Umhverfis- og loftslagsstefna ME

Umhverfisstefna Menntaskólans á Egilsstöðum

Við Menntaskólann á Egilsstöðum er lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsmanna, auka ábyrgðartilfinningu þeirra og meðvitund um sitt nánasta umhverfi sem og umhverfismál á heimsvísu. Í starfi skólans er markvisst stuðlað að sjálfbærni á sem flestum sviðum og leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skólastarfsins. Keppt er að því að umhverfi skólans, jafnt innandyra sem utan, sé snyrtilegt og heilnæmt. Leitast er við að hafa umhverfisstefnu skólans skýra og vel sýnilega nemendum, starfsmönnum og foreldrum.
Við skólann starfar umhverfisnefnd sem skipuð er nemendum og starfsmönnum. Skólameistari setur nefndinni erindisbréf.

Menntaskólinn á Egilsstöðum leggur áherslu á:

  • sjálfbæra þróun og verndun umhverfisins
  • að fylgjast með helstu rannsóknum og nýjungum í umhverfismálum og miðlun þeirra til starfsmanna og nemenda
  • að rekstur og starfsemi skólans hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið
  • að flokka úrgang eins vel og kostur er á
  • að velja vistvænar og lífrænt ræktaðar vörur umfram aðrar vörur
  • að auka fjarfundi og velja vistvænar samgöngur þar sem þeim verður við komið

Með þessu mun Menntaskólinn á Egilsstöðum draga skipulega úr kolefnisspori starfseminnar og kolefnisjafna það sem út af stendur frá og með áramótum 2021-22.

Kynnt fyrir starfsmönnum nóvember 2021

Kynnt skólanefnd haustið 2021

Græn skref

Menntaskólinn á Egilsstöðum er aðili að Grænum skrefum sem stjórnað er af Umhverfisstofnun. Græn skref eru verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja efla sitt umhverfisstarf. Ávinningur Grænu Skrefanna er minni umhverfisáhrif, minni rekstrarkostnaður og aukin vellíðan nemenda og starfsmanna.

Það sem skólinn hefur þegar gert er meðal annars að flokka úrgang, stuðla að vistvænum samgöngum og auka hlutfall af lífrænum og vistvænum vörum í innkaupum.

Til að aðstoða skólann við að ná markmiðum sínum í umhverfis og loftslagsmálum viljum við gjarnan fá ábendingar og tillögur frá sem flestum. Ef þú lumar á einhverju, endilega sendu línu á umhverfisnefnd skólans á netfangið bge@me.is

Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur klárað 5 græn skref, en 5. skrefinu var náð 30. desember 2021.

Grænfáninn

Menntaskólinn á Egilsstöðum er þátttakandi í verkefni Landverndar sem kennt er við Grænfánann. Í því felst að skólinn velur sér 1-2 þema hverju sinni, sem ætlað er að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks, að mennta til sjálfbærrar þróunar. Umhverfisnefnd skólans sem skipuð er starfsmönnum og nemendum sér um að framkvæma verkefnið. Fyrsta verkefnið sem varð fyrir valinu er "Neysla og hringrásarkerfið". Samkvæmt verkefninu fetar skólinn sig áfram í 7 skrefum að Grænfánanum þar sem meðal annars eru sett markmið, aðgerðaráætlun, námsefnisgerð, miðlum upplýsinga og fleira.

Markmið verkefnisins:

Menntaskólinn á Egilsstöðum menntar nemendur til sjálfbærni, sem er einn af grunnþáttum menntunar. Þetta er meðal annars gert í samstarfi við Grænfánaverkefni Landverndar. Markmiðið er að flétta námið ákveðnum þemum og stefna þannig að því að öðlast Grænfánann og viðhalda honum með áframhaldandi þátttöku. Hugmyndin er að menntun til sjálfbærni verði mest áberandi í kjarnafögum nemenda, einnig verður þessum áherslum haldið á lofti í þemavikum byggðum á gildum skólans og í öðrum þáttum skólastarfsins þar sem því verður viðkomið. Til þessa verður bæði nærumhverfið sem og allur heimurinn í stóru hlutverki sem efniviður fyrir nemendur til að ígrunda, meta og vinna áfram til upplýsingar og fræðslu út í samfélagið. Verkefnið stuðli að víðsýnum, sjálfsöruggum og lausnamiðuðum einstaklingum. Umhverfisnefnd heldur utan um og stjórnar verkefninu á lýðræðislegan hátt. 

Nánar um Grænfánaverkefnið á vefsíðu Landverndar 

Bætt við í febrúar 2024

Gátlisti umhverfismála

Við ætlum öll að hjálpast að við að gera ME að grænum og vænum vinnustaði, og minnka um leið þann kostnað við kolefnisjöfnun.

