Í þessari viku mun jafnréttisnefnd skólans standa fyrir jafnréttis- og mannréttindaviku. Boðið verður upp á allskyns viðburði og skemmtilegar uppákomur sem minna á þessar áherslur. Jafnrétti er eitt af gildum skólans og er gert hátt undir höfði.
Á þriðjudaginn 7. nóvember verður vakin athygli á Sjúk ást og spjallinu tengdu því. Vakin er athygli á því að upplýsingar um Sjúkást og fleira tengt áföllum og ofbeldi má finna í gangabanka nemendaþjónustunnar á heimasíðu okkar hér í ME.
Á miðvikudaginn 8. nóvember er dagur gegn einelti.
Fimmtudaginn 9. nóvember er vakin athygli á Amnesty International og undirskriftarherferðinni: Þitt nafn bargar mannslífi. Einnig fáum ABC barnahjálp í heimsókn með fræðslu kl. 10:10 í fyrirlestrarsal skólans.
Föstudaginn 10. nóvember verður fjölbreytileikanum svo fagnað með litríkum fatnaði og Kahoot spilað.
Við hvetjum alla nemendur og starfsfólk til að taka virkan þátt í vikunni.