Áfangi | Námsgrein | Stutt lýsing | Undanfari |
---|---|---|---|
BÍLP1SB05 | Bílprófsundirbúningur | Áfangi á starfsbraut | |
Stutt lýsing:
Áfangi á starfsbraut
Í áfanganum er lögð áhersla á bóklegt ökunám, umferðamerki, götumerkingar, umferðarmenningu og hegðun í umferðinni. Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að aðstoða nemendur við að tileinka sér efnið. Auk verkefna á ekill.is verður farið yfir efni sem kennari aflar. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Notaðar verða æfingar til að festa umferðarmerkin í minni, horft á myndbönd úr umferðinni og annað sem gæti nýst nemendum. Gerðar verða upprifjunaræfingar úr hverjum kafla. Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar hafðir að leiðarljósi. Námið er undirbúningur fyrir bóklegan hluta ökunáms (Ö1) og er ætlað nemendum á starfsbraut. |
|||
BRID1BY05 | Bridds | Byrjunaráfangi í Bridds | |
Stutt lýsing:
Byrjunaráfangi í Bridds
Í þessum grunnáfanga í bridds er farið í alla helstu grunnþætti spilsins. Nemendur byrja á því að læra einfaldaða útgáfu sem nefnist míníbridds þar sem stigagjöf, spilamat, úrspilun og vörn eru í forgrunni. Í framhaldi af því er farið að spila hefbundið bridds með notkun sagnkerfis. Í þessum grunnáfanga læra nemendur Standard sagnkerfið í nokkuð einfaldri mynd. Nánar á namskra.is |
|||
DANS1LM05 | Danska | Lesskilningur og málfræði | Engar forkröfur |
Stutt lýsing:
Lesskilningur og málfræði
Undanfari:
Engar forkröfur
Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Nemendur vinna hlustunaræfingar í tengslum við lesna texta. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Auk þess er lögð mikil áhersla á að þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu og ritun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
DANS2MO05 | Danska | Málfræði og orðaforði | B, B+, A úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Málfræði og orðaforði
Undanfari:
B, B+, A úr grunnskóla
Nemendur lesa fjölbreytta texta um fréttatengd efni, danska menntakerfið og bókmenntatexta. Áhersla lögð á virkan og hagnýtan orðaforða. Farið verður í flóknari atriði málfræði og málnotkunar. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur leggi fram verkefnamöppur í lok áfangans. Nemendur þjálfast í samræðutækni og að tjá afstöðu sína og skoðanir. Nánari upplýsingar eru á namskra.is |
|||
DANS3MB05 | Danska | Menning og bókmenntir | DANSMO05 |
Stutt lýsing:
Menning og bókmenntir
Undanfari:
DANSMO05
Nemendur lesa fjölbreytta texta, bæði fréttatexta þar sem þeir kynnast Danmörku dagsins í dag en einnig fræðilega og bókmenntalega texta svo nemendur kynnist þeim arfi sem menning Dana hvílir á. Einnig er lögð áhersla á að kynna Danmörku í myndum og máli með dönskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og hlustun á fréttir og umræðuþætti í dönsku útvarpi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
EÐL2AV05 | Eðlisfræði | Afl- og varmafræði | STÆR3HV05 |
Stutt lýsing:
Afl- og varmafræði
Undanfari:
STÆR3HV05
Í þessum fyrsta áfanga í eðlisfræði vinna nemendur með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum afl- og varmafræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Einingakerfi og meðferð eininga í útreikningum, mæling lengdar, tíma og massa, lýsing hreyfingar eftir beinni línu, hreyfilögmál Newtons, núningskraftar, samband vinnu og mismunandi orkuforma, varðveislulögmál orku, skriðþungi og varðveisla hans í línulegum árekstrum, þrýstingur í vökvum og lofttegundum, hiti og hreyfing efniseinda, ástandsjafna lofttegunda, varmaorka og varmaleiðni, varmarýmd, eðlisvarmi og fasaskipti. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
EÐLI2RB05 | Eðlisfræði | Rafmagns- og bylgjufræði | EÐLI2AV05 |
Stutt lýsing:
Rafmagns- og bylgjufræði
Undanfari:
EÐLI2AV05
Í þessum byrjunaráfanga í eðlisfræði vinna nemendur með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum rafmagns- og bylgjufræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Rafhleðsla og straumur, rafsvið, orka, spenna, afl lögmál Ohms, viðnám (eðlisviðnám, hitaháð viðnám, samtenging viðnáma), íspenna, lögmál Kirchhoffs og jafnstraumsrásir, segulmagn og segulsvið. Bylgjur; útbreiðsla, samliðun, staðbylgjur og herma, endurvarp og brot, hljóð, samliðun í raufum, Dopplerhrif, ljósbrot, lögmál Snells, alspeglun, speglun ljóss og geislagangur í linsum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
EÐLI3NE05 | Eðlisfræði | Nútímaeðlisfræði, yfirlit | EÐLI2RB05, STÆR3DE05 |
Stutt lýsing:
Nútímaeðlisfræði, yfirlit
Undanfari:
EÐLI2RB05, STÆR3DE05
Í áfanganum er gerð grein fyrir helstu atriðum í eðlisfræði 20. aldar með áherslu á takmörkuðu afstæðiskenninguna, frumatriði skammtafræði, atóm og kjarneðlisfræði auk öreindafræði. Efnisatriði: Viðmiðunarkerfi, afstæð mæling tíma, lengdar og massa. Svarthlutargeislun, ljóseind og ljósröfun. Atómlíkön Rutherfords og Bohrs. Orkuskömmtun og línulitróf. Skammtatölur og einsetulögmál Paulis. Röntgengeislun, Comptonhrif og leysir. Bindiorka kjarna. Geislavirkni og helmingunartími. Kjarnaklofnun og kjarnasamruni. Öreindir og grunnkraftarnir fjórir. |
|||
EÐLI3VA05 | Eðlisfræði | Yfirlitsáfangi í eðlisfræði | EÐLI2RB05, STÆR3HD05 |
Stutt lýsing:
Yfirlitsáfangi í eðlisfræði
Undanfari:
EÐLI2RB05, STÆR3HD05
Í áfanganum eru í upphafi rifjuð upp helstu grunnatriði afl- og rafmagnsfræði en síðan eru valin nokkur viðfangsefni til dýpkunar í aflfræði, rafsegulfræði, varmafræði og bylgjufræði. Efnisatriði: Lögmál Newtons. Varðveislulögmál orku, skriðþunga og hverfiþunga. Hverfitregða og jafnvægi. Riðstraumur og sveiflurásir. Hálfleiðarar. Sveifluhreyfing. Vökvaaflfræði. Lögmál varmafræðinnar og varmavélar. |
|||
EFNA2GE05 | Efnafræði | Gaslögmálið og efnahvörf | EFNA2LM05 |
Stutt lýsing:
Gaslögmálið og efnahvörf
Undanfari:
EFNA2LM05
Í áfanganum er áfram unnið með undirstöðuþætti efnafræðinnar. Til viðbótar er fjallað um gaslögmálið og tengingu þess við mól- og massaútreikninga í efnahvörfum auk þess sem farið verður í orkubreytingar við efnahvörf, hraða efnahvarfa og jafnvægishugtakið kynnt. Áhersla er lögð á aukið sjálfstæði í verklegum æfingum og vinnubrögðum almennt. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
EFNA2LM05 | Efnafræði | Lotukerfið og mólhugtakið | |
Stutt lýsing:
Lotukerfið og mólhugtakið
Í áfanganum er farið í undirstöðuatriði efnafræðinnar og nemendur látnir vinna með grunnhugtök greinarinnar. Þeir þjálfast í meðferð hjálpargagna, s.s. lotukerfis, jónatöflu, töflu yfir auðleyst og torleyst sölt, rafdrægnigildi frumefna o.þ.h. Nemendur kynnast verklegum æfingum í efnafræði og þjálfast í þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð. Nánari upplýsingar á námskrá.is |
|||
EFNA3JA05 | Efnafræði | Jafnvægi | EFNA2GE05 |
Stutt lýsing:
Jafnvægi
Undanfari:
EFNA2GE05
Viðfangsefni áfangans er jafnvægishugtakið. Jafnvægi í efnahvörfum er skoðað frá ýmsum hliðum en áhersla lögð á jafnvægi í þremur megingerðum efnahvarfa: sýru-basa hvörfum, oxunar-afoxunarhvörfum og fellingarhvörfum. Nemendur vinna sjálfstætt að framkvæmd og úrvinnslu verklegra æfinga er tengjast viðfangsefnum áfangans. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
EFNA3LR05 | Efnafræði | Lífræn efnafræði | EFNA2LM05 |
Stutt lýsing:
Lífræn efnafræði
Undanfari:
EFNA2LM05
Í áfanganum er farið í grunnatriði lífrænnar efnafræði. Eiginleikar, bygging og flokkun lífrænna efna eru skoðaðir sem og IUPAC-nafngiftakerfið. Einnig er farið yfir tengi lífrænna sameinda, hendni þeirra og helstu efnahvörf lífrænna efna. Þrír meginflokkar lífefna eru skoðaðir sérstaklega; sykrur, fituefni og prótein. Áhersla er lögð á notagildi fræðanna, tengingu þeirra við daglegt umhverfi nemenda og undirbúning þeirra undir frekara nám. Einnig er æskilegt að hafa lokið undanfara EFNA2GE05. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK1DO05 | Enska | Enska með áherslu á einfaldan orðaforða í daglegu lífi | |
Stutt lýsing:
Enska með áherslu á einfaldan orðaforða í daglegu lífi
Markmiði er að auka sjálfstraust nemenda í tungumálinu og viðfangsefnið hverju sinni nálgast með kennsluaðferðum og hjálpargögnum sem henta hverjum og einum. Áhersla er lögð á orðaforða sem tengist daglegu lífi. Áfanginn er á 1. hæfniþrepi og engar forkröfur gerðar um lágmarkseinkunnir úr grunnskóla. |
|||
ENSK1GF05 | Enska | Áhersla á netnotkun, samfélagsmiðla og óformlegt mál | |
Stutt lýsing:
Áhersla á netnotkun, samfélagsmiðla og óformlegt mál
Meginmarkmið áfangans er að auka grundvallarfærni nemenda í tungumálinu; lestur, hlustun, tjáningu og skilning. Áhersla er lögð á orðaforða sem tengist daglegu lífi og viðfangsefnið nálgast með efni af netinu og samfélagsmiðlum. Markmiðið er að auka sjálfstraust nemenda í tungumálinu og viðfangsefnið hverju sinni er nálgast með kennsluaðferðum og hjálpargögnum sem henta hverjum og einum. Námið er á 1. hæfniþrepi, engar forkröfur gerðar. Námið er sniðið að þörfum nemenda á starfsbraut og framhaldsskólabraut. Nánar á namskra.is |
|||
ENSK1LM05 | Enska | Lestur og málfræði | C+ úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Lestur og málfræði
Undanfari:
C+ úr grunnskóla
Málfræði: Nemendur halda áfram að bæta við þekkingu sína á helstu málfræðiatriðum í ensku. Æft er að bæta málfræðireglur með ritun og notkun flóknari setningafræði. ENSK1LM05 samsvarar hæfnisþrepi A2 í evrópska tungumálarammanum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK1LS05 | Enska | 1. fornámsáfangi | D, engar forkröfur |
Stutt lýsing:
1. fornámsáfangi
Undanfari:
D, engar forkröfur
Lestur, málfræði, orðaforði og skilningur. Nemendur vinna einföld, stutt verkefni sem þeir skila af sér ýmist munnlega eða skriflega. Farið yfir grunnatriði í málfræði. Þjálfun í ritun, hlustun og tjáningu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK1MR05 | Enska | Lestur og málfræði 1 | C eða ENSK1OM05 |
Stutt lýsing:
Lestur og málfræði 1
Undanfari:
C eða ENSK1OM05
Málfræði og ritun, fyrri hluti. Nemendur bæta við þekkingu sína á helstu málfræðiatriðum og beita málfræðireglum við ritun. Nemendur bæta orðaforða og þjálfast í að tjá sig á talaðri ensku á einfaldan máta. Nemandinn kynnist menningu enskumælandi þjóða. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK1OM05 | Enska | 2. fornámsáfangi | ENSK1LS05 |
Stutt lýsing:
2. fornámsáfangi
Undanfari:
ENSK1LS05
Orðaforði, málfræði, málnotkun. Nemendur vinna einföld, stutt verkefni sem þeir skila af sér ýmist munnlega eða skriflega. Farið yfir grunnatriði í málfræði. Þjálfun í ritun, hlustun og tjáningu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK1TR05 | Enska | Lestur og málfræði 2 | ENSK1MR05 |
Stutt lýsing:
Lestur og málfræði 2
Undanfari:
ENSK1MR05
Tjáning, orðaforði og ritun, seinni hluti. Nemendur bæta við þekkingu sína á helstu málfræðiatriðum og beita málfræðireglum við ritun. Nemendur bæta orðaforða og þjálfast í að tjá sig á talaðri ensku á einfaldan máta. Nemandinn kynnist menningu enskumælandi þjóða. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK2MO05 | Enska | Málfræði og orðaforði | B, B+, A úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Málfræði og orðaforði
Undanfari:
B, B+, A úr grunnskóla
Markmið áfangans er að nemendur æfi frekar þá málfræðiþekkingu sem þeir öðluðust í grunnskóla ásamt með ríkri áherslu á orðaforða. Nemendur munu kynnast menningu og málfari mismunandi enskumælandi landa. Margvíslegar greinar og bókmenntir tengdar þessum menningarsvæðum verða til lestrar og umræðu. Áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubröð nemenda. Þá verða þeir einnig þjálfaðir í hópvinnu. Samskiptahæfni verður þjálfuð með því að nemendur þurfa að rökstyðja skoðun sína bæði í ræðu og riti. Nemendur þjálfast í að skrifa margbreytilega texta. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK2OB05 | Enska | Orðaforði og bókmenntir | ENSK2MO05 |
Stutt lýsing:
Orðaforði og bókmenntir
Undanfari:
ENSK2MO05
Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Einnig verður skoðað hvað enskumælandi þjóðir eiga sameiginlegt og það borið saman við Ísland. Jafnframt er skoðað hvað er ólíkt með þessum þjóðum. Einnig er það markmið áfangans að nemendur öðlist dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Þetta er jafnframt síðasti áfanginn þar sem markvisst er farið yfir málfræði. Farið verður yfir grundvallaratriði í skrifum texta af ýmsum toga og munu nemendur æfa sig í nýtingu þeirra. Nemendum verður gerð grein fyrir eigin raun-orðaforða í ensku og vinna þeir markvisst í að auka hann. Lesin eru einnig ýmis bókmenntaverk. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK3FH05 | Enska | Fagenska og hugtök | ENSK2OB05 |
Stutt lýsing:
Fagenska og hugtök
Undanfari:
ENSK2OB05
Nemendur þjálfa fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni tengd fagi á námsbraut þeirra t.d. félagsfræði, náttúrufræði, sálfræði, listum og menningu, íþróttafræði o.s.f. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Ritgerð er unnin sem ferilsritun. Nemendur beita sjálfstæðum vinnubrögðum og skila einstaklingsverkefni sem er kynnt fyrir samnemendum í lok áfangans. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK3RB05 | Enska | Ritun og bókmenntir | ENSK2OB05 |
Stutt lýsing:
Ritun og bókmenntir
Undanfari:
ENSK2OB05
ENSK3RB5 samsvarar hæfnisþrepi C1 í evrópska tungumálarammanum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ENSK4UH05 | Enska | Undirbún. fyrir háskólanám | 10 e. á 3. þrepi |
Stutt lýsing:
Undirbún. fyrir háskólanám
Undanfari:
10 e. á 3. þrepi
Megin áhersla er lögð á það að vinna áfram með lestur mismunandi texta, þjálfa ritun og vinna að rannsóknum auk þess að lesa fræðirit á akademískum grunni. Nemendur læra að tjá sig með fjölbreyttari hætti um skoðanir sínar til undirbúnings háskólanáms. Í áfanganum er byggt ofan á þann grunn sem lagður var á þriðja þrepi. Lögð er áhersla á að nemendur ráði við flóknari og fjölbreyttari texta og að þeir auki við orðaforða sinn. Nemendur eru þjálfaðir í málfræðiatriðum sem auka hæfni til að tjá sig í ræðu og riti um líðandi stund og liðna tíð. Þeir læra að tjá skoðanir sínar á markvissari hátt og nota til þess rökstuðning og fræðilegar áherslur. Þannig eykst innsýn í málnotkun í fræðitextum og bókmenntum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ERLE2ER05 | Erlend samskipti | Erlend samskipti | |
Stutt lýsing:
Erlend samskipti
Áfanginn er hannaður til að ýta undir og efla alþjóðasamskipti nemenda sem eru að læra erlend tungumál. Námið í þessum áfanga eykur menningarlæsi og fjölmenningarmeðvitund nemenda auk meðvitundar þeirra um eigin menningu. Ennfremur efla nemendur félags- og borgaravitund sína, auk þess sem þeir þjálfast í samskiptatækni. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FÉLA1SE05 | Félagsfræði | Samspil einstaklings og samfélags | |
Stutt lýsing:
Samspil einstaklings og samfélags
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist grunneiningum samfélagsins þar sem fjallað er um samspil einstaklings og samfélags. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og geti tekið þátt í umræðum um málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. Sérstök áhersla verður á félagsmótun einstaklingsins almennt, málefni fjölskyldunnar, kynhlutverk og stjórnmál. Einnig verður fjallað um félagsfræðina sem fræðigrein og helstu frumkvöðlar hennar kynntir. Nánar í námskra.is |
|||
FÉLA1TT05 | Félagsfræði | Tónlist og tískustraumar | |
Stutt lýsing:
Tónlist og tískustraumar
Áfangi á framhaldsskólabraut. Áfanginn samanstendur af efni úr félagsfræði og sögu (valið af kennara). Í áfanganum eru rakin valin efni úr sögu Íslands og Evrópu s.l. 40 ár. Hún er rakin í tengslum við þróun alþýðutónlistar og tískustrauma á tímabilinu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FÉLA2HE05 | Félagsfræði | Heilsufélagsfræði | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Heilsufélagsfræði
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Viðfangsefni þessa áfanga er vaxandi og öflugt sérsvið félagsfræðinnar sem beinir sjónum sínum að heilsu, veikindum og skipulagi heilbrigðismála í félagsfræðilegu samhengi. Bæði er fjallað um almenna heilsufélagsfræði sem og geðheilsufélagsfræði. Farið er í helstu kenningar sem tilheyra þessum sviðum, sögu og þróun þessara rannsóknasviða og hagnýtingu þeirra. Fjallað er m.a. um sjúkdómsvæðingu og kenningar um sjúklingshlutverkið, frávik, félagslega dreifingu sjúkdóma, heilbrigðisþjónustu. Einnig er fjallað um samskipti sjúklinga og fagaðila, geðræn og langvinn veikindi, öldrun, dauðann og skoðuð áhrif kyns, aldurs og stéttar auk áhrifa lífsstíls. Auk félagsvísinda er gott að hafa lokið einhverjum af eftirtöldum áföngum FÉLA2SS05, SÁLF2SS05, UPPE2SS05. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FÉLA2SA05 | Félagsfræði | Samfélags- og nýmiðlar | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Samfélags- og nýmiðlar
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Skoðaðir eru samfélagsmiðlar (Facebook, Twitter, Snapchat, tik tok o.s.frv) sem á síðustu áum hafa markað djúp spor í líf og hegðun einstaklinga auk þess að hafa breytt eðli fjölmiðlunar. Skoðuð verða hvaða áhrif á samfélagsmiðlar hafa á makró og míkró stigi. Að auki verður farið yfir áhrif þessara miðla á daglegt líf; samskipti, menningarneyslu, pólitík, geðheilsu og fleira. Um er að ræða nýjan áfanga á vorönn 2020, æskilegt er að nemendur hafi lokið FÉLA2SS05 auk undanfarans FÉLV1ÞF05 Námsmat er leiðsagnarmat sem byggir á verkefnavinnu og virkni í námi.