Hér eru nokkur heilræði og pælingar um hvernig við gerum hlutina eða gætum/ættum að gera.

Græn skref.

  • Allar ríkisstofnanir þurfa að klára 5 græn skref varðandi rekstur sinn og setja sér loftslagsstefnu ásamt aðgerðaráætlun fyirr áramót 2021-22
  • Kynning á grænum skrefum

Flokkun - munum að flokka alltaf, allstaðar

  • Flokkunarstöðvar - eru í andyri í báðum byggingum og fyrir framan mötuneyti.
  • Rafhlöður - ljósritun
  • Tússpennar - ljósritun ( ath hvort þú getur hætt að nota þá þvi þeir eru ekki vænir fyrir umhverfið)
  • Lífræn úrgangur - á kaffistofu, mötuneyti og víðar
  • Málmar - kassi í ljósritun ef í smáum stíl, annars húsvörður
  • Spilliefni - húsvörður
  • flokkunarleiðbeiningar

Samgöngur -

  • Flugákvörðunartré - hefur þú séð það, smelltu á það!
  • Leigjum rafmangsbíl ef nauðsynlegt er að fara suður/norður á fundi eða námskeið og gistum á svansvottuðu hóteli
  • Beitum þrýstingi - Senda póst á þann sem heldur fundinn/námskeiðið og spyrja hve vegna ekki er boðið upp á fjarfund.
  • Hefur þú gert samgöngusamning, þeir eru í boði í ME? (starfsmenn)
  • Ert þú í samgöngupotti? ( nemendur)
  • Er rútufyrirtækið vistvænt ? Sakar ekki að spyrja = þrýstingur

Rafmagn.

  • Muna að slökkva ljós og loka gluggum í lok dags.
  • Muna að slökkva á skjá og tölvum áður en vinnustaður er yfirgefinn.
  • Gott að taka tölvu og hleðslutæki úr sambandi
  • Tölvupóstur - segja upp fjölpósti og henda gömlum pósti
  • 20 tölvupóstar x 365 = 1000 km á fjölskyldubílnum !!!

Viðburðir - Búbót - kennarafélag - ME - Nemendaráð

Innkaup - kaupir þú inn fyrir ME?

  • Samkvæmt grænum skrefum leitum við alltaf að umhverfisvænasta kostinum, ekki þeim ódýrasta = stefna í ríkisrekstri. Leiðbeiningar
  • Þekkir þú merkingar á vistvænum og á hættulegum vörum
  • Sendum rafrænar jólakveðjur og heillaóskaskeyti

Umgengi

  • Notum inniskó fyrir umhverfið sparar gólfdúk og bón
  • Vöndum okkur við að flokka, náttúran á það skilið
  • Spörum fyrir umhverfið

Mötuneyti -

  • kaupir inn lífrænt ræktað, siðgæðisvottað, af svæðinu
  • vinnur stöðugt gegn matarsóun
  • og flokkar allt sem hægt er að flokka.

Grænn lífsstíll

Loftslagsstefna ME og áætlanir

Menntaskólinn á Egilsstöðum stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér.

Fram til 2030 mun Menntaskólinn á Egilsstöðum draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um samtals 61,41 % á stöðugildi miðað við árið 2019. Menntaskólinn á Egilsstöðum mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri en einnig kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2022.

Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum og yfirlýsingu forstöðumanna stofnana ráðuneytis um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysi.

Stefnan nær til samgangna, innkaupa, úrgangsmyndunar, rafmagnsnotkunar og umhverfisfræðslu. Stefnan nær til allrar starfsemi ME, fræðslu, reksturs og framkvæmda.

Loftslagsstefna ME er rýnd á hverju ári af stýrihóp umhverfismála og yfir markmið og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun GHL á milli ára. Stefnan er samþykkt af yfirstjórn og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu Menntaskólans á Egilsstöðum. 

Kynnt fyrir starfsmönnum nóvember 2021

Kynnt skólanefnd haustið 2021

 

