Nú hafa drög að stundatöflum dagskólanema vorannar 2024 verið birtar í Innu. Hægt er að skoða stundatöflur með því að smella á örvatakkana á stundatöflunni í INNU þar til þið hafið dagsetningu á vorönn (velja dagsetningu bæði á fyrri og seinni spönn til að sjá stundatöflur á báðum spönnum).
Vilji nemendur gera stundatöflubreytingar er best að hitta á Bergþóru áfangastjóra eða Nönnu náms- og starfsráðgjafa á næstu dögum.
Fullbókað er í marga áfanga og því mikilvægt að skrá á biðlista ef þið þurfið aðra áfanga en þá sem eru í stundatöflunni ykkar.
Þau sem stefna á útskrift í vor eru hvött til að vera í sambandi við áfangastjóra um námsferil og námslok sem fyrst.