|
|||
FÉLA2SS05 | Félagsfræði | Sjónarmið og saga | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Sjónarmið og saga
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein. Fjallað um hugmyndir frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu kenningar kynntar. Þróun félagsfræðinnar frá hugmyndum frumkvöðla til samtímans er skoðuð. Tengsl einstaklings og samfélags eru tekin fyrir og greind í ljósi ólíkra kenninga. Viðfangsefni líkt og frávik, afbrot, lagskipting og félagsleg mismunun og misrétti eru tekin til umfjöllunar út frá mismunandi sjónarhóli kenninga. Í áfanganum er jafnrétti kynja, kynhlutverk og fjölmiðlun einnig meðal efnisþátta. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FÉLA3ÓM05 | Félagsfræði | Ólíkir menningarheimar | FÉLA2SS05 |
Stutt lýsing:
Ólíkir menningarheimar
Undanfari:
FÉLA2SS05
Fjallað er um mismunandi hugmyndir um margbreytileika heimsins og mismunandi hugmyndir á milli menningarsvæða. Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir efnahagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum einkennum ólíkra menningarheima. Þeir kynnast mismunandi kenningum, gildum og viðmiðum um auk þróunarmöguleika samfélaga á ólíkum svæðum. Jafnframt verður farið yfir spennu, átök, samskipti og aðkomu Íslands á heimsvísu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FÉLA3ST05 | Félagsfræði | Stjórnmálafræði | FÉLA2SS05 |
Stutt lýsing:
Stjórnmálafræði
Undanfari:
FÉLA2SS05
Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur er kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Kynnt eru helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal, hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt eru helstu pólitísk alþjóðasamtök. Fjallað er um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat. Loks er fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FÉLV1ÞF05 | Félagsvísindi | Þróun félagsvísinda | |
Stutt lýsing:
Þróun félagsvísinda
Í þessum byrjunaráfanga fá nemendur innsýn í mismunandi greinar félagsvísindanna með sérstaka áherslu á félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Farið er í upphaf og sögu félagsvísinda, mismunandi stefnur og sjónarmið og nokkra helstu frumkvöðla innan félagsvísindanna. Fjallað er um grunneiningar samfélagsins og áhrif þess á einstaklinginn og líf hans. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og geti myndað sér skoðanir á málefnum sem efst á baugi eru hverju sinni. Nemendur fræðast um þá þætti sem hafa áhrif á líf barna og fullorðinna í nútímaþjóðfélagi. Einnig er þeim gefin innsýn í þá hugmyndafræði sem nútímafélagsvísindi byggja á, mismunandi viðfangsefni þeirra og mikilvægi í daglegu lífi. Sem dæmi um einstaka efnisþætti má nefna: Félagskerfið, hagkerfið og stjórnkerfið, erfðir og umhverfi, frjáls vilji löghyggja, félagsmótun, þróun menntunar, kynhlutverk og jafnfrétti, menning og trúarbrögð, fjölskyldan, vinna og atvinnulíf. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FIML1AÞ03 | Fimleikar | Afreksþjálfun í fimleikum | |
Stutt lýsing:
Afreksþjálfun í fimleikum
Um afreksíþróttaáfanga er að ræða, þar sem nemandinn æfir sína íþrótt 6 – 8x í viku með fullu skólanámi. Nemendur geta tekið hann sem stigvaxandi afreksþjálfun í alls 8 skólaannir jafnhliða æfingum með sínu félagsliði, eða sem einstakan áfanga inn í óbundið val. Lögð er áhersla á að vinna með einstaklinginn með það markmið að efla tæknilega getu hans í fimleikum. Sett eru skýr einstaklingsmarkmið í upphafi áfangans, byggð á mælingum og mati kennara. Að þeim er síðan unnið með skipulegum hætti út önnina. Árangur nemandans er síðan metinn á grundvelli þeirra mælitækja sem notuð eru. Nemendur áfangans gangast undir mikið æfingaálag. Strangar mætinga- og agareglur gilda jafnframt í áfanganum, með það að markmiði að nemandinn finni það skýrt hvað þurfi til þess að verða afreksíþróttamaður í fremstu röð. Nemendur skrifa undir samning um bann á notkun hvers kyns vímuefna. Brot á þeim samningi veldur brottvísun úr áfanganum, að undangenginni aðvörun og tilraunum til úrbóta. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FJÖL2FS05 | Fjölmiðlafræði | Fjölmiðlar, samfélag, blaðamennska | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Fjölmiðlar, samfélag, blaðamennska
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Meginviðfangsefni áfangans eru áhrif fjölmiðla á einstaklinginn og það hvernig samfélagið mótar fjölmiðlana. Einnig er fjallað um helstu kenningar fjölmiðlafræðinnar, starfsaðferðir fjölmiðlafólks og sögu fjölmiðla. Þá æfast nemendur í gerð efnis fyrir fjölmiðla. Námsmat: Einstaklingsverkefni, samvinnuverkefni, umræður og virkni í tímum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FORR1GR05 | Forritun | Grunnur - forritun 1 | |
Stutt lýsing:
Grunnur - forritun 1
Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Námið stuðlar að færni þátttakenda í undirstöðuatriðum forritunar s.s. skilyrðissetningum, slaufum, aðferðum og strengjavinnslu. Lögð er áhersla á að þátttakendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemendur temja sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FORR2MY05 | Forritun | Myndrænt notendaviðmót - 2 | FORR1GR05 |
Stutt lýsing:
Myndrænt notendaviðmót - 2
Undanfari:
FORR1GR05
Farið er í undirstöðuatriði forritunar með myndrænum notendaskilum. Nemendur fá að kynnast mismunandi aðferðum við myndræna framsetningu á forritum. Haldið verður áfram að kenna grunnatriði forritunar, s.s. strengjavinnslu, slaufur, skilyrðissetningar og skráarvinnslu. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna og búa til skjámyndir og forrita virkni þeirra. Kennd eru öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu og hönnun tölvuforrita. Námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám í forritun. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FORR3MY05 | Forritun | Myndrænt notendaviðmót - 3 | FORR2MY05 |
Stutt lýsing:
Myndrænt notendaviðmót - 3
Undanfari:
FORR2MY05
Farið er nánar í hönnun og smíði forrita með myndrænum notendaskilum. Haldið er áfram að vinna með strengi, slaufur, fylki, lista og skráarvinnslu. Farið er í hlutbundna forritun. Nemendur fá kynningu á myndrænni framsetningu sem hægt er að nýta til tölvuleikjagerðar. Lögð er mikil áhersla á að nemendur verði sjálfstæðir í vinnubrögðum og að þeir læri að afla sér þekkingar af netinu. Nemendur velja sér sjálfir áhugasvið og afla sér þekkingar innan þess áhugasviðs til þess að geta hannað og búið til flóknari forrit. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
FRVV1FB05 | Framkvæmdir og vinnuvernd | Grunnáfangi fyrir verknám | |
Stutt lýsing:
Grunnáfangi fyrir verknám
Í áfanganum er fjallað um bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á verkferli og öryggismál. Í áfanganum er lögð áhersla á að heimsækja vinnustaði og kynna sér margar verknámsgreinar. Nemendur læra um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er rétt líkamsbeiting, notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna, umgengni við rafmagn og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Að lokum er gerð grein fyrir námsleiðum í bygginga- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi og öðru verknámi út frá áhugasviði nemenda. Nánari upplýsingar á námskrá.is |
|||
GRTE1FA05 | Grunnteikning | Grunnteikning | |
Stutt lýsing:
Grunnteikning
áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestri teikninga og fái grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og þrívíðra rissteikninga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
HEIM2SI05 | Heimspeki | Siðfræði | LÍFS1BS05, FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Siðfræði
Undanfari:
LÍFS1BS05, FÉLV1ÞF05
Í áfanganum er viðfangsefnið siðfræði sem er sjálfstæð undirgrein heimspeki. Áfanginn er kynning á siðfræði sem er bæði afstæð og fræðileg umræða um siðferðileg málefni. Farið verður í siðfræðikenningar, hagnýti þeirra við lausn siðaklemma og hvernig haga beri rökræðu og framsetningu afstöðu. Í áfanganum verður farið yfir eftirfarandi viðfangsefni: Siðferðilega rökræðu; hvað í henni felst, tilgang hennar og hvaðan hún sprettur. Menningarlega afstæðishyggju; ólíkar siðareglur sem gilda í ólíkum menningarsamfélögum. Nytjastefnu; að velja þá breytni sem leiðir til bestu heildarafleiðingarinnar fyrir alla sem málið snertir. Rökræðuna um nytjastefnu; krafan um réttlæti, réttindi og vísan í fortíðarástæður. Immanúel Kant og skilyrðislausa skylduboðið. Thomas Hobbes og samfélagssáttmálann. Dygðasiðfræði. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
HUGM2HS05 | Hugmyndaauðgi | Sköpunarkraftur | LSTR1LS05 |
Stutt lýsing:
Sköpunarkraftur
Undanfari:
LSTR1LS05
Í áfanganum er unnið með að virkja sköpunarkraft og hugmyndaauðgi nemenda. Nemendur kynnast aðferðum og tileinka sér hefðbundnar/ persónulegar vinnuaðferðir við úrvinnslu hugmynda. Nemendur safna hugmyndum í leiðabók/ skissubók og vinna með sambandið á milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar. Unnið er markvisst með form, áferð, mynstur, litanotkun, hugmyndavinnu í tölvu og afrakstrinum safnað í hugmyndabanka/bók. Á þessari vinnu byggist áframhaldandi verkefnavinna í áfanganum s.s. textílhönnun, vöruhönnun og skúlptúr. Sérstök áhersla er lögð á þemavinnu/hópvinnu sem tengist uppsetningu á sýningu innan eða utan skóla. Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og að nemendur læri að taka gagnrýni, meta eigin verk og annarra á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Nemendur fara í vettvangsferðir og á fyrirlestra í tengslum við námið. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
HÖNN3IN05 | Hönnun | Innanhússhönnun | MARG2SM05 |
Stutt lýsing:
Innanhússhönnun
Undanfari:
MARG2SM05
Í áfanganum eru kynntir helstu straumar og stefnur í innanhús arkitektúr. Nemendur kynnast grunnþáttum í aðferðum við að skipuleggja og hanna rými. Nemendur búa til skissumódel af mismunandi rýmum úr mismunandi efnivið og kynnt verða forrit sem notuð eru í áframhaldandi hönnun á rými og lögð áhersla á að nemendur nái tökum á að nýta sér þau. Fjallað er um hin ólíku stílbrygði í innanhúshönnun, lýsingu, liti, verð og gæði hráefna. Nemendur rannsaka mismunandi form, liti, samsetningar, efnivið og hvernig lýsing getur haft áhrif á innra rýmið, ásamt því að teikna upp rými á blað og í tölvu. Áfanginn er byggður upp á stóru verkefni sem fjallar um að hanna rými, sem skiptist niður í minni verkefni. Áfanginn skiptist í nokkrar lotur og í hverri lotu er lögð áhersla á ákveðið viðfangefni og verkefni unnið sem leiðir nemendur áfram í hönnun á lokaútkomunni. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
HÖNN3VÖ05 | Hönnun | Vöruhönnun | MARG2SM05 |
Stutt lýsing:
Vöruhönnun
Undanfari:
MARG2SM05
Í áfanganum verður farið í að skoða hugtakið hönnun í víðum skilning þar sem áherslan verður á vöruhönnun. Farið verður yfir hönnunarsöguna frá árinu 1851 til dagsins í dag og hvaða tilgangi vöruhönnun þjónar í nútíma samfélagi. Áfanginn er að mestu leiti verklegur, nemendur þurfa að halda úti skissubók fyrir öll verkefnin og er hluti áfangans því kennsla í að kortleggja hugmyndir, rannsaka og færa inn í skissubók. Kennari aðstoðar við útfærslu á hugmyndum, ljósmyndum og teikningum. Nemendur fá einnig að kynnast áhöldum tæknismiðjunnar í gegnum verkefni sem verða framkvæmd í tölvustýrðum jaðartækjum. Í lokin verður unnið að lokaverkefni þar sem nemendur hanna eigin vöru/hlut og búa til frumgerð (e. prototype). Ætlast er til að nemendur séu á þessu stigi tilbúnir til að móta sín verkefni sjálfir en fái leiðbeiningar kennara varðandi tæknileg atriði eftir þörfum til að ná fram þeirri tilfinningu eða sýn sem þeir leita eftir. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN1GR05 | Íslenska sem annað mál | Grunnur tungumálsins - fornám | Engar forkröfur |
Stutt lýsing:
Grunnur tungumálsins - fornám
Undanfari:
Engar forkröfur
Áfanginn er ætlaður nemendum með íslensku sem annað tungumál sem hafa engan grunn í íslensku máli. Undirbúningsáfangi þar sem farið er yfir íslenska stafrófið, ritun og einföld íslensk orð. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN1LM05 | Íslenska sem annað mál | Lestur og málnotkun - 3. áfangi | ÍSAN1MT05 |
Stutt lýsing:
Lestur og málnotkun - 3. áfangi
Undanfari:
ÍSAN1MT05
Lögð er áhersla á orðaforða tengdan líðan, tilfinningum í daglegu lífi, félagslífi, samskiptum og fl. Málfræði og orðaforði kenndur samhliða. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, samræðum, hlustun og ritun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN1MT05 | Íslenska sem annað mál | Málnotkun, tjáning, orðaforði - 2. áfangi | ÍSAN1OM05 |
Stutt lýsing:
Málnotkun, tjáning, orðaforði - 2. áfangi
Undanfari:
ÍSAN1OM05
Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku og lítillar kunnáttu krafist. Lögð er áhersla á daglegt umhverfi, árstíðir, áhugamál, tilfinningar, atvinnu og starfsheiti. Málfræði og orðaforði kenndur samhliða. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, samræðum, hlustun og ritun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN1OM05 | Íslenska sem annað mál | Orðaforði og málnotkun - 1. áfangi | Engar forkröfur eða ÍSAN1GR05 |
Stutt lýsing:
Orðaforði og málnotkun - 1. áfangi
Undanfari:
Engar forkröfur eða ÍSAN1GR05
Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku og lítillar kunnáttu krafist. Lögð er áhersla á daglegt umhverfi, kurteisisvenjur, hefðir og matarvenjur. Málfræði og orðaforði kenndur samhliða. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, samræðum, hlustun og ritun. |
|||
ÍSAN2LM05 | Íslenska sem annað mál | Lestur og málnotkun - 4. áfangi | ÍSAN1LM05 |
Stutt lýsing:
Lestur og málnotkun - 4. áfangi
Undanfari:
ÍSAN1LM05
Lögð er áhersla á orðaforða tengdan jafnrétti, samskiptum, persónuleika, félagslífi, fréttum og fleira. Málfræði og orðaforði kenndur samhliða. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, samræðum, hlustun og ritun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN2MB05 | Íslenska sem annað mál | Menning og bókmenntir - 6. áfangi | ÍSAN2LM05 eða ÍSAN2MO05 |
Stutt lýsing:
Menning og bókmenntir - 6. áfangi
Undanfari:
ÍSAN2LM05 eða ÍSAN2MO05
Lögð er megin áhersla á að efla orðaforða daglegs lífs. Nemendur lesa skáldsögu og vinna heimildaritgerð. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN2MO05 | Íslenska sem annað mál | Málfræði og orðaforði - 5. áfangi | ÍSAN2LM05 |
Stutt lýsing:
Málfræði og orðaforði - 5. áfangi
Undanfari:
ÍSAN2LM05
Markmið áfangans er að þeir þjálfist í að lesa smásögur og vinna verkefni úr þeim, bæði í rituðu og töluðu máli. Auk þess verður unnið á fjölbreyttan hátt með orðaforða úr smásögunum. Málfræði verður fléttuð inn í kennslu og verkefni hverrar smásögu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN3BÓ05 | Íslenska sem annað mál | Fornbókmenntir á einföldu máli | ÍSAN2MB05 og 5 e. á 2. þrepi |
Stutt lýsing:
Fornbókmenntir á einföldu máli
Undanfari:
ÍSAN2MB05 og 5 e. á 2. þrepi
Markmið áfangans er að nemendur kynnist íslenskum fornbókmenntum og lesi einfaldari útgáfur þeirra ásamt því að vinna verkefni úr þeim, bæði í rituðu og töluðu máli. Kennsluefni: Snorra-Edda, einfaldari útgáfa; Óðinn og bræður hans Laxdæla eða Njála, barnabækur. Lesefni frá kennara, verkefni, ítarefni og glósur. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSAN3NB05 | Íslenska sem annað mál | Nútímabókmenntir | ÍSAN2MB05 og 5 e. á 2. þrepi |
Stutt lýsing:
Nútímabókmenntir
Undanfari:
ÍSAN2MB05 og 5 e. á 2. þrepi
Áfanginn er fyrir fólk sem vill læra íslensku sem annað tungumál. Lesnar verða samtímabókmenntir. Kennsluefni: Skáldsaga skrifuð á 21. öld valin í samráði við kennara Smásögur skrifaðar á 21. öld Stafsetning og málfræði Lesefni frá kennara, verkefni, ítarefni og glósur. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE1GO05 | Íslenska | Áhersla á goðafræði | |
Stutt lýsing:
Áhersla á goðafræði
Í áfanganum er unnið með með alla þætti íslenskunnar; tjáningu, læsi, hlustun og ritun. Fjallað verður um norræna goðafræði, helstu æsi og heim goðanna. Unnið verður að því að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða á forsendum hvers og eins. Engar forkröfur, áfanginn er ætaður nemendum á starfsbraut og framhaldsskólabraut. Einstaklingsmiðað námsmat. |
|||
ÍSLE1KM05 | Íslenska | Málfræði og bókmenntahugtök | ÍSLE1RM05 |
Stutt lýsing:
Málfræði og bókmenntahugtök
Undanfari:
ÍSLE1RM05
Málfræði og bókmenntahugtök - seinni hluti. Nemendur auka lesskilning sinn og æfast í að beita grunnhugtökum í bókmenntafræði. Nemendur kynnast bragfræði og stílbrögðum í ljóðum. Nemendur þjálfist í stafsetningu. Nemendur kynnast samræðutækni og þjálfast í að tjá skoðun sína. Nemendur þjálfast í grundvallarvinnubrögðum ritunar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE1KS05 | Íslenska | Kvikmyndir og sjónvarpsefni | |
Stutt lýsing:
Kvikmyndir og sjónvarpsefni
Í áfanganum er unnið með alla þætti íslenskunnar; tjáningu, læsi, hlustun og ritun. Íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fléttað saman við önnur viðfangsefni. Lögð áhersla á jákvætt viðhorf til tungumálsins. Nemendur vinna einstaklingsmiðað eftir getu hvers og eins að fjölbreyttum verkefnum. Áfanginn er á 1. hæfniþrepi og engar forkröfur gerðar um lágmarkseinkunn úr grunnskóla. Námið er einstaklingsmiðað og sniðið að þörfum nemenda á starfsbraut og framhaldsskólabraut. |
|||
ÍSLE1LL05 | Íslenska | 1. fornámsáfangi | Engar forkröfur eða D |
Stutt lýsing:
1. fornámsáfangi
Undanfari:
Engar forkröfur eða D
Lestur og lesskilningur. Fjölbreyttir, stuttir textar og vísur. Orðréttur texti til stafsetningarþjálfunar. Efni þar sem lögð er áhersla á grunnþætti málfræði. Persónuritun ýmis konar. Grunnhugtök bragfræði; stuðlasetning og rím. Nánari upplýsingar á námskrá.is |
|||
ÍSLE1LR05 | Íslenska | 2. fornámsáfangi | ÍSLE1LL05 |
Stutt lýsing:
2. fornámsáfangi
Undanfari:
ÍSLE1LL05
Lestur og ritun. Létt skáldsaga, stuttir textar, vísur og ljóð. Orðréttur texti til stafsetningarþjálfunar. Efni þar sem lögð er áhersla á grunnþætti málfræði. Persónuritun ýmis konar. Nokkur grunnhugtök í bókmenntum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE1LÆ05 | Íslenska | Áhersla á læsi í víðu samhengi | |
Stutt lýsing:
Áhersla á læsi í víðu samhengi
Í áfanganum er unnið með með alla þætti íslenskunnar; tjáningu, læsi, hlustun og ritun. Læsi í víðum skilningi er fléttað saman við önnur viðfangsefni (sem dæmi: samfélagsmiðlar, uppskriftir, landakort, umferðarmerki og fleira). Nánar á namskra.is |
|||
ÍSLE1MB05 | Íslenska | Málfræði, ritun, tjáning | C+ úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Málfræði, ritun, tjáning
Undanfari:
C+ úr grunnskóla
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem málfræði verður höfð að leiðarljósi. Málfræðin verður skoðuð með fjölbreyttari nálgun, bæði í frásögn og/eða riti. Áhersla er á að efla sjálftraust nemenda og trú á eigin málfærni í ræði og/eða riti. Nemendur fá þjálfun í málfræðihugtökum sem nýtast í tal- og ritmáli og grunnhugtökum í ritgerðasmíði. Stefnt er að því að allir auki við orðaforða sinn í ræðu og/eða riti. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE1RM05 | Íslenska | Málfræði og bókmenntahugtök | C úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Málfræði og bókmenntahugtök
Undanfari:
C úr grunnskóla
Málfræði og bókmenntir -fyrri hluti. Lögð er áhersla á orðflokkagreiningu, beygingarfræði, setningafræði og stafsetningu. Nemendur þjálfast í grundvallarvinnubrögðum ritunar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE2KV05 | Íslenska | Íslenskar kvikmyndir | ÍSLE2RR05 |
Stutt lýsing:
Íslenskar kvikmyndir
Undanfari:
ÍSLE2RR05
Valáfangi í íslensku. Í þessum áfanga verður fjallað um sögu og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Sýndar verða valdar myndir frá ýmsum tímum og reynt að svara spurningunni: „Hvað einkennir íslenskar kvikmyndir?“ Stuðst verður við hugtök úr bókmennta- og kvikmyndafræði eftir því sem þörf krefur og leitast við að tengja kvikmyndirnar við þróun og breytingar á íslensku samfélagi. Nemendur ræða kvikmyndirnar og/eða skrifa um þær. Eins verður gefinn kostur á myndrænni framsetningu, til dæmis í formi stuttmynda. |
|||
ÍSLE2NH05 | Íslenska | Nútímabókmenntir, hugtakabeiting | ÍSLE2RR05 |
Stutt lýsing:
Nútímabókmenntir, hugtakabeiting
Undanfari:
ÍSLE2RR05
Bókmenntir og læsi: Nemendur læra helstu hugtök bókmenntafræði og æfast í að beita þeim. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE2RR05 | Íslenska | Ritun og ritgerðarsmíði | B, B+, A úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Ritun og ritgerðarsmíði
Undanfari:
B, B+, A úr grunnskóla
Persónuritun, rökfærsla, ritdómur, skáldverk, heimildanotkun. Jafnframt persónuritun og skáldlegri ritun er farið skref fyrir skref í hvernig vinna skal rannsóknarritgerð, þ.e. setja fram rannsóknarspurningu og svara henni, skrifa góðar efnisgreinar, meta heimildir, skrá tilvísanir og tilvitnanir og setja fram heimildaskrá. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE3BU05 | Íslenska | Menningarheimur barna og unglinga | Íslenska á 2. þrepi |
Stutt lýsing:
Menningarheimur barna og unglinga
Undanfari:
Íslenska á 2. þrepi
Í áfanganum eru fjölbreytt viðfangsefni. Áhersla er á menningarheim barna og unglinga. Fjallað er um ýmsar bókmenntategundir s.s. myndabækur, barna- og unglingabækur, teiknimyndasögur, þjóðsögur og ævintýri. Skoðaðar eru myndskreytingar í barnabókum. Bækurnar eru skoðaðar með augum gagnrýnandans með tilliti til fjölmenningar, jafnréttis og stöðu kynjanna. Nemendur styðjast við verkfæri bókmenntagreiningar til að kryfja efnið. Barnaefni sjónvarpsstöðvanna er skoðað. Bornir eru saman leikir barna nú og fyrr á tímum. Einnig er fjallað um ljóð fyrir börn og ýmsa aðra afþreyingu eins og tölvuleiki og spil. Lögð er áhersla á þjálfun og færni í ritun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE3FM05 | Íslenska | Fornöld og miðaldir | ÍSLE2RR05 |
Stutt lýsing:
Fornöld og miðaldir
Undanfari:
ÍSLE2RR05
Bókmenntir og læsi: Nemendur beita helstu hugtökum bókmenntafræði. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE3LF05 | Íslenska | Lærdómsöld til fullveldis | ÍSLE2NH05 |
Stutt lýsing:
Lærdómsöld til fullveldis
Undanfari:
ÍSLE2NH05
Bókmenntir og læsi: Lesnir verða fjölbreyttir textar. Nemendur túlki þá og setji í samhengi við eigin reynslu og skoðanir. Nemendur læra fleiri hugtök bókmenntafræði og æfast í að beita þeim. Bókmenntasaga frá 1550-1900. Lesnir verða fjölbreyttir textar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍSLE3SK05 | Íslenska | Skáldsögur | Íslenska á 2. þrepi |
Stutt lýsing:
Skáldsögur
Undanfari:
Íslenska á 2. þrepi
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur íslenskra fagurbókmennta, skáldsagna, á markvissan og greinandi hátt með því að nota bókmenntahugtök. Einnig að nemandi komi rökstuddri skoðun á verkunum á framfæri í ræðu og riti. Nemandi hefur áhrif á val skáldsagna. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRF2ÞJ05 | Íþróttafræði | Þjálfun barna og unglinga | |
Stutt lýsing:
Þjálfun barna og unglinga
Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur skulu þjálfast í grundvallaraðferðum kennslu barna og unglinga og undirbúa nemendur undir þjálfarahlutverkið. Nemendur læra um hlutverk þjálfara og leiðbeinanda í íþróttastarfi, þar sem sértök áhersla er lögð á aldurinn þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Meðal efnis er þolþjálfun, styrktarþjálfun, tækniþjálfun og liðleikaþjálfun. Nemendur læri um vöxt barna, hreyfiþroska, næringu, félagsþroska og sálrænan þroska. Farið verður í stefnu íþróttahreyfingarinnar í þjálfun barna og unglinga auk annarra stefna er snúa að þjálfara hlutverkinu. Sérstök áhersla skal lögð á mikilvægi leikrænnar kennslu í þjálfun barna og unglinga, auk þess sem nemendum skal leiðbeint með framsögn og aðferðir til að ná til barna í þjálfun. Fjallað er um þjálfarann sem fyrirmynd og í því samhengi áhrif áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á líkamann og afkastagetu þjálfara og iðkenda. Farið skal í siðfræði þjálfarans. Áfanginn fæst metinn inn í þjálfarakerfi ÍSÍ sem almennur hluti 1a, 1b, og 1c. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2BA01 | Íþróttagrein | Badminton | |
Stutt lýsing:
Badminton
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2BT01 | Íþróttagrein | Borðtennis | |
Stutt lýsing:
Borðtennis
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2FI01 | Íþróttagrein | Fimleikar | |
Stutt lýsing:
Fimleikar
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2FR01 | Íþróttagrein | Frjálsar íþróttir | |
Stutt lýsing:
Frjálsar íþróttir
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2GL01 | Íþróttagrein | Glíma | |
Stutt lýsing:
Glíma
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2GO01 | Íþróttagrein | Golf | |
Stutt lýsing:
Golf
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2JÚ01 | Íþróttagrein | Júdó | |
Stutt lýsing:
Júdó
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG2SU01 | Íþróttagrein | Sund | |
Stutt lýsing:
Sund
Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna íþróttagrein sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG3BL02 | Íþróttagrein | Blak | |
Stutt lýsing:
Blak
Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í blaki. Sérstök áhersla verður á krakkablak sem undirstaða undir blakið sjálft. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Farið er yfir reglur í greininni. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar og leikæfingar. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Nemendur æfa sig að kenna hvort öðru blak og krakkablak. Dæmi um íþróttagreinar: badminton, borðtennis, fimleikar, fjallganga, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hjólreiðar, júdó, karate, ólympískar lyftingar, skautar, skíði, skvass, sund, tae kwondo, tennis, þríþraut. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG3HA02 | Íþróttagrein | Handknattleikur | |
Stutt lýsing:
Handknattleikur
https://namskra.is/courses/51265b3d62933a77194c93d1#courses/51265b3d62933a77194c93d1Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði handknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu handknattleiks. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG3KN02 | Íþróttagrein | Knattspyrna | |
Stutt lýsing:
Knattspyrna
Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í knattspyrnu. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Nemendur þjálfist í kennslu knattspyrnu. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRG3KÖ02 | Íþróttagrein | Körfuknattleikur | |
Stutt lýsing:
Körfuknattleikur
Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði körfuknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu körfuknattleiks. Íþróttagrein ásamt íþróttafræði gefur þjálfararéttindi fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRÓ1HR01 | Íþróttir | Hreyfing og heilsurækt | ÍÞRÓ1LH01 |
Stutt lýsing:
Hreyfing og heilsurækt
Undanfari:
ÍÞRÓ1LH01
Meginviðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á kraft- og þolæfingar. Áfanginn inniheldur mismunandi þætti, s.s. knattleiki, hlaup, þrekþjálfun og sund. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRÓ1LH01 | Íþróttir | Lífstíll og heilsa | |
Stutt lýsing:
Lífstíll og heilsa
Í áfanganum er einnig fjallað um næringu og mataræði og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann. Fjallað er um hvað felst í hollri og góðri næringu með tilliti til íþrótta og daglegrar fæðu. Einnig eru gefnar ráðleggingar um hentugt mataræði og matarvenjur. Þá verða nemendur fræddir um gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti tengda skipulagi þjálfunar. Nemendur fá að gera eigin þjálfunaráætlun, auk þess sem fjallað er um líkamleg og sálræn áhrif þjálfunar. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar, svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Fjallað er um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og nemendum gerð grein fyrir ábyrgð á eigin líkama. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og fá að kynnast möguleikum umhverfisins til líkams- og heilsuræktar. Nemendur verða hvattir til að tengja tölvu og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að eigin áætlanagerð. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRÓ1SH01 | Íþróttir | Samhæfing og heilsa | |
Stutt lýsing:
Samhæfing og heilsa
Bóklegur íþróttaáfangi þar sem fjallað er um kerfisbundna grunnþjálfun, snerpu og hraðaþjálfun ásamt fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi. Fjallað er um tækni og samhæfingu í íþróttum. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar, svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Þá er fjallað um næringu og mataræði og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann og nemendur fræddir um gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann. Fjallað er um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og nemendum gerð grein fyrir ábyrgð á eigin líkama. Þessi áfangi er sambærilegur bóklegum hluta áfanganna ÍÞRÓ1SS01 og ÍÞRÓ1LH01. Áfanginn er í boði á vorönn. |
|||
ÍÞRÓ1SL01 | Íþróttir | Styrkur og liðleiki | |
Stutt lýsing:
Styrkur og liðleiki
Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti kraft- og liðleikaþjálfunar. Farið er yfir mikilvægi líkamsstyrks (krafts) fyrir stoðkerfi líkamans, líkamsbeitingu og líkamsreisn. Nemendur læra að stunda kraftþjálfun sem nær til helstu vöðvahópa líkamans. Þá er komið inn á mikilvægi réttrar líkamsbeitingar við kraftþjálfun og fjölbreytta möguleika á þjálfun krafts, s.s. með eigin líkamsþunga eða í tækjasal. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRÓ1SS01 | Íþróttir | Snerpa og samhæfing | |
Stutt lýsing:
Snerpa og samhæfing