Markmið og aðgerðaáætlun ME í loftslagsmálum 

Umverfisþáttur Áherslur Markmið Aðgerð Ábyrgð Upphafsdags. Lokadags Staða Áhrif á losun Athugasemdir 
Samgöngur Hjólreiðar að bæta aðgengi hjóreiðarfólks og hvort þörf sé fyrir fleiri hleðslustöðvar fyrir hjól og bíla  að fylgjst með aðgengi hjólreðafólks og senda stjórnednurm áskorun um úrbætur ef þurfa þykir  Umhverfisnefnd 1.9.2021 1.9.2030 Góð Ekki beinn hluti af losun stofnunar Ef hjólreiðafólki fjölgar mikið þyrfti að fjölga hjólreiðastöndum
Samgöngur Samgöngusamningur og samgöngupottur að minnka mengun vegna ferða starfsfólks og nemenda til og frá vinnu  Bjóða starfsmönnum upp á samgögnusamning og nemendum að skrá sig í samgöngupott (dregnir út vinningar reglulega)  Stjórnendur 22.9.2021 árlegt Samgöngusamningur tilbúinn. Samgöngupottur í smíðum Ekki beinn hluti af losun stofnunar  
Úrgangur Minnka óflokkaðan úrgang að auka flokkun úrgangs þannig að flokkaður úrangur verði meira en 80% af úrgangi  að huga betur að flokkun úrgangs og gerum tunnur fyrir óflokkaðan úrgang óaðgengilegri.  Umhverfisnefnd og skólameistari 1.9.2021 1.9.2025     þyrfti að koma rútínu, til dæmis með rafrænum bæklingi sem hægt væri að senda út og nota í krinfum og huga betur að endurnýtingu þegar farið er í framkvæmdir
Úrgangur Minnka óflokkaðan úrgang að auka flokkun úrgangs þannig að flokkaður úrangur verði meira en 80% af úrgangi  Fáum yfirlit frá gámaþjónustunni á 3 mánaðafresti svo hægt verði að bregðast fyrr við.  Umhverfisnefnd og skólameistari 1.9.2021 1.9.2025      
Úrgangur Minnka óflokkaðan úrgang að auka flokkun úrgangs þannig að flokkaður úrangur verði meira en 80% af úrgangi  Þá verði hugað enn betur að endurnýtingu búnaðar þegar keypt er eða skipt út húsgöngum eða búnaði.  Skólameistari 1.9.2021 1.9.2025      
Flugferðir Fækka flugferðum og auka fjarfundi Minnka losun vegna flugferða um 50%. 50% Af 280,67 CO₂ íg /stöðugildi = 140,335 CO₂ íg /stöðugildi. Þetta verður gert með því að kynna ákvörðunartré fyrir starfsfólki og nemendaráði og fjölgun fjarfunda.  Stjórnendur 1.9.2021 1.9.2027     Hér mætti e.t.v fjölga fjarfundum
Bílaleigubílar Fækka keyrðum km á bílaleigubílum sem nota jarðefna eldsneyti minnka losun vegna keyrslu bílaleigubíla um 50%. 50% af 44,04 CO₂ íg /stöðugildi = 22,04 CO₂ íg /stöðugildi. Þetta verður gert með því að kynna ákvörðunartré fyrir starfsfólki og nemendaráði og fjölgun fjarfunda.  Stjórnendur 1.9.2021 1.9.2027     Hér mætti e.t.v fjölga fjarfundum
Bílaleigubílar Nota vistvæna bílaleigu- og leigubíla minnka losun vegna keyrslu bílaleigubíla um 50%. 50% af 44,04 CO₂ íg /stöðugildi = 22,04 CO₂ íg /stöðugildi. nota vistvæna bílaleigubíla og leigubíla þar sem kostur er á því  Stjórnendur 1.9.2021 19.1.2027      
Innkaup Auka hlutfall umhverfisvænna ræstinga auka umhverfisvænn innkaup og þar af verði hlutfall vistvænna innkaupa vegna ræstinga 80% vinna með ræstingarflólki við að innleiða umhverfisvænar leiðir til ræstinga og gera reglulega innkaupa greiningu  Stjórnendur 1.9.2021 1.9.2023 Hér þarf að klára töluvert magn af vörum áður en þetta getur hafist   Tekur tíma því að ræstitæknar nota mjög lítið magn af þessum vörum
Innkaup Auka hlutfall vistvænna innkaupa auka hlutfall vistvænna innkaupa  gera innkaupagreiningu Stjórnendur 1.9.2021 3. hvert ár      
Rafmagnsnotkun Minnka rafmagnskostnað Minnka rafmagnskostnað um 10% =5,039 CO₂ íg /stöðugildi halda áfram að skipta út perum fyrir ledperur, athuga hvort hægt sé að setja víðar upp hreyfiskynjara fyrir ljós,  Stjórnendur, húsvörður og kerfisstjóri 1.9.2021 1.9.2025      
Rafmagnsnotkun Minnka rafmagnskostnað Minnka rafmagnskostnað um 10% =5,039 CO₂ íg /stöðugildi áminna starfsfólk og nemendur um að slökkva á tölvuskjám í lok dags og þegar farið er í frí Allir 1.9.2021 1.9.2025      
Allir flokkar Fræðsla að auka fræðslu til starfsmanna og nemenda .  kynning á loftslagsstefnu og aukin kosnaður skólans vegna losunar tíundaður á skjá í alrými kennsluhúss og á heimasíðu.  Umhverfisnefnd 1.9.2021 31.12.2030