Framhaldsskólabraut 1

Meginmarkmið framhaldsskólabrautar er að bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem undirbýr nemendur fyrir frekara nám og störf.

Á brautinni eru nemendur aðstoðaðir við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi, auk þess að efla sjálfsmynd og sjálfsskilning. Nemendum eru kynntar mismunandi leiðir í menntakerfinu og þeir aðstoðaðir við að marka sér stefnu í námi og starfi.

Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum jafnt sem öðrum greinum auk þess sem þeir eru fræddir um vinnumarkaðinn. Námsbrautin er 90-120 einingar, með námslok á 1. hæfniþrepi.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemandi hafi lokið grunnskóla.

Kjarni
Námsgrein   Áfangi 1. þrep
Enska ENSK 1LS05 1OM05 10
Íslenska ÍSLE 1LL05 1LR05 10
Íþróttir ÍÞRÓ 1UÞ01  1SS01  1LH01  1SL01  1HR01  5
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1FN05  1ÁV05 1UM05 15
Stærðfræði STÆR 1GR05 1AD05 10
Einingafjöldi     50
Bundið val
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep
Danska DANS 1LM05  2MO05 5 5
Enska ENSK 1MR05 1TR05 / 1LM05* 2MO05 10 5
Félagsfræði FÉLA 1TT05 5 0
Félagsvísindi FÉLV 1ÞF05 5 0
Íslenska ÍSLE 1RM05 1KM051MB05*   2RR05 10 5
Íþróttafræði ÍÞRF 2ÞJ05 0 5
Íþróttagrein ÍÞRG 2OP01 0 1
Listir LSTR 1LS05 5 0
Matreiðsla MATR 1AM05 5 0
Málnotkun MÁLN 1GR05 5 0
Sálfræði SÁLF 1SD05 5 0
Sjónlistir SJÓN 1TE05 5 0
Smiðja SMIÐ 1MM05 5 0
Starfsnám STAR 1VI05 5 0
Stærðfræði STÆR 1BT052RF05 5 5
Tölvunotkun TÖLN 1GR05 5 0
Útivist ÚTIV 1HR01 1 0
Einingafjöldi     30-70 0-12
Val

Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám. Nemendur velja að lágmarki 40 einingar í bundnu vali. 

*Nemandi með C í grunnskólaeinkunn fer í 1LM í ensku, 1MB í íslensku, 1BT í stærðfræði.

Nánari upplýsingar um brautina eru á námskra.is