Í áfanganum er fjallað um kerfisbundna grunnþjálfun, snerpu og hraðaþjálfun og hvernig megi bæta þessa þætti. Einnig fjallað um tækni og samhæfingu í íþróttum. Að auki fjallað um skipulagningu þjálfunar sem miðar að því að nemendur fái alhliða hreyfireynslu sem reyni á alla helstu vöðvahópa líkamans þar sem fjölbreytni og ánægja er höfð að leiðarljósi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRÓ1UÞ01 | Íþróttir | Upphitun og þolþjálfun | |
Stutt lýsing:
Upphitun og þolþjálfun
Farið er yfir mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og unnið með æfingar og leiki sem henta fyrir líkams- og heilsurækt eða mismunandi íþróttagreinar. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Í áfanganum er einnig fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun auk þess sem farið verður yfir almennt og sérhæft þol tengt ýmsum íþróttagreinum. Þá verða nemendum kynntar aðferðir til mælingar á þoli. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞRÓ1ÞS01 | Íþróttir | Þol og styrkur | |
Stutt lýsing:
Þol og styrkur
Í þessum bóklega íþróttaáfanga er fjallað um mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og fræðilega þætti kraft- og liðleikaþjálfunar. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Í áfanganum er einnig fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Fjallað er um muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun auk þess sem farið verður yfir almennt og sérhæft þol tengt ýmsum íþróttagreinum. Farið er yfir mikilvægi líkamsstyrks (krafts) fyrir stoðkerfi líkamans, líkamsbeitingu og líkamsreisn. Farið er yfir mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar fyrir líkamann og áhrif liðleikaæfinga á vöðva og liðamót. Einnig komið inn á algengustu íþróttameiðsli, skyndihjálp, slökun og líkamsbeitingu í daglegu lífi. Áfanginn er sambærilegur við bóklega hluta áfanganna ÍÞRO1UÞ01 og ÍÞRO1SL01. Áfanginn er eingöngu í boði á haustönn. |
|||
ÍÞST3AÐ02 | Aðstoðarþjálfun | Aðstoðarþjálfun | ÍÞRF2ÞJ05 |
Stutt lýsing:
Aðstoðarþjálfun
Undanfari:
ÍÞRF2ÞJ05
Þessi áfangi er hugsaður sem undirbúningur fyrir starf í íþrótta- eða frístundaskóla fyrir börn á aldrinum 4-12 ára eða í íþróttastarfi/frístundastarfi hjá íþróttafélögum, fyrir sama aldurshóp. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun í samráði við íþróttaþjálfara/kennara. Hann mun síðan þjálfa/kenna með íþróttakennara eða þjálfara. Æfingaáætlun og kennsla er metin í lok æfingakennslutímabils. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÍÞST3AÐ03 | Aðstoðarþjálfun | Aðstoðarþjálfun | ÍÞRF2ÞJ05 |
Stutt lýsing:
Aðstoðarþjálfun
Undanfari:
ÍÞRF2ÞJ05
Þessi áfangi er hugsaður sem undirbúningur fyrir starf í íþrótta- eða frístundaskóla fyrir börn á aldrinum 4-12 ára eða í íþróttastarfi/frístundastarfi hjá íþróttafélögum, fyrir sama aldurshóp. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun í samráði við íþróttaþjálfara/kennara. Hann mun síðan þjálfa/kenna með íþróttakennara eða þjálfara. Æfingaáætlun og kennsla er metin í lok æfingakennslutímabils. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
JARÐ2VV05 | Jarðfræði | Veður- og haffræði | STÆR2AF05 eða STÆR2RF05 |
Stutt lýsing:
Veður- og haffræði
Undanfari:
STÆR2AF05 eða STÆR2RF05
Í þessum áfanga rannsaka nemendur eðli og eiginleika lofthjúps jarðar, hafsins og jökla. Fjallað er ítarlega um veður, úrkomu, lægðir og önnur fyrirbrigði andrúmsloftsins, loftslag og loftslagsþróun, myndun og bráðnun jökla og tengsl við jarðsögu ísaldar á Íslandi. Nemendur vinna einnig verkefni um kenningar um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á veðurfar og geislun. Meðal efnisþátta eru efnasamsetning og lagskipting lofthjúpsins, geislun, hiti og orka lofthjúpsins, þrýstingur, vindar og vindakerfi, myndun skýja og úrkomu, loftmassar og skil, lægðir og hæðir, loftslag og loftslagsrannsóknir, loftslags- og gróðurbelti, loftslagsbreytingar, ísaldir, hafið og hafsbotninn, selta, sjávarhiti, sjávarstraumar, hafís, hafefnafræði, lífsskilyrði í sjónum, eðli og hreyfing jökla, ísaldir og orsakir þeirra, gróðurhúsaáhrif og ósoneyðing. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
JARÐJÍ05 | Jarðfræði | Jarðfræði Íslands | |
Stutt lýsing:
Jarðfræði Íslands
Í þessum áfanga kynnast nemendur mótun innri og ytri afla á landið. Fjallað verður fræðilega um þau ferli sem móta jörðina og fræðin tengd við þau ummerki sem nemendur sjá í umhverfinu. Þeir læra að þekkja ummerkin og vinna verkefni tengd þeim. Einnig kynnast nemendur ýmsum aðferðum jarðkönnunar og mælitækjum tengdum þeim. Þá er fjallað um hagnýtingu jarðefna, jarðvarma og vatnsafls. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
KNAT1AÞ03 | Knattspyrna | Afreksþjálfun í knattspyrnu | |
Stutt lýsing:
Afreksþjálfun í knattspyrnu
Um afreksíþróttaáfanga er að ræða, þar sem nemandinn æfir sína íþrótt 6 – 8x í viku með fullu skólanámi. Nemendur geta tekið hann sem stigvaxandi afreksþjálfun í alls 8 skólaannir jafnhliða æfingum með sínu félagsliði, eða sem einstakan áfanga inn í óbundið val. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
KYNJ2KK05 | Kynjafræði | Kynjafræði | |
Stutt lýsing:
Kynjafræði
Í áfanganum er viðfangsefnið kynjafræði sem er þverfagleg fræðigrein sem á rætur sínar í félagsfræði og stjórnmálafræði. Kynjafræðin verður kynnt sem fræðileg og hagnýt umræða um mannlegan veruleika út frá grundvallarbreytunni; kyn. Farið verður í sögu jafnréttisbaráttu kvenna, rauðsokkur, femínisma, getnaðarvarnir, fóstureyðingar, kynlíf og mótun kynverundar. Auk þess verður fjallað um móðurhlutverkið, föðurhlutverkið, klámvæðingu, og birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum, stjórnkerfi og hversdagslífi. Megináhersla verður á að tengja kynjafræðina á hagnýtan hátt við aðrar greinar og daglegt líf nemenda og hjálpa þeim að nota ‚kynjagleraugun‘ (sjónarhorn kynjafræðinnar) á fjölmiðla, heilbrigðiskerfi, skólagöngu, vinnumarkað og frávikshegðun s.s. vændi, ofbeldi og afbrot. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
KYNJ3SS05 | Kynjafræði | Kynbundið ofbeldi og samfélagsleg sýn | KYNJ2KK05/FÉLA2SS05 |
Stutt lýsing:
Kynbundið ofbeldi og samfélagsleg sýn
Undanfari:
KYNJ2KK05/FÉLA2SS05
Í áfanganum er fjallað um kynbundið ofbeldi í víðu samhengi. Álitamál í samfélaginu eru tekin fyrir og skoðuð með gagnrýnum hætti og hugtök eins og skrímslavæðing, þolendaskömm og þöggun verða rædd. Jafnframt er fjallað um þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað og í því samhengi er sjónum sérstaklega beint að byltingum eins og #metoo, #karlmennskan og #hetoo. Nemendur eru hvattir til þess að rýna í sitt nærumhverfi og í sín eigin viðhorf. Hæfni: Eftir að áfanga lýkur skal nemandi geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til þess að
Áfanginn er verkefnaáfangi þar sem nemendur vinna að miklu leyti sjálfstætt í samráði við kennara.
|
|||
KÖRF1AÞ03 | Körfuknattleikur | Afreksþjálfun í körfuknattleik | |
Stutt lýsing:
Afreksþjálfun í körfuknattleik
Um afreksíþróttaáfanga er að ræða, þar sem nemandinn æfir sína íþrótt 6 – 8x í viku með fullu skólanámi. Nemendur geta tekið hann sem stigvaxandi afreksþjálfun í alls 8 skólaannir jafnhliða æfingum með sínu félagsliði, eða sem einstakan áfanga inn í óbundið val. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LAND1SB05 | Landafræði | Áfangi á starfsbraut | |
Stutt lýsing:
Áfangi á starfsbraut
Nemendur fá grunnþekkingu á heimsálfunni Evrópu. Kynnt eru helstu lönd í Evrópu. Fjallað er um helstu einkenni hvers lands, svo sem staðsetningu á korti, höfuðborg, tungumál, þjóðfána, þjóðarleiðtoga og fleira. Nemendur vinna fjölbreitt verkefni og nýta sér leitarvefi til upplýsingaöflunar. Unnið er eftir einstaklingsnámskrá. Viðfangsefni eru miðuð við getu og þroska hvers nemanda. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LEIK1LF05 | Leiklist | Leikfélag Fljótsdalshéraðs | |
Stutt lýsing:
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
Þátttaka í uppsetningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á stóru verkefni. Nemendur taka að sér þau hlutverk sem þeim er úthlutað í leik, tónlistarvinnu eða útlitshönnun sýningarinnar og vinna að þeim. Æfingatímabil verður 6 – 8 vikur og sýningar í kjölfar þess. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LEIK2HL05 | Leiklist | Handritagerð og leikstjórn | |
Stutt lýsing:
Handritagerð og leikstjórn
Í áfanganum eru kennd grundvallaratriði í handritagerð og leikstjórn. Nemendur vinna skemmri leikritunar- og leikstjórnarverkefni, sem einstaklingar og í smærri hópum. Nemendur vinna sýningu á stuttverki eða stuttmynd í lok áfangans. Áfanginn er sambærilegur við áfangann SVIÐ3HL05, nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LEIK2LM05 | Leiklist | Leikfélag ME | Þátttaka í leiklist |
Stutt lýsing:
Leikfélag ME
Undanfari:
Þátttaka í leiklist
Áfanginn gengur út á ítarlega greiningu, persónusköpun og senuvinnu úr einu leikverki. Farið verður í ýmsar aðferðir til uppsetningar á atriðum verksins og rannsókna á innra lífi persónanna með rannsóknarvinnu, spunavinnu og öðrum aðferðum. Leikrit verður lagt til grundvallar en hvert það verður ræðst af fjölda þátttakenda. Áfanganum lýkur með sýningu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LIGR1LT05 | Listgreinar | Listræn tjáning | |
Stutt lýsing:
Listræn tjáning
Unnið er með listræna tjáningu til að efla sköpunargáfu, sjálfsþekkingu, félags- og tilfinningafærni. Áfanginn byggist á nálgun listmeðferðar, jákvæðrar sálfræði og núvitundar sem miða að því að bæta líðan og sjálfstraust. Í áfanganum er leitast við að nemendur líti inn á við og auki vitund sína á eigin styrkleikum, hugarfari og tilfinningum í gegnum listsköpun. Lögð er áhersla á að nemendur taki virkan þátt í æfingum, verkefnum og uppbyggilegum samskiptum. Nánari lýsing á námskrá.is |
|||
LIGR1MY05 | Listgreinar | Leiklist og myndbandagerð | |
Stutt lýsing:
Leiklist og myndbandagerð
Unnið er með leiklist og stuttmyndagerð. Fjallað verður um uppbyggingu handrita og handritsgerðar fyrir stuttmyndir. Nemendur fá leiðsögn um myndatöku, hljóðupptöku, leikmynd, búninga og klippivinnu. Nánar á namskra.is |
|||
LIME2LS05 | Lista- og menningarsaga | Samspil lista og samfélags, frá hellamálverkum til miðrar 20. aldar | LSTR1LS05 |
Stutt lýsing:
Samspil lista og samfélags, frá hellamálverkum til miðrar 20. aldar
Undanfari:
LSTR1LS05
Í áfanganum læra nemendur um forsendur lista frá hellaristum fram til loka heimsstyrjalda 20. aldar. Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka hvert þema undir stjórn kennara, greina helstu þætti lista, menningar og þjóðfélagshátta á hverju tímabili. Hvernig samfélagsgerð vísindi, trú, tækniframfarir, atburðir og stjórnarfar hafa áhrif á listir og hvernig listir hafa áhrif á þessa þætti á móti. Þá er einnig fjallað um stöðu listamanna í samfélaginu á ólíkum tímabilum. Áfanganum er skipt upp í nokkrar lotur þar sem nemendur kynnast og vinna heildrænt með menningarsamhengið og reyna að greina áhrif frá þeim í sem jafnvel er enn að finna í samfélagi nútímans. Vinna í áfanganum fer ýmist fram í hópum eða eru einstaklingsverkefni. Hver hópur eða einstaklingur tekur fyrir ákveðna þætti menningarinnar, leitar heimilda, vinnur úr þeim í samræmi við verkefnalýsingu hverju sinni. Áfanginn kallar á að nemendur séu virkir og sjálfstæðir í þekkingarleit. Nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og við framsetningu hugmynda sinna. Mikilvægt er, þótt áhersla sé lögð á ákveðin tímabil, að litið sé á söguna sem heild og að kennari tengi saman þau tímabil sem um ræðir hverju sinni. Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nánar á namskra.is |
|||
LIME3SL05 | Lista- og menningarsaga | Samtímalistir í sögulegu samhengi | LIME2LS05 |
Stutt lýsing:
Samtímalistir í sögulegu samhengi
Undanfari:
LIME2LS05
Í áfanganum læra nemendur um forsendur samtímalista. Þeir kynnast helstu hræringum í tónlist, sviðslistum, myndlist, hönnun og byggingarlist allt frá lokum 20. aldar til dagsins í dag. Meginmarkmið áfangans er að nemendur verði vel með á nótunum um stöðu sjónlista, tónlistar og sviðslista í samtíma sínum, að þeir skilji þær hugmyndir og stílbrigði sem nú tíðkast. Þeir rannsaka listgreinar samtímans í samhengi við meginþætti samfélagsgerðarinnar: stjórnarfar, fjölmiðlun, lífsgæði, hagsmuni einstakra hópa, tísku og hefðir, hugmyndafræði og heimsmynd. Innlögn í áfanganum verður í fyrirlestrarformi en auk þess er mikil áhersla lögð á sjálfstæðar rannsóknir nemenda á þeim hugmyndum sem uppi eru í listsköpun og umræður um stöðu myndlistarinnar, hönnunar, tónlistar og sviðslistanna í sögulegu ljósi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFF2EL05 | Líffræði | Eiginleikar lífvera | |
Stutt lýsing:
Eiginleikar lífvera
Í áfanganum er almenn aðferðafræði raunvísinda kynnt nemendum sem og uppruni lífvísinda og fjölbreytileiki þeirra. Uppbygging lífheimsins er skoðuð; bygging og hlutverk lífrænna efna, frumulíffæra, frumna, vefja, líffæra og helstu líffærakerfa, með áherslu á líkama mannsins. Nemendur læra um grunnstarfsemi lífvera, ljóstillífun og önnur mikilvæg grunnefnaskipti. Einnig er fjallað um frumuskiptingu, æxlun og helstu kenningar erfðafræðinnar. Farið er yfir grundvallaratriði varðandi flokkun lífvera og nafngiftakerfi og helstu hópar lífvera kynntir nánar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á umhverfi sínu og tengslum líffræðinnar við daglegt líf auk þess að undirbúa þá undir frekara nám í náttúrufræðigreinum. Nánari lýsing á namskra.is |
|||
LÍFF2ÍS05 | Líffræði | Lífríki Íslands | NÁTT1LE05 eða LÍFF2EL05 |
Stutt lýsing:
Lífríki Íslands
Undanfari:
NÁTT1LE05 eða LÍFF2EL05
Í áfanganum er megináhersla á að kynna lífríki Íslands og þá sérstöðu sem það hefur bæði vegna jarðsögu landsins og landfræðilegrar legu þess. Skoðaðir eru helstu hópar lífvera á landi, sjó og ferskvatni; spendýr, fuglar, fiskar, hryggleysingjar og plöntur. Lifnaðarhættir mismunandi hópa lífvera eru kynntir og helstu einkenni þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur þekki algengar lífverutegundir á Íslandi. Einnig eru breytingar á lífríki Íslands í gegnum árin skoðaðar. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og gagnaöflun frá mismunandi miðlum. Einnig er áhersla á að nemendur miðli þekkingu sinni á skapandi hátt. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFF2VF05 | Líffræði | Vistfræði | LÍFF2EL05 |
Stutt lýsing:
Vistfræði
Undanfari:
LÍFF2EL05
Markmið áfangans er að kynnast vistfræði, sögu hennar, helstu hugtökum og rannsóknaraðferðum. Fjallað er um uppbyggingu vistkerfa og mótun þeirra, tengsl lífvera við aðrar lífverur sem og lífvana umhverfi, orkuflæði vistkerfa og efnahringrásir. Litið er til sjálfbærrar nýtingar stofna og lífrænna auðlinda ásamt því að skoða helstu rök fyrir náttúruvernd. Rætt er um áhrif vistfræðilegra þátta á aðlögun, þróun og hæfni lífvera. Fjallað er um líffræðilegan fjölbreytileika og breytingar á tegundasamsetningu líffélaga, bæði af náttúrulegum orsökum og af völdum manna. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFF3EF05 | Líffræði | Erfðafræði | LÍFF2EL05 |
Stutt lýsing:
Erfðafræði
Undanfari:
LÍFF2EL05
