Stafræni háskóladagurinn fer fram á morgun, laugardag 26. febrúar frá kl. 12-15.
Á Háskóladeginum getur þú spjallað við nemendur og starfsfólk þeirra námslína sem vekja með þér áhuga í öllum háskólum landsins.
Á viðburðinum gefst þér tækifæri til að spyrja nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa skólanna um öllu því sem við kemur námi og námsleiðum skólanna, umsóknarferlinu, háskólalífinu og öllu öðru sem á þér brennur.
Nánari upplýsingar um daginn og fyrirkomulagið má finna á vefsíðu háskóladagsins sem og á vefsíðum háskólanna sjö:
En ég veit ekkert hvað ég vil - hvar á ég að byrja?
- Hvar liggur áhugasviðið þitt, styrkleikar, færni og lífsgildi? Flestir nemendur ME eiga að hafa tekið áhugasviðskönnunina Bendil og er kjörið að rifja upp niðurstöður hennar.
- Skoðaðu það sem er í boði innan skólanna. Þú getur farið inn á vefsíðu Háskóladagsins og slegið inn leitarorð eða leitað eftir námsleiðum undir hverjum eins og skóla.
- Aflaðu þér nánari upplýsinga um það sem vekur áhuga. Ef þú sérð áhugaverðar leiðir, smelltu á þær, opnaðu fundina, spjallaðu við nemendur námsleiðanna, spurðu spurninga, ræddu við kennara og ráðgjafa um allt sem þú vilt vita. Dæmi um spurningar:
Hvers vegna valdir þú þessa námsleið?
Hvar liggur þitt áhugasvið?
Hvers vegna ætti ég að velja þessa leið?
Hvað er uppáhaldsfagið sem þú hefur tekið í náminu?
Geturðu nefnt eitthvað eitt atriði sem þú hefðir viljað vita áður en þú byrjaðir í þessu námi?
Hvaða styrkleika hefurðu þurft að nýta mest í þessu námi?
Hver eru inntökuskilyrðin inn í námsleiðina?
Hvernig er inntökuferlið?
Hvernig myndirðu ráðleggja mér að undirbúa mig fyrir þetta nám? Einhver ákveðin fög, efnisatriði o.fl.?
Hvað fara nemendur að vinna við eftir að hafa lokið þessari námsleið?
Hvað gæti ég tekið í framhaldsnámi/mastersnámi eftir að hafa lokið þessu grunnnámi?
Hafa nemendur í þessari námsleið farið í skiptinám?
- Gerðu lista yfir þær námsleiðir sem þér þykja áhugaverðastar jafnóðum og þú flakkar um vefsíður skólanna og mætir á fundi námsleiða til að spyrja spurninga.
- Dýpkaðu upplýsingarnar sem þú hefur og bættu við listann þinn. Eftir að háskóladeginum lýkur - farðu í að dýpka þær upplýsingar sem þú hefur safnað saman. Skoðaðu nánar vefi námsleiðanna, kennsluskrárnar og aflaðu þér upplýsinga um áfangana sem þú þarft að taka (hvað er skylda, hvað er val o.fl.). Skoða t.d. vefinn Næsta skef, þar sem þú getur m.a. lesið starfslýsingar o.fl. Ræddu við fólk sem starfar í geiranum og aflaðu þér upplýsinga um hvað gæti tekið við að námi loknu. Að því loknu er komið að því að forgangsraða.
Nanna náms- og starfsráðgjafi ME mun vera með opið fyrir spjall í gegnum Zoom fyrir þau sem á þurfa að halda á bilinu 12-15 á morgun.
Linkur: https://eu01web.zoom.us/j/65913940990