Ráðgjöf

Nemendaþjónustuteymi ME samanstendur af náms- og starfsráðgjafa, félagsráðgjafa, áfangastjóra og forvarnafulltrúa skólans. Kennslustjóri starfsbrautar og kennslustjóri framhaldsskólabrauta koma einnig inn í teymisvinnu sem og annað starfsfólk eftir þörfum og samþykki nemenda.

Hlutverk þjónustunnar er að vera málsvarar og trúnaðarmenn nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra.


Þjónustan stendur öllum nemendum skólans og forráðamönnum þeirra til boða.

Nemendaþjónusta ME er boðin og búin til að aðstoða nemendur og forráðafólk við stórt sem smátt. Ráðgjafar hafa aðsetur á starfsmannagangi skólans. Hægt er að panta tíma hjá þeim í gegnum Microsoft Bookings, með tölvupósti eða með því að koma við á skrifstofum þeirra. Vegna samstarfs ME við HSA kemur skólahjúkrunarfræðingur einnig vikulega og býður uppá viðtöl innan skólans.

Bóka viðtal

Sjá frekar um þjónustu einstakra aðila: