Framhaldsskólabraut 2

Framhaldsskólabraut  2 er ætluð þeim nemendum sem þurfa að styrkja undirstöðu sína í kjarnagreinum til að geta stundað nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs eða starfs- og verknámsbrautum.

Nemendur með C í grunnskólaeinkunn hefja nám í 1. þreps áföngum í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði.

Hér má sjá inntökuskilyrði á brautir skólans.

Nemendur með D í grunnskólaeinkunn hefja nám á framhaldsskólabraut 1.

Kjarni bóknámsbrauta
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 1LM05  2MO05 5 5 0
Enska ENSK 1LM05  2MO05  2OB05  3FH05 5 10 5
Félagsvísindi FÉLV 1ÞF05 5 0 0
Heimspeki HEIM 2SI05 0 5 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1UÞ01  1SS01   1LH01  1SL01  1HR01 1HR01  6 0 0
Íslenska ÍSLE 1RM05  1KM05  2RR05  2NH05   3LF05  3FM05 0 10 10
Listir LSTR 1LS05 5 0 0
Lífsleikni LÍFS 1BE05  1BS05 10 0 0
Lokaverkefni LOKA 3VE3 0 0 3
Náttúrufræði NÁTT 1LE05  1JU05 10 0 0
Saga SAGA 1MF05  2ÁN05 5 5 0
Spænska/þýska SPÆN / ÞÝSK 1PL05 /1PL05    1DA05 /1DA05   FS05/1VU05 15 0 0
Stærðfræði STÆR 1BT05   2RF05/2AF05  3TÖ05 5 5 5
Einingafjöldi     57 40 23
Val

Nemendur velja áfanga í frjálsu vali úr áfangaframboði skólans til dæmis úr brautarkjarna bóknámsbrauta. Áfangar í frjálsu vali geta tilheyrt öðrum námsbrautum skólans s.s. listnámi, íþróttum, félagsvísindum og tungumálum.