Viltu tileinka þér betra skipulag og tímastjórnun? Renndu yfir eftirfarandi punkta á glærunum og byrjaðu að prófa þig áfram og finna út hvaða leiðir henta þér.
Það er sérstaklega mikilvægt fyrir námsmenn að temja sér góða tímastjórnun og koma sér upp skilvirkum aðferðum sem henta hverjum og einum hvað skipulag og námstækni varðar. Hér má finna fullt af fróðleik, fyrirlestrum og veftenglum.
Útprentanlegur verkefnalisti (eða útfyllanlegur í pdf lesara) til að hafa yfirsýn yfir verkefni dagsins/vikunnar. Góður listi til að nýta með meðfram listanum áfangayfirsýn.
Áttu í erfiðleikum með að forgangsraða verkefnum og veist ekki í hvaða röð er gott að vinna þau. Prófaðu að raða þeim inn í forgangsröðunarboxin hér. Byrjaðu á verkefnum í græna boxinu, því næst gula boxinu o.s.frv. Ef tíminn er af mjög skornum skammti og þú þarft að fá að fresta eða sleppa verkefnum - þá eru verkefnin í rauða boxinu tilvalin í það. Bæði er hægt að prenta út skjalið eða skrifa inn í þau t.d. í Foxit reader, Abobe Reader eða SnapType (App store eða Google Play).
Ef þú ert ekki týpan til að nýta tölvuna eða símann við skipulagið þá gæti Kanban taflan verið eitthvað fyrir þig. Prentaðu út Kanban töflu, notaðu post-it miða og settu upp þitt eigið skipulag upp á vegg heima. Einnig er hægt að plasta blaðið og skrifa með töflutúss og færa verkefni á milli. Passaðu þig bara að vera ekki með fleiri en 2-3 verkefni í "verkefni í vinnslu" dálkinum í einum svo þú klárir pottþétt það sem þú byrjar á.
.
Frábær vefur Stofnunar Árna Magnússonar sem nýtist öllum, þá sér í lagi námsmönnum. Markmið Málsins er að auðvelda rafræna leit að gögnum og fræðslu um íslenskt mál og málnotkun, me einföldum og samræmdum vefaðgangi. Vefgáttin dregur fram allar tiltækar upllýsingar um það orð sem leitað er að hverju sinni, úr öllum þeim rafrænu gagnasöfnum sem til eru um íslenskt mál og málnotkun.