Nemendur ME geta nýtt sér eftirfarandi síður sér til gagns í náminu.
www.framhaldskoli.is - Námsvefur fyrir fólk á framhaldsskólastigi
Framhaldsskóli.is er ný síða fyrir nemendur þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum. Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, flettispjöldum, rafbókum, hljóðbókum og glósum. Á vefsíðunum er hægt að nálgast valið efni, s.s. stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira.
Menntaskólinn á Egilsstöðum er með aðgang fyrir nemendur sína í gegn um staðnetið. Á snöru eru mörg uppflettirit, orðabækur og þess háttar sem gagnast vel í tungumálanámi.
Gríðarlega mikið af gagnlegu efni. Endilega kíkið við.
Gervigreind.hi.is - Upplýsingasíða Háskóla Íslands um gervigreind
Leiðbeiningar um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að gervigreind. Gagnlegt fyrir bæði nemendur og kennara