Menntaskólinn á Egilsstöðum er þátttakandi í Heilsueflandi framhaldsskóla verkefninu. Verkefnið snýr að heildrænni stefnu í forvarnar- og heilsueflingarmálum sem gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og jafnframt mynda skýran ramma utan um þennan almenna málaflokk.
Markmið verkefnisins er að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda enda hafa rannsóknir sýnt að heilsueflandi umhverfi bætir líðan nemenda og stuðlar að betri námsárangri. Megin áhersla er lögð á fjóra þætti: næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir á hverju ári þannig að þegar nemandi útskrifast að fjórum árum liðnum hefur hann fengið haldbæra þekkingu á hollum lífsháttum og tækifæri til að tileinka sér þá.
Heilsuefling í Menntaskólanum á Egilsstöðum er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda. Menntaskólinn á Egilsstöðum vinnur markvisst að heilsueflingu nemenda og starfsfólks. Skólinn býður upp á vinnuaðstöðu, fræðslu og aðstæður sem hvetja til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi bættrar heilsu og líðanar. Jafnframt er lögð áhersla á að hver og einn geri sér grein fyrir ábyrgð á eigin heilsu. Með heildrænni stefnu á sviði heilsueflingar og forvarna hefur skólinn áhrif á daglegar venjur meðlima skólasamfélagsins og stuðlar þannig að bættu starfi, betri líðan og auknum árangri í námi og starfi.
Meginmarkmið verkefnisins eru að marka stefnu um hollustuhætti, heilbrigði, aðbúnað og öryggi þeirra sem nema og starfa í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ætlunin er að hafa heilsueflandi áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum. Meðal þess sem unnið er að er:
Til að uppfylla meginmarkmið verkefnisins eru sett fimm undirmarkmið er lúta að
1) aukinni hreyfingu,
2) forvörnum gegn streitu og andlegu álagi,
3) hollu mataræði,
4) áfengis-, tóbaks-, og vímuefnavörnum
5) öryggi í skólastofunni.
Stuðla skal að aukinni neyslu á hollum mat og auknum skilningi á mikilvægi þess að nemendur og starfsmenn tileinki sér hollar matarvenjur.
Þetta fæst m.a. með því að:
Hvetja skal til aukinnar hreyfingar meðal nemenda og starfsmanna skólans ásamt því að efla vitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu.
Þetta fæst meðal annars með því að:
Skólastarfið skal taka mið af því að hlúð sé að andlegri heilsu nemenda og starfsmanna skólans og að allir leggi sitt af mörkum til að efla góðan starfsanda í skólanum.
Þetta fæst m.a. með því að:
Miðla upplýsingum um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra vímuefna til nemenda og starfsmanna, ásamt því að miðla upplýsingum um hvaða leiðir eru færar ef fólk vill hætta notkun þessarra efna.
Þetta fæst m.a. með því að:
Tryggja skal öryggi í skólahúsnæðinu og að öryggisáætlun skólans sé framfylgt.
Þetta fæst m.a. með því að:
nemendur og starfsmenn séu upplýstir um öryggisáætlanir t.d. ef eldsvoða eða slys ber að höndum.
rýmiæfing verði haldin einu sinni á ári.
öryggis- og áhættumati sé viðhaldið og leitað sé úrbóta hið fyrsta þegar þörf er á.
bjóða upp á skyndihjálparnámskeið annað hvert ár.
sjá til þess að öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður séu starfandi við skólann og störf þeirra séu kynnt starfsmönnum við upphaf skólaárs
Skólinn leitast við að vinna að viðhorfsbreytingu meðal nemenda og hvetja þá til vímulauss lífernis. Lögð er áhersla á að styðja og efla frumkvæði nemenda sjálfra í baráttu gegn neyslu fíkniefna. Skólinn reynir að veita áhugasömum nemendum, sem vilja vinna með skólafélögum sínum á jafningjagrundvelli, svigrúm til þess innan einstakra námsgreina eftir því sem við verður komið og kennarar telja kleift án þess að það komi niður á námi þeirra. Kennurum er heimilt í samráði við skólameistara að reikna störf að fíknivörnum til eininga.