Í áfanganum er fjallað um sögu erfðafræðinnar, stöðu hennar og mikilvægi í nútímasamfélagi. Farið er í helstu grunnhugtök og viðfangsefni erfðafræðinnar. Erfðafræðikenningar Mendels eru skoðaðar og tengdar við þekkingu okkar í dag. Mismunandi litninga- og genabreytingar eru kynntar. Próteinmyndun er rakin frá DNA og uppbygging erfðaefnisins skoðuð ítarlega. Virkni gena, erfðatækni og siðferði erfðarannsókna eru einnig umfjöllunarefni. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hvernig erfðaefnið er uppbyggt, hvernig það flytur upplýsingar frá einni kynslóð til annarrar og hvernig einföld erfðalögmál virka. Áhrif erfðaefnis á fjölbreytileika lífvera og þróun er einnig áhersluatriði auk þess að nemendur þekki nokkra algengustu erfðasjúkdóma mannsins. Fjallað er um mikilvægi grundvallarþekkingar á erfðafræði í daglegu lífi, hraða þróun erfðatækni og möguleika framtíðarinnar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFF3LE05 | Líffræði | Lífeðlisfræði | LÍFF2EL05 |
Stutt lýsing:
Lífeðlisfræði
Undanfari:
LÍFF2EL05
Í þessum áfanga er gerð grein fyrir grunninntaki lífeðlisfræði og fjallað almennt um líkamsstarfsemi lífvera með megináherslu á lífeðlisfræði mannslíkamans. Skoðuð er innri starfsemi frumna og hlutverk frumulíffæra skilgreind. Fjallað er um boðflutning um bæði hormónakerfið og taugakerfið. Blóðrás og önnur flutningskerfi eru einnig skoðuð sem og varnarkerfi, úrgangslosunarkerfi, næringarnám og melting. Farið er í stoðkerfi og hreyfingu, skynjun, æxlun og fósturþroskun. Fjallað er um hvert líffærakerfi fyrir sig með megináherslu á byggingu þeirra og virkni í mannslíkamanum, einnig eru þau borin saman við líffærakerfa annarra lífvera eftir því sem við á. Fjallað er um heilbrigða starfsemi líkamans sem og algeng frávik eða sjúkdóma. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfsemi eigin líkama og geti tekið frekari ábyrgð á lifnaðarháttum sínum og viðhaldið heilbrigði sínu. Auk þess að tengja lífeðlisfræðina daglegu lífi nemenda eru þeir undirbúnir fyrir frekara nám í lífeðlisfræði og skyldum greinum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFF3LÞ05 | Líffræði | Lífeðlis- og þjálffræði | ÍÞRF2ÞJ05 eða LÍFF2EL05 |
Stutt lýsing:
Lífeðlis- og þjálffræði
Undanfari:
ÍÞRF2ÞJ05 eða LÍFF2EL05
Áfangamarkmið: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna og taugakerfis og áhrif markvissrar þjálfunar á þessi líffærakerfi. Einnig verður fjallað um gerð vöðvaþráða og áhrif mismunandi þjálfunar á starfsemi þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á að tengja lífeðlisfræði við íþróttaiðkun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFF3VB05 | Líffræði | Vöðvar og bein | ÍÞRF2ÞJ05 eða LÍFF2EL05 |
Stutt lýsing:
Vöðvar og bein
Undanfari:
ÍÞRF2ÞJ05 eða LÍFF2EL05
Í áfanganum verður fjallað um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein og vöðva. Sérstök áhersla verður lögð á þau líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Fjallað verður um bein, bönd og liðamót, liðfleti og liðpoka. Einnig verður fjallað um hreyfingu í liðamótum og stefnu hreyfinga. Fjallað verður um einstaka vöðva, upptök þeirra, festu og starf. Fjallað er um hugtök og grundvallaratriði hreyfifræðinnar og komið inn á tækni íþróttagreina. Enn fremur er fjallað um rétta lyftitækni, starfsstellingar og hreyfingar við vinnu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFS1BE05 | Lífsleikni | Borgaravitund, einstaklingur | |
Stutt lýsing:
Borgaravitund, einstaklingur
Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélag sitt. Eftirfarandi viðfangsefni tilheyra námsefni áfangans: Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFS1BS05 | Lífsleikni | Borgaravitund, samfélag | |
Stutt lýsing:
Borgaravitund, samfélag
Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf nemenda og tengslin við samfélagið. Þeir þættir sem verða teknir til umfjöllunar eru: Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LÍFSES05 | Lífsleikni | Einstaklingur og samfélag | |
Stutt lýsing:
Einstaklingur og samfélag
Viðfangsefni: sjálfsmynd, lífsstíll, náms- og starfsfræðsla, fjármálalæsi, borgaravitund, tjáning. Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélag sitt. Eftirfarandi viðfangsefni tilheyra námsefni áfangans: Sjálfsmynd; auka þekkingu og skilning á sjálfum sér, meta og efla sjálfstraust og samskiptafærni Heilbrigður lífsstíll; fræðsla um mataræði, svefn og kynheilbrigði Fjármálalæsi; eigin fjármál, neysluviðmið, fjárhagsaðstoð Atvinnumarkaður; kynnast venjum, reglum og skyldum Borgaravitund og alþjóðasamfélag, menning og margbreytileiki Tjáning; farið verður í framkomu, tjáningu eigin skoðana og formlegra erinda Náms- og starfsfræðsla; lögð áhersla á uppbyggingu framhaldsskólakerfisins s.s. námsleiðir, námsmarkmið og námstækni. Nánar á namskra.is |
|||
LJÓS2AT05 | Ljósmyndun | Aðferðir og tjáning | |
Stutt lýsing:
Aðferðir og tjáning
Í áfanganum læra nemendur grunn atriði í ljósmyndun og að vinna með DSLR myndavélar, einnig læra nemendur að beita aðferðum ljósmyndunar til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningu fyrir umheiminum. Áhersla er lögð á meðvitund nemenda um inntak og uppbyggingu bæði innan einstakra mynda og í samhengi innan myndaraða. Hér eru nemendur hvattir til að skoða þá sýn sem myndir þeirra birta af umheiminum. Tveir þættir vega því þyngst í vinnunni: annars vegar ferlið, sköpun, túlkun og tjáning þar sem nemendur vinna að eigin verkefnum innan ákveðins ramma sem kennari ákveður, hér taka nemendur myndir, skoða og vinna til sýningar; og hins vegar ferlið skynjun, greining og mat þar sem nemendur greina eigin verk, verk samnemenda og valin verk úr ljósmyndasögunni með tillit til inntaks og mynduppbyggingar. Áætlað er að áfanganum ljúki með ljósmyndasýningu á veggjum skólans eða á netinu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LJÓS3ST05 | Ljósmyndun | Stafræn ljósmyndun | LJÓS2AT05 |
Stutt lýsing:
Stafræn ljósmyndun
Undanfari:
LJÓS2AT05
Um er að ræða framhaldsnámskeið í ljósmyndun fyrir þá sem þegar hafa náð góðum tökum á grunninum í ljósmyndatækni. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði stafrænnar ljósmyndunar og er markmið námsins að nemendur bæti við tæknilega kunnáttu og listræna getu. Í tæknilega hluta námsins verður nemendum kennt nánar á stillingar á myndavélinni, hvernig á að hlaða niður myndum og vista og réttan hátt. Þá er einnig farið í það hvernig megi laga myndir og vinna stafrænar skrár sem nýttar eru í mismunandi tilgangi svo sem fyrir tölvupóst, netvinnslu, skjávarpa og fleira. Einnig verður farið yfir prentun mynda. Í áfanganum verður farið í ljósmyndaferð og síðan unnið úr afraktsrinum. Skoðað verður hvernig nemendur geta notað ljósmyndir sem listrænan miðil bæði sem stakar myndir þar sem myndbygging og sjónarhorn eru skoðuð og eins hvernig röð mynda getur sagt áhrifaríka sögu. Nemendur munu kanna, ræða og rannsaka stakar myndir og hvernig maður tekur betri myndir. Þá verður einnig unnið í ljósmyndastúdíói þar sem farið er yfir notkun á stúdíó- flössum og grunnurinn í stúdímyndatökum skoðaður. Ljósmæling og mismunandi ljósmælikerfi verða einnig skoðuð, RAW vinnuferlið, Lightroom o.fl. Þátttakendur þurfa að hafa DSLR myndavél og helst fartölvu með uppsettu Photoshop eða sambærilegu myndvinnsluforriti. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LOKA3VE03 | Lokaverkefni | Lokaverkefni útskriftarnemenda | 150 einingar |
Stutt lýsing:
Lokaverkefni útskriftarnemenda
Undanfari:
150 einingar
Áfanginn er unninn á síðasta námsári. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við leiðbeinanda. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi ritgerðar, vefsíðu, heimildamyndar, sýningar, tímaritsgreinar, bókagerðar, portfolio, útvarpsþáttar eða rannsóknarskýrslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinubrögð. Gert er ráð fyrir að nemandi velji efni tengt sinni braut þótt mögulegt sé að víkja frá þeirri reglu. Afrakstur allra lokaverkefna er kynntur innan ME í annarlok og birtur á heimasíðu skólans. Einnig er æskilegt að verkefnin séu gerð sýnileg í nærsamfélaginu. Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
LSTR1LS05 | Listir | Listir á líðandi stundu | |
Stutt lýsing:
Listir á líðandi stundu
Um er að ræða kynningu á listum og menningu í samtímanum með skapandi verkefnum, fyrirlestrum og ýmsum uppákomum. Markmiðið er að nemendur fái að kynnast fjölbreytni í listsköpun og læra að njóta lista- og menningarviðburða. Leitast verður við að kynna allar listgreinar með ýmsum hætti og í tengslum við þær listrænu uppákomur sem eru í gangi hverju sinni í fjórðungnum. Farið verður í vettvangsferðir, lista- og minjasöfn heimsótt og unnin verða stutt verkefni út frá heimsóknunum, bæði verklega og skriflega. Kallað verður eftir samstarfi við menningarmiðstöðvar fjórðungsins og ýmsir listamenn og hönnuðir kynna nemendum starfsvettvang sinn á vinnustofum þeirra, með listrænum uppákomum og með fyrirlestrum í ME. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
MARG2PH05 | Margmiðlun | Myndvinnsla í Photoshop | |
Stutt lýsing:
Myndvinnsla í Photoshop
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði stafrænnar ljósmyndunar og myndvinnslu í Photoshop. Markmið námsins er að nemendur bæti við tæknilega kunnáttu og listræna getu. Nemendur læra á myndvinnsluforritið Photoshop, en einnig verður kennsluefni fyrir forritið Gimp (frítt myndvinnsluforrit) fyrir þá sem hafa ekki aðgang að Photoshop. Farið verður yfir það hvernig megi breyta og lagfæra myndir og vinna stafræn myndverk. Skoðað verður hvernig nemendur geta notað ljósmyndir sem listrænan miðil bæði sem stakar myndir þar sem myndbygging, sjónarhorn og eftirvinnsla er skoðuð og eins hvernig röð mynda getur sagt áhrifaríka sögu. Þátttakendur þurfa að hafa myndavél og tölvu með uppsettu Photoshop eða Gimp. Hæfniviðmið : Nemandi skal hafa öðlast hæfni í að :
|
|||
MARG2SM05 | Margmiðlun | Stafræn miðlun | Góð tölvukunnátta |
Stutt lýsing:
Stafræn miðlun
Undanfari:
Góð tölvukunnátta
Í áfanganum læra nemendur helstu atriði í vektorteikningu og grafískri uppsetningu. Nemendur fá einnig að kynnast áhöldum tæknismiðju í gegnum verkefni sem unnin eru í tölvustýrðum jaðartækjum. Áfanginn er hugsaður sem inngangur að grafískri hönnun, og hvernig hægt er að nýta smiðjuna til þess að framkvæma hugmyndir. Í áfangum verður kennt á forritin Illustrator og önnur forrit sem tengjast tæknismiðjunni. Farið verður yfir helstu möguleika forritanna jafnframt því sem nemendur leysa verkefni upp á eigin spýtur með aðstoð kennara. Markmiðið er að við lok áfangans hafi nemendur fengið undirstöðuþekkingu til að takast á við grafísk hönnunarverkefni. Unninn er fjöldi verkefna sem miða að því að þroska myndræna skynjun, gæðamat og gagnrýna hugsun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
MATR1AM05 | Matreiðsla | Almenn matreiðsla | |
Stutt lýsing:
Almenn matreiðsla
Nemendur matreiða ýmsa hagnýta, fljótlega og skemmtilega rétti. Kennd er meðferð hráefnis og um næringarinnihald matvæla, hreinlæti og vinnubrögð í eldhúsi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
MYNL2FO05 | Myndlist | Tvívíð form, myndbygging, málun | SJÓN2LF05 |
Stutt lýsing:
Tvívíð form, myndbygging, málun
Undanfari:
SJÓN2LF05
Í áfanganum vinna nemendur að því marki að efla næmi sitt fyrir litanotkun og myndbyggingu á tvívíðum fleti og dýpka skilning sinn á meginatriðum hennar. Auk eigin athugana á eðli og möguleikum myndbyggingar, með notkun línu, flata og áferða, gera nemendur samanburð á eigin tilraunum og notkun myndbyggingar í ýmsum myndum úr umheiminum, svo sem ljósmyndum, myndlistarverkum og auglýsingum. Með þessu er reynt að meta hvernig mismunandi áhrifum er náð með ólíkri myndbyggingu og hvaða þátt myndbyggingin á í merkingu myndar. Nemendur vinna m.a. verkefni út frá nánasta umhverfi, bæði innan húss og utan og skila af sér myndaseríu unna með mismunandi tækni; ljósmyndun, skissugerð, vatnslitum, akríllitum og olíulitum. Einnig verður rýnt í verk og aðferðafræði þekktra listamanna frá ýmsum ólíkum tímabilum í listasögunni og unnin verkefni út frá þeirri skoðun. Samhliða rannsóknarvinnunni eru reglulegar umræður þar sem nemendur kynna niðurstöður sínar og gagnrýna hver annan á uppbyggilegan hátt. Tölvur skulu að einhverju leyti nýttar í vinnu áfangans til myndgreiningar og gagnsöfnunar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
MYNL3FM05 | Myndlist | Frjáls málun | SJÓN1TE05 og SJÓN2LF05 |
Stutt lýsing:
Frjáls málun
Undanfari:
SJÓN1TE05 og SJÓN2LF05
Ætlað nemendum með undirstöðu í málun og teikningu. Í upphafi áfanga eru lögð fyrir verkefni þar sem reynir á teikni- og myndskipunarkunnáttu. Einnig eru frjáls viðfangsefni. Mikilvægt er að nemendur hafi góðan grunn í teikningu, myndbyggingu og formfræði og séu búnir með báða sjónlistaáfanga skólans eða annað sambærilegt. Gerðar verða fjölbreyttar æfingar sem stuðla að betri skilningi á eðli og áhrifum lita. Sérstök áhersla verður lögð á litafjarvídd og dýpt í málverki. Verkefnin verða tengd við dæmi úr listasögunni. Farið verður í ljósmyndaferð og unnið verður upp úr afrakstri hennar. Sérstök áhersla á skynjun, greiningu og blöndun lita. Skoðaðar verða ýmsar leiðir til að stækka upp og nýta sér ljósmyndina í málverki. Áhersla lögð á þjálfun í litgreiningu og litablöndun. Í seinni hluta áfangans er unnið í frjálsri málun. Fjallað er um efnasamsetningu lita og íblöndunarefna og þau efni sem málað er á. Einnig er fræðsla um pensla og önnur verkfæri tengd málun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
MYNL3ÞR05 | Myndlist | Þrívíð hönnun - skúlptúr | SJÓN1TE05 og SJÓN2LF05 |
Stutt lýsing:
Þrívíð hönnun - skúlptúr
Undanfari:
SJÓN1TE05 og SJÓN2LF05
Þrívíð verkefni verða unnin frá hugmynd til útfærslu. Leitast er við að dýpka skilning nemenda á meginatriðum þrívíðrar myndbyggingar um leið og næmi fyrir mismunandi eiginleikum efna er eflt. Hönnunarsagan skoðuð í tengslum við verkefnin. Þjálfun í þeirri skissu- og hugmyndavinnu sem öll myndræn sköpun byggist á, hvort sem um er að ræða hönnun eða frjálsa myndlist. Í áfanganum er unnið með grunnforsendur tvívíðrar myndbyggingar og þrívíðrar hönnunar. Fjölbreyttar æfingar eru gerðar til að kanna myndflötinn, skoðað hvernig form og hlutföll hafa áhrif á jafnvægi hans og áhersla breytist eftir því hvernig lína og form skipta fletinum upp. Unnið er með hugtök eins og hrynjandi, jafnvægi og ójafnvægi, léttleika og þunga bæði í rými og í tvívíðum verkum. Einnig er kannað með endurtekningu hvernig hægt er að byggja upp mynstur á fleti og kenningar hönnuðarins William Morris kannaðar í því sambandi. Einnig er módernisminn í lista-, hönnunar og byggingarlistasögu lagður til grundvallar verkefnum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
NÁSS1ÁN05 | Lífsleikni | Áhugasvið og vinnumarkaður | NÁSS1FN05 |
Stutt lýsing:
Áhugasvið og vinnumarkaður
Undanfari:
NÁSS1FN05
