Skólahjúkrunarfræðingur ME veitir ráðgjöf til nemenda og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál, t.d. varðandi:
- meiðsli og sjúkdóma
- áfengis- og vímuefnaneyslu
- kynheilbrigði
- tilfinningalega og geðræna erfiðleika
- verki eða vanlíðan
- mataræði og hreyfingu
- sjálfsmynd og líkamsímynd
Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu eftir því sem lög kveða á.

BJÖRG EYÞÓRSDÓTTIR
Skólahjúkrunarfræðingur (bjorg.eythorsdottir@hsa.is)
Viðvera í viðtalsherbergi í heimavistarhúsi (inn ganginn fram hjá bókasafninu, fyrsta hurð til hægri) á mánudögum frá kl. 13:00-15:00
BÓKA VIÐTAL