Nemendafélagið (NME) leiti leiða, í samvinnu við skólayfirvöld, til að breyta yfirbragði dansleikja á þess vegum og draga úr áfengisneyslu nemenda.
Nemendum er neysla áfengis eða annarra vímuefna óheimil á ferðalögum eða skemmtunum á vegum skólans. Brot varðar brottvísun úr skóla að undangengnu viðtali við yfirvöld skólans. Nemanda er gert að ræða við forvarnafulltrúa áður en hann hefur nám að nýju. Endurtekin brot varða endanlegri brottvikningu úr skóla.
Nemendum sem verða uppvísir að því að koma undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna í skólann er vikið úr skóla og gert að ræða við forvarnafulltrúa áður en þeir koma í skólann aftur.
Óheimilt er að neyta áfengis og annarra vímuefna í húsnæði skólans.
Nemendum sem verða uppvísir að sölu eða dreifingu ólöglegra fíkniefna eða ólöglegri sölu eða milligöngu á sölu áfengis, er umsvifalaust vikið að fullu úr skóla.
Nemendur fái fræðslu um tóbak, áfengi og önnur fíkniefni á tveimur fyrstu árum í framhaldsskóla. Annars vegar verður fræðslan tengd grunnáföngum í félags-, heilbrigðis- og sálarfræði og einnig íþróttum til þess að tryggja að hún nái til allra nemenda en hins vegar í formi viðfangsefna eða verkefna innan ýmissa námsgreina í samráði við kennara. Öllum starfsmönnum ber að vinna að framkvæmd vímuvarnastefnu skólans samkvæmt nánari skilgreiningu í skólanámskrá.
Að auki verður gripið til eftirfarandi ráðstafana á hverju misseri:
Jafningjafræðsla framhaldsskólanema kynni nemendum hverju sinni það sem hún hefur fram að færa.
Kennarar skólans í heilbrigðisfræði og íþróttum taki saman stutt námskeið um tóbak, áfengi og fíkniefni fyrir alla nemendur skólans.
Auk almennra upplýsinga um skaðsemi neyslu þessara efna er lögð sérstök áhersla á að efla andstöðu nemenda gegn neyslu þeirra. Í því skyni er lögð áhersla á sjálfstæða upplýsingaöflun nemenda og að þeir taki afstöðu til fíkniefnamála á grundvelli þekkingar.
Íhlutun
Skólinn leggur áherslu á að beita áhrifum sínum og möguleikum til þess að hafa áhrif á óheillavænlega þróun í fíkniefnaneyslu nemenda eins snemma og auðið er. Í því skyni er athyglinni einkum beint að eftirfarandi vísbendingum og neyslu og/eða misnotkun fíkniefna: Versnandi árangur í námi, miklar fjarvistir og ölvun og/eða neysla annarra fíkniefna á skemmtunum á vegum skólans eða nemendafélagsins. Einnig vísbendingar um endurtekna vímuefnanotkun heimavistarbúa svo sem ef þeir koma endurtekið undir áhrifum áfengis inn á heimavistir.
Skólinn setur sér ákveðnar reglur um hvenær tímabært þykir að grípa inn í mál og vísa nemendum til starfshóps sem skipaður er skólameistara/aðstoðarskólameistara, námsráðgjafa og áfangastjóra.
Heimavistarbúa, sem uppvís er að neyslu áfengis eða annarra vímuefna á heimavist, er umsvifalaust vikið af vist og úr skóla í viku. Þann tíma skal nemandinn nota til að taka á málum sínum, leita sér ráðgjafar, meðferðar eða annarra leiða sem skólinn samþykkir. Geti nemandi lagt fram ábyrga áætlun um viðbrögð að viku liðinni skal honum heimiluð skóla- og heimavist að nýju en nemandi skal víkja úr skóla og af heimavist þegar við brot á umsaminni áætlun.