram á www.hackinghekla.is
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Austurbrú.