Undanþága frá námsgrein til stúdentsprófs
Nemanda er heimilt að sækja um undanþágu frá áföngum til stúdentsprófs með því að senda skriflega umsókn til nemendaþjónustu ME ásamt upplýsingum um greiningu frá viðurkenndum fagaðila. Nemandi þarf að hafa reynt við námsgreinina a.m.k. einu sinni og sýnt fram á samviskusemi í ástundun og námi.
Ef undanþága er samþykkt þarf nemandi að ljúka jafn mörgum einingum í öðru fagi. Æskilegt er að þær séu valdar í samráði við náms- og starfsráðgjafa.
Aðrar ástæður sem geta réttlætt undanþágu frá áföngum til stúdentsprófs:
- Ef nemandi er með undanþágu frá viðkomandi fagi úr grunnskóla t.d. dönsku. Sú undanþága gildir einnig í framhaldsskóla.
- Ef nemandi hefur búið erlendis, utan Norðurlanda og hefur þar af leiðandi ekki grunn í dönsku eða öðru Norðurlandamáli getur hann sótt um undanþágu frá dönsku og tekið annan áfanga í staðinn.
- Nemandi sem búið hefur erlendis á þess kost að taka stöðupróf í viðkomandi tungumáli og fá það metið.
- Nemandi sem er af erlendum uppruna á þess kost að taka stöðupróf í móðurmáli sínu.