Lífsleikni á framhaldsskólabraut, áfangi 2. Í áfanganum er lögð áhersla á kynningu á framhaldsskólakerfinu og námsleiðum. Auk þess er áhersla á mikilvægi vinnulags í námi og í því sambandi fjallað um námstækni og skipulag varðandi markmið í námi. Nemendur vinna að gerð langtíma- og skammtímamarkmiða. Fjallað verður um sjálfsmynd og mikilvægi sjálfsþekkingar. Áhersla lögð á fræðslu um heilbrigðan lífsstíl, forvarnir og kynheilbrigði. Nemendur fá aðstoð við að greina styrkleika sína og veikleika. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
NÁSS1FN05 | Lífsleikni | Framhaldsskólakerfið og námsleiðir | |
Stutt lýsing:
Framhaldsskólakerfið og námsleiðir
Lífsleikni á framhaldsskólabraut. Í áfanganum er lögð áhersla á kynningu á framhaldsskólakerfinu og námsleiðum. Auk þess er áhersla á mikilvægi vinnulags í námi og í því sambandi fjallað um námstækni og skipulag varðandi markmið í námi. Nemendur vinna að gerð langtíma- og skammtímamarkmiða. Fjallað verður um sjálfsmynd og mikilvægi sjálfsþekkingar. Áhersla lögð á fræðslu um heilbrigðan lífsstíl, forvarnir og kynheilbrigði. Nemendur fá aðstoð við að greina styrkleika sína og veikleika. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
NÁSS1UM05 | Lífsleikni | Umhverfismál | NÁSS1ÁN05 |
Stutt lýsing:
Umhverfismál
Undanfari:
NÁSS1ÁN05
Lífsleikni á framhaldsskólabraut, áfangi 3. Efni áfangans eru þættir sem snerta umhverfismál; sjálfbærni, náttúruauðlindir, umhverfissiðfræði, umhverfisvitund og neysluvenjur. Einnig er fjallað um borgaravitund; jafnrétti, staðalmyndir og lýðræði, alþjóðasamfélagið og fjölmenningu. Áhersla er lögð á tjáningu; flutning formlegra og hálf-formlegra erinda, framkomu og tjáningu eigin skoðana. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
NÁTT1JU05 | Náttúrufræði | Kynning á jarð- og umhverfisfræði | |
Stutt lýsing:
Kynning á jarð- og umhverfisfræði
Í áfanganum er farið í þá þætti jarðfræðinnar sem tengjast daglegu lífi nemenda og eðlisfræðin á bak við þá skýrð með einföldum hætti. Sérstök áhersla er lögð á jarðfræði Íslands og umhverfismál. Dæmi um umfjöllunarefni eru sólkerfið okkar, hringrásir efna á jörðinni, veðrakerfi, loftslagsmál, hafstraumar, flekarek, eldvirkni, jarðskjálftar, landmótun og nýting náttúruauðlinda. Þá verða þau vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir um þessar mundir varðandi nýtingu náttúruauðlinda, mengun og loftslagsbreytingar sérstaklega skoðuð. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
NÁTT1LE05 | Náttúrufræði | Kynning á líf- og efnafræði | |
Stutt lýsing:
Kynning á líf- og efnafræði
Meginviðfangsefni áfangans er að kynna nemendum líffræði og efnafræði frá mismunandi sjónarhornum og tengja þessar vísindagreinar daglegu lífi þeirra. Í áfanganum er almenn aðferðafræði náttúru- og raunvísinda einnig kynnt fyrir nemendum. Efnafræðin og líffræðin eru fléttaðar saman og uppbygging lífheimsins skoðuð allt frá atómi upp í flókna lífveru (t.d. manninn). Í efnafræðinni er s.s. uppbygging atóms skoðuð, sem og frumefni, efnasambönd, eiginleikar efna, efnatákn, heiti efna og efnahvörf með áherslu á efni líkamans. Í líffræði verður bygging og starfsemi frumna, vefja, líffæra og helstu líffærakerfa skoðuð með áherslu á líkama mannsins. Nemendur læra um grunnstarfsemi lífvera, flokkun þeirra, æxlun og erfðafræði. Einnig verða grundvallaratriði vistfræði kynnt með áherslu á umhverfi nemenda og sjálfbærni. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á tengslum líffræðinnar við daglegt líf. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
NÆRI2ON05 | Næringarfræði | Orka og næringarefni | |
Stutt lýsing:
Orka og næringarefni
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar, heilsu og íþróttaiðkunar. Fjallað er um næringarþörf mannsins, næringargildi og samsetningu helstu matvara. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
RAFM1GA05 | Rafmagnsfræði 1 | Rafmagnsfræði grunnáfangi | STÆR 1BT05 eða B í stærðfræði úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Rafmagnsfræði grunnáfangi
Undanfari:
STÆR 1BT05 eða B í stærðfræði úr grunnskóla
Farið er í helstu hugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Lögð er áhersla á að nemendur læri að nýta sér þessi lögmál við reikninga og gerðar prófanir á þeim með mælingum í jafnstraumsrásum. Farið er yfir mismunandi gerðir spennugjafa auk þess sem nemendur eiga að þekkja helstu teiknitákn í einföldum jafnstraumsrásum. |
|||
RANN3EM05 | Rannsóknir | Eigindlegar og megindlegar rannsóknir | STÆR2TÖ05 FÉLA2SS05 SÁLF2SS05 UPPE2SS05 |
Stutt lýsing:
Eigindlegar og megindlegar rannsóknir
Undanfari:
STÆR2TÖ05 FÉLA2SS05 SÁLF2SS05 UPPE2SS05
Fjallað verður um helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda og rætt um kosti þeirra og galla. Kenningafræðilegur bakgrunnur rannsóknaraðferða verður skoðaður ásamt því hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum innan félagsvísinda. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir og fá nemendur að kynnast þessum ólíku rannsóknarhefðum með því að beita þeim sjálfir á rannsóknarefni að eigin vali. Rætt verður um aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum og sú umræða tengd umfjöllun um niðurstöður rannsókna. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu niðurstaðna. Meginmarkmið áfangans er að nemandinn öðlist meiri skilning, þekkingu og áhuga á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að hann verði fær um að meta, taka afstöðu til og fjalla um rannsóknir félagsvísindamanna á gagnrýninn hátt. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ROKK2TS05 | Saga | Rokksaga | |
Stutt lýsing:
Rokksaga
Áhrif rokktónlistar í samfélagslegu og sögulegu ljósi. Farið er yfir þróun dægurtónlistar, sérstaklega í hinum vestræna heimi. Fjallað um helstu strauma og stefnur, um hljómsveitir og tónlistarmenn sem höfðu áhrif á þróun rokksins. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA1MF05 | Saga | Mannkynssaga, fyrri hluti | |
Stutt lýsing:
Mannkynssaga, fyrri hluti
Þetta er fyrri kjarnaáfanginn. Hér er sögunni fylgt frá fornöld og fram til um 1800 e.Kr, hér er þó að mestu leyti um að ræða sögu vestrænnar menningar. Áhersla er lögð á 6 ákveðin tímabil/efnisatriði þar sem um ákveða dýpkun verður að ræða, ætlunin er að nemendur fái sem heilstæðasta mynd af þróun sögunnar frá fornöld til upphafs nútímans. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA2ÁN05 | Saga | Mannkynssaga, seinni hluti | SAGA1MF05 |
Stutt lýsing:
Mannkynssaga, seinni hluti
Undanfari:
SAGA1MF05
18. öld til nútímans. Þetta er seinni kjarnaáfanginn, en hér er haldið áfram þar sem frá var horfið í SAGA1MF05 og sögunni fylgt eftir fram til okkar daga, það tímabil sem hefur verið kennt við nútíma, frá upplýsingaröld til líðandi stundar. Ekki er um að ræða sögu tímabilsins í heild sinni heldur eru ákveðnir þættir valdir úr, svo sem lífskjör, menning, lífsþættir og stjórnmál. Eins og í SAGA1MF05 er hér að mestu um sögu vestrænnar menningar að ræða. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA2FO05 | Saga | Fornleifafræði | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Fornleifafræði
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Í áfanganum er fornleifafræði tekin til sérstakrar skoðunar. Fjallað verður um fornleifafræði sem fag og helstu fornleifafundi í landsfjórðungnum. Skoðuð verða þekkt gjóskulög á svæðinu og hvernig þau tímasetja fornleifafundi. Einnig verður landið lesið í gegnum loftmyndir. Lögð er áhersla á að nemandinn skrifi stóra ritgerð um fornleifafund/rannsókn að eigin vali, einnig verða unnin minni verkefni í tímum. Leitast er við að gera verkefni nemenda sýnileg. Nánari lýsing á namskra.is |
|||
SAGA2ÍÞ05 | Saga | Íþróttasaga | SAGA1MF05 eða ÍÞRF2ÞJ05 |
Stutt lýsing:
Íþróttasaga
Undanfari:
SAGA1MF05 eða ÍÞRF2ÞJ05
Í áfanganum er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu. Komið er inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu s.s. Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta. Einnig er komið inn á íþróttir Grikkja, íþróttir Etrúra og íþróttir Rómverja. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA2LI05 | Listasaga | Menningar- og listasaga miðalda | LSTR1LS05 |
Stutt lýsing:
Menningar- og listasaga miðalda
Undanfari:
LSTR1LS05
Í áfanganum læra nemendur um forsendur sjónlista, tónlistar og sviðslista frá miðöldum og fram yfir miðja 19. öld. Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Áfanganum er skipt upp í nokkrar lotur þar sem nemendur kynnast og vinna heildrænt með menningarsamhengið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þær listastefnur/tímabil listasögunnar sem verða helst skoðaðar hér eru; miðaldir, endurreisn, barrokk, klassík og rómantíska tímabilið. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA2ML05 | Listasaga | Menningar- og listasaga frá 19. öld | LSTR1LS05 |
Stutt lýsing:
Menningar- og listasaga frá 19. öld
Undanfari:
LSTR1LS05
Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Í áfanganum læra nemendur um forsendur sjónlista, sviðslista og tónlistar frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20. öld eða allt til samtímans. Áfanganum er skipt upp í nokkrar lotur þar sem nemendur kynnast og vinna heildrænt með menningarsamhengið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Helstu straumar og stefnur; s.s. impressionismi, expressionismi, súrrealismi, nýklassík, módernismi/nútimalist, popplist, minimalismi og póst-módernismi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA2SC05 | Saga | Farsóttir á Íslandi, frá Svartadauða til Covid 19 | SAGA2ÁN05 |
Stutt lýsing:
Farsóttir á Íslandi, frá Svartadauða til Covid 19
Undanfari:
SAGA2ÁN05
Fjallað verður um helstu farsóttir sem borist hafa til Íslands. Fjallað verður um áhrif þeirra á landsmenn; í því sambandi verður fjallað um fjölda smita og dauðsfalla, tilraunir til þess að koma í veg fyrir smit o.s.frv. Efnahagsleg áhrif á landsmenn verða einnig skoðuð. Allt efnið verður einnig skoðað í evrópsku samhengi. Fjallað verður um svartadauða (15. öld), stóru bólu (18. öld), spánsku veikina (20. öld) og covid 19 (21. öld). Þá verður einnig fjallað um berkla sem flokkast þó ekki undir farsótt en var mjög skæð veiki á Íslandi. Kennsluefni: Lesefni frá kennara, verkefni, ítarefni og glósur. Allt efnið verður aðgengilegt á námsvef. Kennslutilhögun og yfirferð: Áfanginn er símatsáfangi. Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA2ÞJ05 | Þjóðfræði | Alþýðumenning, hversdagslíf | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Alþýðumenning, hversdagslíf
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Fjallað er í grundvallaratriðum um þrískiptingu þjóðfræðinnar í þjóðháttafræði, þjóðlífsfræði og þjóðsagnafræði. Nemendur læra um daglegt líf í íslenska bændasamfélaginu, ýmsa þætti í verkmenningu þess samfélags meðal karla, kvenna og barna til sjávar og sveita. Farið er í menningarlíf bændasamfélagsins og fjallað m.a. um helstu siði, venjur, trú og hjátrú. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA3AU05 | Saga | Saga Austurlands | SAGA2ÁN05 |
Stutt lýsing:
Saga Austurlands
Undanfari:
SAGA2ÁN05
Í áfanganum er saga Austurlands tekin til sérstakrar skoðunar. Farið er yfir helstu einkenni sögulegrar þróunar í landshlutanum og síðan valdir nokkrir þættir og um þá fjallað sérstaklega. Lögð er áhersla á að tengja umfjöllunarefnin umhverfi nemenda með námsferðum á sögustaði. Farið er í safnaheimsóknir og rannsóknum á sviði sagnfræði og fornleifafræði sem snerta Austurland gerð sérstök skil. Í áfanganum er gert ráð fyrir heimsóknum gestafyrirlesara sem fjalla um afmörkuð efni. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA3ME05 | Saga | Menningarsaga | SAGA2ÁN05 |
Stutt lýsing:
Menningarsaga
Undanfari:
SAGA2ÁN05
Í þessum áfanga eru valin tímabil og svið til fjölþættrar menningarlegrar könnunar. Þetta er verkefnavinna þar sem nemendur kryfja viðfangsefni í ljósi margra þátta, t.d. myndlistar, bygginga, tækni, bókmennta, heimspeki, hugarfars og félagsgerðar. Ætlunin er að nemendur skapi sér mynd af því sem fengist er við með því að kynna sér frumtexta, skoða samtímamyndefni og hlýða á tónlist ásamt því að tileinka sér fræðilega og skáldlega umfjöllun um efnið. Úrvinnsla og framsetning nemenda miði að því að miðla þekkingu og skilningi ásamt tilfinningu fyrir tíðaranda. Í ferlinu þarf að sundurgreina efnið, skipuleggja vinnuna, tengja efnisþætti og velja sjónarhorn. Gert er ráð fyrir að jafnaðarlega sé staldrað við og skipulega rætt um aðferðir, eðli heimilda, tengsl efnisþátta og möguleika á heildarmynd. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA3SL05 | Listasaga | Samtímalistir í söuglegu samhengi | SAGA2LI05 eða SAGA2ML05 |
Stutt lýsing:
Samtímalistir í söuglegu samhengi
Undanfari:
SAGA2LI05 eða SAGA2ML05
Í áfanganum læra nemendur um forsendur samtímalista. Þeir kynnast helstu hræringum í tónlist, sviðslistum, myndlist, hönnun og byggingarlist allt frá lokum 20. aldar til dagsins í dag. Meginmarkmið áfangans er að nemendur verði vel með á nótunum um stöðu sjónlista, tónlistar og sviðslista í samtíma sínum, að þeir skilji þær hugmyndir og stílbrigði sem nú tíðkast. Þeir rannsaka listgreinar samtímans í samhengi við meginþætti samfélagsgerðarinnar: stjórnarfar, fjölmiðlun, lífsgæði, hagsmuni einstakra hópa, tísku og hefðir, hugmyndafræði og heimsmynd. Innlögn í áfanganum verður í fyrirlestrarformi en auk þess er mikil áhersla lögð á sjálfstæðar rannsóknir nemenda á þeim hugmyndum sem uppi eru í listsköpun og umræður um stöðu myndlistarinnar, hönnunar, tónlistar og sviðslistanna í sögulegu ljósi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SAGA3ST05 | Saga | Staðsaga | SAGA2ÁN05 |
Stutt lýsing:
Staðsaga
Undanfari:
SAGA2ÁN05
Saga okkar er saga mannkyns. Í áfanganum er sagan skoðuð út frá sögu nærumhverfisins. Markmiðið er að nota heimildir sem við höfum tiltækar í nærumhverfi okkar til þess að kynnast betur staðnum/landshlutanum sem við búum í. Þekking og skilningur á nærumhverfinu getur hjálpað okkur að sjá söguna í víðara samhengi. Staðsagan tengist ýmsum þáttum mannkynssögunnar, meðal annars; sögu víkinga, íslenska þjóðveldinu, útbreiðslu og þróun kristni, atvinnusaga er að sjálfsögðu ríkuleg og tengsl hennar við útlönd. Áfanginn hét áður Saga Austurlands og enn ber innlögn kennara þess merki en verkefni áfangans er auðvelt að heimfæra upp á aðra landshluta. Heimildirnar eru stór þáttur í áfanganum og sérstaklega mikið gert úr fjölbreytni þeirra: Örnefni, frásagnir, sagnfræði, ævisögur, dagbækur, bréf, ferðabækur, skáldsögur, þjóðsögur, fornleifar og fleiri. Heimildir segja okkur þó mi mikið um fortíðina og því nauðsynlegt að staldra við og gera sér grein fyrir þeim takmörkum sem hver heimild setur okkur. Áfangi fyrir þá sem hafa gaman af því að grúska í heimildum og vilja kynna sér sögu heimkynna sinna, ef til vill sem grunnur að menningartengdri ferðaþjónustu, en alltaf sem þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum. Áfanginn er verkefnaáfangi þar sem nemendur velja sér viðfangsefni og framsetningu í samvinnu við kennara.
|
|||
SAGA3TU05 | Saga | 20. öldin | SAGA2ÁN05 |
Stutt lýsing:
20. öldin
Undanfari:
SAGA2ÁN05
Í áfanganum er farið nánar í sögu 20. aldarinnar en gert var í SAGA2ÁN05. Sérstök áhersla er lögð á átök; orsakir og afleiðingar. Fjórir megin þættir eru teknir fyrir, fyrri heimstyrjöldin, síðari heimstyrjöldin, Kalda stríðið og átök síðustu ára. Mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu og sjálfstætt nám nemenda. Áhersla verður lögð á að nemendur nýti sér fjölbreyttar heimildir, þar á meðal; munnlegar heimildir, dagblöð, sjónvarp, veraldarvefinn, skáldskap og kvikmyndir. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF1SD05 | Sálfræði | Sálfræði daglegs lífs | |
Stutt lýsing:
Sálfræði daglegs lífs
Í áfanganum læra nemendur sálfræðilegar aðferðir til að hafa áhrif á eigin líðan og andlegan styrk. Fjallað verður um tengsl hugsana við líðan og unnið eftir kenningum hugrænnar atferlismeðferðar. Unnið verður með slökun og streitustjórnun auk þess sem nemendur gera verkefni í anda jákvæðrar sálfræði, þjálfast í núvitundaræfingum og notkun tónlistar og slökunar til að hafa áhrif á líðan sína. Einnig verður unnið með samskiptahæfni, tilfinningar, sjálfsstyrkingu og nemendur skoða ýmsa þætti í sinni eigin hegðun og umhverfi sínu sem hafa áhrif á líðan þeirra. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF2ÍÞ05 | Sálfræði | Íþróttasálfræði | FÉLV1ÞF05 eða ÍÞRF2ÞJ05 |
Stutt lýsing:
Íþróttasálfræði
Undanfari:
FÉLV1ÞF05 eða ÍÞRF2ÞJ05
Áfanginn er tvíþættur. Fyrst er fjallað um félög og félagsstarf, stofnun þeirra, kynningarmál og samkomuhald á þeirra vegum. Þessum hluta lýkur með verkefni sem tengist efninu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF2JS05 | Sálfræði | Jákvæð sálfræði | FÉLV1ÞF05 eða SÁLF1SD05 |
Stutt lýsing:
Jákvæð sálfræði
Undanfari:
FÉLV1ÞF05 eða SÁLF1SD05
Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og hvernig hægt er að nýta hana í daglegu lífi. Fjallað er um mannlega styrkleika og hvernig hægt er að nýta sér eigin styrkleika til að gera líf sitt betra með því að þjálfa sig og vinna að settum markmiðum. Í áfanganum er leitast við að auka skilning nemenda á eigin getu og hæfni. Lögð verður áhersla á að nemendur taki virkan þátt í æfingum og verkefnum sem bæta þeirra eigin sjálfsmynd og auka sjálfstraust þeirra. Nánari lýsing namskra.is |
|||
SÁLF2SS05 | Sálfræði | Sjónarmið og saga | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Sjónarmið og saga
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Ítarlega er farið í sjónarmið sálfræðinnar. Byggt er á því sem nemendur lærðu um sjónarmiðin í FÉLV1ÞF05 og leitast við að dýpka skilning og hæfni. Fjallað er um alþýðusálfræði og jákvæða sálfræði þar sem nemendur greina jákvæða og neikvæða þætti í eigin lífi og annarra og leita leiða til að bregðast við þeim. Helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar eru kynntar og unnin æfingaverkefni í sambandi við þær. Nemendur vinna a.m.k. eitt viðamikið rannsóknarverkefni í áfanganum og skila skýrslu um það. Farið er í námssálarfræði þar sem kynntar eru viðbragðsskilyrðingar, virkar skilyrðingar og hugrænt nám. Einnig er fjallað ýtarlega um minni. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF3AF05 | Sálfræði | Afbrigðasálfræði | SÁLF2SS05 |
Stutt lýsing:
Afbrigðasálfræði
Undanfari:
SÁLF2SS05
Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um helstu flokkunarkerfi og algengustu flokka geðrænna vandamála. Fjallað er um orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferð. Nemendur kynna sér einnig hvar hægt er að leita aðstoðar vegna geðræns vanda. Viðhorf gagnvart andlega fötluðum eru rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í þeirra garð. Leitast er við að fá gesti í heimsókn til að ræða um tiltekin efni tengd áfanganum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF3FG05 | Sálfræði | Félagssálfræði, greind, persónuleiki | SÁLF2SS05 |
Stutt lýsing:
Félagssálfræði, greind, persónuleiki
Undanfari:
SÁLF2SS05
Atferli, hugsanir og viðhorf eru skoðuð í félagslegu samhengi. Meðal efnisþátta sem teknir eru fyrir eru staðalmyndir, fordómar, hjálpsemi, hlýðni, félagslegur þrýstingur, ást og fortölur. Kenningar og staðreyndir um greind, vitsmunaþroska og greindarmælingar eru kynntar auk þess sem fjallað er um nokkrar gerðir greindarprófa. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF3LS05 | Sálfræði | Lífeðlis- og skynjunarsálfræði | SÁLF2SS05 |
Stutt lýsing:
Lífeðlis- og skynjunarsálfræði
Undanfari:
SÁLF2SS05
Farið er í gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og taugafrumna. Hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir. Skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar og hugræn úrvinnsla er til umfjöllunar, sem og skynvillur. Fjallað er um vitund og breytt vitundarstig svo sem: svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja. Áherslur áfangans kunna að ráðast nokkuð af áhuga nemenda og kennara. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SÁLF3ÞR05 | Sálfræði | Þroskasálfræði | SÁLF2SS05 |
Stutt lýsing:
Þroskasálfræði
Undanfari:
SÁLF2SS05
Helstu kenningar, viðfangsefni og rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar eru tekin fyrir og rýnt í alhliða þroska frá frjóvgun fram á fullorðinsár, einkum líkamsþroska, vitsmunaþroska, persónuleikaþroska og tilfinningaþroska. Byggt er á því sem nemendur hafa áður lært um sögu og sjónarmið sálfræðinnar, rannsóknaraðferðir og nám. Kafað er ofan í mismunandi þætti þroskasálfræðinnar og helstu álitamál, s.s. erfðir og umhverfi, stigskiptan og samfelldan þroska svo eitthvað sé nefnt. Komið er inn á álitamál eins og barnseignir táninga, fóstureyðingar o.fl. Einnig eru mótunaráhrif fjölskyldu skoðuð auk þess sem tekin eru fyrir frávikshegðun og ýmis vandamál barna og unglinga. Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda og kennara hverju sinni. Í áfanganum vinna nemendur a.m.k. eitt rannsóknarverkefni og flytja fyrirlestur. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SJÓN1TE05 | Sjónlistir | Teikning og merking | |
Stutt lýsing:
Teikning og merking
Í áfanganum læra nemendur grunnatriði teikningar. Námið er í þremur hlutum. Í fyrsta hlutanum er lögð áhersla á að þjálfa formskilning með greiningu einfaldra forma, svo sem kassa- og kúluforma og athugun á náttúruformum. Í næsta hluta einbeita nemendur sér að skoðun umhverfisins. Þeir teikna rýmið í kringum sig, innanhúss og utan, og læra þannig forsendur eins og tveggja punkta fjarvíddar. Að lokum læra þeir að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd. Þar læra þeir að greina rétt stærðarhlutföll líkamans, stöðu og styttingar í rýminu. Í tengslum við vinnuna í teikningu er lögð á það áhersla að nemendur reyni að gera sér grein fyrir því í hvers konar samhengi þeir gætu nýtt sér þessa þjálfun miðað við eigin áhugasvið. Þeir eru hvattir til að þróa hugmyndir sínar áfram á þessu stigi og að nota skissubækur við þá þróun. Í þessu samhengi eru þeim kynntar forsendur tákn- og merkingarfræði og teikningar þeirra skoðaðar út frá dæmum um sams konar áherslur í heiminum almennt. Áhersla er lögð á umræður og að nemendur geti greint niðurstöður sínar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SJÓN2LF05 | Sjónlistir | Litir, form, myndbygging | |
Stutt lýsing:
Litir, form, myndbygging
Nemendur læra um vægi forma og hlutfalla í mynd á fleti og í rými. Þeir kynnast sjónrænum áhrifum þessara þátta og aðferðum við að nota þau áhrif meðvitað í myndbyggingu. Unnið er að æfingum í myndbyggingu með mismunand útfærslum. Kannaðar eru mismunandi aðferðir, þar sem fjallað er um jafnvægi, ójafnvægi, léttleika og þunga, samstæður og andstæður lita og forma. Kannaðar eru stærðir og hlutföll forma í rými og í lok áfangans er unnið frá tvívíðri formfræði yfir í þrívídd. Verkefni í myndbyggingu eru einnig tengd dæmum úr listasögu og umhverfi samtímans. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SKYN1SE01 | Skyndihjálp | Skyndihjálp og endurlífgun | |
Stutt lýsing:
Skyndihjálp og endurlífgun
Kynning; hvað er skyndihjálp? Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SMIÐ1HM05 | Smiðja | Verklag við vinnu | |
Stutt lýsing:
Verklag við vinnu
Áfanganum er ætlað að veita innsýn inn í verklegt nám. Þar gefst nemendum kostur á vinna að eigin verkefnum í samráði við kennara. Kynntar verða ýmsar aðferðir við hugmyndavinnu, einfalda vinnuferla og verklag. Reynt verður að byggja á styrkleikum og áhugasviði hvers nemanda. Lögð er áhersla á að verkefni séu raunveruleg og hafi áþreifanleg lokamarkmið. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SMIÐ1MM05 | Smiðja | Margmiðlunarsmiðja | |
Stutt lýsing:
Margmiðlunarsmiðja
Áfanganum er ætlað að veita innsýn inn í verklegt nám. Þar gefst nemendum kostur á vinna að eigin verkefnum í samráði við kennara. Kynntar verða ýmsar aðferðir við hugmyndavinnu, einfalda vinnuferla og verklag. Reynt verður að byggja á styrkleikum og áhugasviði hvers nemanda. Lögð er áhersla á að verkefni séu raunveruleg og hafi áþreifanleg lokamarkmið. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SPÆN1DA05 | Spænska | Daglegar athafnir - 2 | SPÆN1PL05 |
Stutt lýsing:
Daglegar athafnir - 2
Undanfari:
SPÆN1PL05
Í áfanganum verður byggt ofan á þann grunn sem lagður var í SPÆN1PL05. Orðaforði mun aukast til muna og bætist við málfræðiatriði er auka munu hæfni nemenda í að tjá sig í ræðu og riti um líðandi stund og liðna tíð. Nemendur læri að tjá sig um skoðanir sínar á spænsku, mæli sér mót og ákvarði stund og stað. Þeir geti gefið upplýsingar, verslað, talað um störf, nám og framtíðarplön. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SPÆN1FS05 | Spænska | Ferðalög og saga - 3 | SPÆN1DA05 |
Stutt lýsing:
Ferðalög og saga - 3
Undanfari:
SPÆN1DA05
Í áfanganum verður byggt ofan á þann grunn sem lagður var í SPÆN1DA05. Orðaforði mun aukast umtalsvert og ráði nemendur við flóknari og fjölbreyttari texta. Bætt verður við málfræðiatriðum er auka munu hæfni nemenda í að tjá sig í ræðu og riti um líðandi stund og liðna tíð. Nemendur læri að tjá sig með flóknari hætti um skoðanir sínar, skipuleggi og tali um ferðalög innanlands sem og í spænskumælandi löndum, tjái sig um mismunandi áætlanir og ferðamáta, kosti, galla og hættur sem þeim geta fylgt. Aukin innsýn í matarmenningu, listir, kvikmyndir og þjóðlíf. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
SPÆN1PL05 | Spænska | Persónan og lífið - 1 | |
Stutt lýsing:
Persónan og lífið - 1
Í þessum byrjunaráfanga í spænsku er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á grunnatriðum tungumálsins. Nemendur fá innsýn í útbreiðslu spænsku í heiminum og sögu tungumálsins, og læra mun á menningu og orðaforða spænskumælandi landa. Notuð verður tónlist, myndefni og efni af internetinu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STAR1VI05 | Vinnustaðanám | Starfskynning | |
Stutt lýsing:
Starfskynning
Starfsnámið fer fram á völdum vinnustöðum og er hugsað sem undirbúingur fyrir starfsþáttöku nemenda. Með því að tengja námið við vinnustaði öðlast nemendur oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður oft skýrari. Námið felur í sér að nemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum og verklagi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STJÖ2AL05 | Stjörnufræði | Alheimurinn | STÆR2AF05 |
Stutt lýsing:
Alheimurinn
Undanfari:
STÆR2AF05
Viðfangsefni þessa áfanga er stjörnuhiminninn og þau fyrirbæri sem þar finnast. Fjallað er ítarlega um eiginleika rafsegulbylgja og aðferðir stjörnufræðinga við rannsóknir með þeim, mismunandi gerðir sjónauka, reikistjörnur og önnur fyrirbrigði sólkerfisins, eðli sólarinnar, líf sólstjarna frá fæðingu til dauða, vetrarbrauta, fjarfyrirbrigða, heimsmynd nútímans og leit að lífi á öðrum hnöttum. Fjallað er um geimrannsóknir og geimferðir. Nemendur læra að lesa á stjörnukort og nýta sér upplýsingatækni við stjörnuathuganir og stjörnuskoðun. Einnig er fjallað um sögu stjörnufræðinnar. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR1AD05 | Stærðfræði | 2. fornámsáfangi | STÆR1GR05 |
Stutt lýsing:
2. fornámsáfangi
Undanfari:
STÆR1GR05
Algebra, brot, hlutföll. Aðalmarkið áfangans er að auka skilning nemandans á undirstöðum reikniaðgerða og hvernig hægt er að nýta þá færni í daglegu lífi. Í áfanganum er lögð megináhersla á nemandi tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og þjálfist í samvinnu og rökhugsun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR1AR05 | Stærðfræði | Algebra og rúmfræði | C eða C+ úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Algebra og rúmfræði
Undanfari:
C eða C+ úr grunnskóla
Ætlað nemendum á náttúrufræðibraut. Meginefni áfangans er rúmfræði, bókstafareikningur, jöfnur, beinar línur og prósentur. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Rúmfræði: Kynning á frumhugtökum rúmfræðinnar, hornasumma þríhyrnings, hlutföll í þríhyrningum og regla Pýþagórasar. Flatarmál og rúmmál. Horn við hring. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum. Mælieiningar. Valin atriði þar sem þjálfuð er sönnun reglu. Talnareikningur: Meðferð heilla talna og brota. Hlutföll, prósentur og vextir. Bókstafareikningur: Liðun, þáttun, margliður, uppsettar og óuppsettar jöfnur af fyrsta stigi. Hnitakerfið, jafna og graf beinnar línu og jöfnuhneppi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR1BT05 | Stærðfræði | Bókstafareikningur og tölur | C eða C+ úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Bókstafareikningur og tölur
Undanfari:
C eða C+ úr grunnskóla
Ætlað nemendum á félagsgreinabraut, listnámsbraut og opinni braut. Helstu viðfangsefni áfangans eru náttúrulegar, heilar og ræðar tölur og aðgerðir á þeim, undirstöðuatriði algebru, veldi og rætur, lausnir jafna, óuppsettar jöfnur, lausnir verkefna og þrauta, reikniformúlur, talnahlutföll, einingaskipti, skiptireikningur, prósentur, vextir, hnitakerfið, jafna beinnar línu, jöfnur af 1. stigi og kynning á 2. stigi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR1FL05 | Stærðfræði | Persónuleg útgjöld, peningar og viðskipti | |
Stutt lýsing:
Persónuleg útgjöld, peningar og viðskipti
Áhersla er lögð á fjármálalæsi í víðu samhengi. Farið verður yfir helstu persónulegu útgjöld í lífi ungs fólks og gildi þess að halda utan um eigin fjármál. Lögð er áhersla á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og að nýta vasareikni við útreikninga. Lögð áhersla á jákvætt viðhorf til stærðfræðinnar. Áfanginn er á 1. hæfniþrepi og engar kröfur gerðar um lágmarkseinkunnir úr grunnskóla. Námið sniðið að þörfum nemenda á starfsbraut og framhaldsskólabraut. Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
|
|||
STÆR1GR05 | Stærðfræði | 1. fornámsáfangi | Engar forkröfur |
Stutt lýsing:
1. fornámsáfangi
Undanfari:
Engar forkröfur
Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði og hagnýtingu hennar. Í áfanganum er lögð megináhersla á grunnatriði í stærðfræði. Fengist verður við að skoða og vinna með tölur úr daglegu lífi, fréttum og fjölmiðlum. Áhersla verður lögð á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR1TR05 | Stærðfræði | Áhersla á tíma og rúmfræði | |
Stutt lýsing:
Áhersla á tíma og rúmfræði
Nemendur fást við form af ýmsum gerðum, mælieiningar og tímahugtök. Þeir vinna einstaklingsmiðað eftir getu hvers og eins að fjölbreyttum verkefnum. Viðfangsefnin eru rúmfræði, klukkan, tímahugtök, form og mælieiningar. Námið er einstaklingsmiðað og lögð áhersla á jákvætt viðhorf til stærðfræðinnar. Áfanginn er á 1. hæfniþrepi og engar kröfur gerðar um lágmarkseinkunnir úr grunnskóla til að komast í áfangann. Námið er sniðið að þörfum nemenda á starfsbraut og framhaldsskólabraut. Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
|
|||
STÆR1ÞS05 | Stærðfræði | Stærðfræði með áherslu á þrautalausnir, rökhugun og spil | |
Stutt lýsing:
Stærðfræði með áherslu á þrautalausnir, rökhugun og spil
Í áfanganum er unnið með spil og þrautir. Lögð áhersla á jákvætt viðhorf til stærðfræðinnar. Nemendur vinna einstaklingsmiðað eftir getu hvers og eins að fjölbreyttum verkefnum. Til dæmis verður unnið með samvinnuverkefni og stærðfræði fléttuð við aðrar námsgreinar. Áfanginn er á 1. hæfniþrepi og engar kröfur eru um lágmarkseinkunn úr grunnskóla. |
|||
STÆR2AF05 | Stærðfræði | Algebra, föll og mengi | B, B+, A úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Algebra, föll og mengi
Undanfari:
B, B+, A úr grunnskóla
Ætlað nemendum á náttúrufræðibraut. Meginefni áfangans er algebra, föll og mengi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR2RF05 | Stærðfræði | Rúmfræði, hlutföll, fjármál | B, B+, A úr grunnskóla |
Stutt lýsing:
Rúmfræði, hlutföll, fjármál
Undanfari:
B, B+, A úr grunnskóla
Ætlað nemendum á félagsgreinabraut, listnámsbraut og opinni braut. Í áfanganum er fjallað um undirstöðuhugtök rúmfræði, einnig er fjallað um jöfnur, hlutföll, prósentur og fjármál. Helstu efnisatriði í rúmfræði þar sem fengist er við línur í þríhyrningum, hornasummu, flatarmál, einshyrnda þríhyrninga, reglu Pýþagórasar og hornaföll. Lausnir fyrsta stigs jafna. Fjármál þar sem unnið er með prósentureikninga, álagningu, afslátt, virðisaukaskatt, vexti, vaxtavexti, verðbólgu, vísitölur, verðtyggingu og önnur hagnýt atriði sem snerta fjármál einstaklinga. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR3DE05 | Stærðfræði | Föll, markgildi, deildun og heildun | STÆR2HV05 |
Stutt lýsing:
Föll, markgildi, deildun og heildun
Undanfari:
STÆR2HV05
Meginefni áfangans eru föll, markgildi, deildareikningur og kynning á heildun. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR3HD05 | Stærðfræði | Heildun og deildajöfnur | STÆR3DE05 |
Stutt lýsing:
Heildun og deildajöfnur
Undanfari:
STÆR3DE05
Meginefni áfangans eru heildun, heildunaraðferðir, flatarmáls- og rúmmálsreikningar með heildi, deildajöfnur af fyrsta stigi, runur og raðir. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR3HV05 | Stærðfræði | Hornaföll, vigrar og keilusnið | STÆR2AF05 |
Stutt lýsing:
Hornaföll, vigrar og keilusnið
Undanfari:
STÆR2AF05
Meginefni áfangans er hornaföll, vigrar og keilusnið. Sérstök áhersla er lögð á sannanir og skýra og rétta stærðfræðilega framsetningu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR3TD05 | Stærðfræði | Tvinntölur og deildajöfnur | STÆR3HD05 |
Stutt lýsing:
Tvinntölur og deildajöfnur
Undanfari:
STÆR3HD05
Meginefni áfangans er tvinntölur og deildajöfnur af fyrsta og öðru stigi. Einnig eru í áfanganum upprifjun og samantekt á deilda- og heildareikningi og umfjöllun um lengd ferils, yfirborðsflatarmál snúðs og andhverfur hornafalla. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR3TÖ05 | Stærðfræði | Tölfræði | STÆR2RF05 eða STÆR2AF05 |
Stutt lýsing:
Tölfræði
Undanfari:
STÆR2RF05 eða STÆR2AF05
Áfanginn er grunnáfangi í tölfræði. Í honum er fjallað um lýsandi tölfræði, þ.e. tölfræðigögn, miðsækni og dreifingu, flokkun gagna, úrtak og þýði, einkennishugtök, s.s. meðal- og miðgildi, frávik, tíðni og tíðnidreifingu og myndræna framsetningu gagna. Einnig er fjallað um tölfræðigreiningu, m.a. úrtaksfræði, meginmarkgildissetningu tölfræðinnar, fylgni og aðhvarfsgreiningu, ályktunartölfræði og tilgátur og prófanir. Þá er fjallað um áreiðanleika og ályktanir og fyrirvara við þær. Einnig er fjallað um marktekt, öryggismörk og skekkjumörk. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
STÆR3ÞR05 | Stærðfræði | Þrívíð rúmfræði | STÆR3DE05 |
Stutt lýsing:
Þrívíð rúmfræði
Undanfari:
STÆR3DE05
Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis, og keilusnið. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
TEIK2MÓ05 | Teikning | Módelteikning, anatómía | SJÓN1TE05 |
Stutt lýsing:
Módelteikning, anatómía
Undanfari:
SJÓN1TE05
Kennd eru grundvallaratriði módelteikningar og anatómíu. Stefnt er að því að nemendur tileinki sér aðferðir til að mæla hlutföll mannslíkamans jafnframt því að þeir átti sig á samræmi hlutfalla og forma. Ýmist verða teiknaðar styttri stöður módels þar sem áherslan er á heildarsýn eða lengri stöður sem útheimta vandaðri mælingar og meiri nákvæmni. Í upphafi er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér aðferðir til mælingar á hlutföllum mannslíkamans, læri að nota lóðlínur og hjálparlínur til að meta stefnur og hlutföll. Lögð er áhersla á þrívíðan formskilning, jafnframt því að átta sig á styttingu forma í mismunandi líkamsstöðu módels frá ólíkum sjónarhornum. Ýmist eru teiknaðar stöður módels þar sem lögð er áhersla á að ná réttri heildarmynd eða lengri stöður þar sem nemandi glímir við formun módels með skyggingu. Tekin eru dæmi úr listasögu og samtímalist um mannslíkamann sem viðfangsefni myndlistar. Samfara verkefnum læra nemendur grunnatriði anatómíu fyrir teiknara og nýta sér þá kunnáttu við teikningu módelsins. Unnið verður að verkefnum sem auka kunnáttu og þjálfun í að sjá þá anatómísku þætti mannslíkamans sem mestu skipta við teikningu og mótun mannslíkamans. Unnið er aðallega með blýanti og kolum á pappír en þó verða gerðar tilraunir með margvíslegum teikniáhöldum. Einnig vinna nemendur við leirmótun með mannslíkamann sem fyrirmynd. Þá verður einnig unnið eftir anatómíuteikningum og ljósmyndum af mannslíkamanum. Kennari metur vikulega verkefni nemenda með leiðsagnarmati þannig að mikilvægt er fyrir hvern nemenda að mæta vel og fullklára öll verkefni sem lögð verða fyrir til að ljúka áfanganum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
TEIK3FJ05 | Teikning | Fjarvídd, umhverfið | SJÓN1TE05 |
Stutt lýsing:
Fjarvídd, umhverfið
Undanfari:
SJÓN1TE05
Í áfanganum læra nemendur að nýta sér eins, tveggja og þriggja punkta fjarvídd við túlkun flókinna rýmishugmynda. Í upphafi læra nemendur forsendur samsíða fjarvíddar, ísómetríu og hvernig hægt er að gera myndir af umhverfinu með þeirri tækni. Síðan einbeita þeir sér að raunsærri fjarvídd, læra frumforsendur hennar og þjálfa kunnáttu sína á þessu sviði með því að vinna myndir sem byggjast á þeim. Áhersla er lögð á fríhendisteikningu og teiknaðir verða manngerðir hlutir í umhverfinu, byggingar og náttúruform. Hugað verður að mælingum og hlutföllum, stefnum og staðsetningu hluta í rými. Unnið með gagnsæishugsun og formgreiningu, mótun og efnisáferð með blæbrigðaríkri skyggingu. Farið er í vettvangsferðir og teiknuð mismunandi rými og kringumstæður. Tveir þættir vega því þyngst í vinnu áfangans: annars vegar ferlið sköpun, túlkun og tjáning og hins vegar ferlið skynjun, greining og mat þar sem nemendur greina eigin verk, verk samnemenda og teikningar listateiknara, arkitekta og myndlistarmanna með tilliti til aðferða og forsendna teikningarinnar og tilgangs listamannanna með því að nýta kerfi fjarvíddarteikningar. Teiknaðir eru fjölbreyttar fyrirmyndir hluta þar sem form, yfirborð, áferð og litbrigði krefjast nákvæmrar skoðunar og ólíkrar nálgunar. Lögð áhersla á að nemandi nái að greina styrk sinn í teikningunni, þrói með sér persónuleg og sjálfstæð vinnubrögð. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
TILV1TA05 | Tilveran - tómstundir og afþreying í daglegu lífi | Áfangi fyrir starfsbraut | |
Stutt lýsing:
Áfangi fyrir starfsbraut
Í áfanganum er tómstundaframboð í nærsamfélaginu kannað og mikilvægi tómstundaiðju í daglegu lífi. Farið verður yfir hvaða getu þarf til að sinna tómstundum og skoðað hvaða tómstundir henta hverjum með tilliti til áhuga, aldurs og líkamlegrar færni. Nánar á namskra.is |
|||
TÖLN1GR05 | Tölvunotkun | Grunnáfangi í tölvunotkun | |
Stutt lýsing:
Grunnáfangi í tölvunotkun
Í þessum grunnáfanga í tölvunotkun er farið yfir notkun á töflureiknum, kynningarforritinu prezi, hugarkortum og ýmislegt annað tengt almennri tölvunotkun. Áhersla verður á að efni áfangans sé fjölbreytt og komi nemendum að notum í námi og starfi sínu. Námsmat er leiðsagnarmat sem byggist á verkefnaskilum og virkni í námi. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
TÖLN2LL05 | Tölvunotkun | Læsi og lausnir | |
Stutt lýsing:
Læsi og lausnir
Í áfanganum eru nemendur kynntir fyrir ýmsum tæknilegum lausnum þegar kemur að tölvunotkun með því markmiði að efla stafrænt læsi. Farið verður yfir hvað felst í því að vera ábyrgur tækninotandi, stafræna borgaravitund, siðferði og helstu lög og reglur stafræna samfélagsins. Leitast verður eftir því að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækni, meðal annars með því að leggja áherslu á sjálfstæða vinnu nemenda, lausnamiðuð verkefni og leitarnám. Hæfniviðmið
Nánari lýsing væntanleg vorið 2022.
|
|||
UPPE2SS05 | Uppeldisfræði | Sjónarmið og saga | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Sjónarmið og saga
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar og að nemendur öðlist hæfni í að takast á við störf er tengjast uppeldi og menntun. Hugtakið uppeldi er tekið til skoðunar og umræðu. Mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis eru skoðuð í ljósi kenninga um uppeldi og menntun. Fjallað er um þróun uppeldis og menntunar og hugmyndafræði nokkurra þekktra uppeldisfrömuða. Fjallað verður um uppeldi í íslensku nútímasamfélagi, t.d. í tengslum við dagvistun, kynjamismun og breytingar í fjölskyldum. Einnig verður fjallað um þau uppeldisáhrif sem list, bækur, fjölmiðlar, leikir, leikföng, íþróttir, o.fl. hafa á börn. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
UPPE2SU05 | Uppeldisfræði | Skólastarf og uppeldi | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Skólastarf og uppeldi
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Kynnt verða helstu markmið leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og starfsemi mismunandi stofnana sem sinna börnum og ungmennum. Skólakerfið getur stundum reynst flókið og því er þekking á skólakerfinu og hvernig það kemur til móts við ólíkar þarfir nemenda forsenda þess að skólastarf verði farsælt. Nemendur kynna sér helstu kenningar um þroska og hegðun sem stuðst er við í skólastarfi og þekki helstu áhættuþætti er geta haft áhrif á nám og líðan. Jafnframt verður fjallað um verndandi þætti og seiglu sem geta skipt miklu máli fyrir börn og ungmenni sem standa frammi fyrir erfiðleikum. Auk þess verður fjallað um mismunandi aðferðir við lestrarkennslu við upphaf skólagöngu en lestrarkennsla nemenda er einstaklingsbundin þar sem lestrargeta þeirra er mismunandi við upphaf skólagöngu. Þá verður áhersla lögð á samspil kennara og nemenda í kennslustofunni með tilliti til kynhlutverka og hegðunar. Fjallað er um málefni bráðgerra barna og stuðningskennslu barna með sérþarfir. Fjallað er um helstu kvíðavalda er geta birst í lífi barna, mikilvægi sjálfsmyndar í þroska og mikilvægi forvarna sem varða einelti og áfengis- og fíkniefnanotkun. Auk þess verður fjallað um uppeldi í tengslum við íþróttir og starf í félagsmiðstöðvum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
UPPE2TÓ05 | Uppeldisfræði | Tómstundafræði | FÉLV1ÞF05 |
Stutt lýsing:
Tómstundafræði
Undanfari:
FÉLV1ÞF05
Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Tómstunda- og félagsmálafræði er ung fræðigrein og felur meðal annars í sér að tileinka sér þekkingu á gildi, þýðingu og hlutverki tómstunda fyrir fólk á öllum aldri í samfélaginu. Einnig fjallar greinin um rannsóknir á tómstundum og mikilvægi þeirra í þróun tómstundastarfs. Í áfanganum verður horft á tómstundastarf í sinni víðustu mynd, bæði úti og inni, tengt náttúru, umhverfi og samfélagi. Rýnt verður í hugmyndafræði unglinga- og þátttökulýðræðis. Í tómstundastarfi með börnum og unglingum er nauðsynlegt að þekkja til forvarna, til að mynda birtingarmynd eineltis, og til hvaða ráða er hægt að grípa við lausn þeirra. Þetta á einnig við um forvarnir í tengslum við áfengis- og fíkniefnamisnotkun. Markmiðið er að öðlast heildarsýn yfir þá starfsemi sem fram fer í tómstundum barna, ungmenna og aldraðra og það menningar- og uppeldishlutverk sem tómstundastarf gegnir í lífi þeirra. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
UPPE3RA05 | Uppeldisfræði | Rannsóknaraðferðir í uppeldisfræði | UPPE2SU05 |
Stutt lýsing:
Rannsóknaraðferðir í uppeldisfræði
Undanfari:
UPPE2SU05
Í þessum áfanga er áhersla lögð á tengsl á milli kenninga innan uppeldis- og menntunarfræða og rannsóknaraðferða. Nemendur kynna sér megindlegar og eigindlegar rannsóknir innan uppeldis – og menntunarfræða í þeim tilgangi að þeir geti metið, tekið afstöðu til og fjallað á gagnrýninn hátt um niðurstöður rannsókna á uppeldi og menntun. Auk þess að geta greint á milli þessara ólíku rannsóknarhefða þá er í áfanganum fjallað sérstaklega um sögu og þróun eigindlegrar rannsóknarhefðar og stöðu eigindlegra rannsókna innan félagsvísinda í dag. Farið verður yfir helstu einkenni þessara rannsókna og við hvaða aðstæður eigindlegar aðferðir henta best. Ítarlega verður fjallað um helstu rannsóknaraðferðir og lögð áhersla á að nemendur öðlist reynslu í að beita þessum aðferðum. Þá er fjallað um greiningu eigindlegra rannsóknarganga og skrif á rannsóknarniðurstöðum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÚTIV1HR01 | Útivist | Útivist og hreyfing | |
Stutt lýsing:
Útivist og hreyfing
Í náminu er lögð áhersla á að nemendur fari í fjórar dagsferðir (3-6klst) eða eina helgarferð þar sem gist er allavega eina nótt. Þarna geta nemendur valið sér leið eftir hentugleika. Bóklegur grunnur áfangans eru stuttir praktískir fyrirlestrar um gönguferðir, s.s. undirbúningur og búnaður í slíkum ferðum, fyrsta hjálp í óbyggðum, kortalestur og rötun, kynning á notkun GPS punkta, staðhættir og náttúrfar áfangastaða, ásamt gildi útivistar sem heilsuræktar. Ferðin/ferðirnar geta verið farnar í samvinnu við ferðaþjónustuaðila eða áhugasamtök sem sérhæfa sig í gönguferðum á svæðinu, s.s. Ferðafélag Fljótdalshéraðs og Wildboys. Áfanginn er símatsáfangi sem byggist m.a. á þremur námsþáttum: mætingu í fyrirlestra tengda áfanganum og síðan í ferðina sjálfa, frammistöðu nemandans í vettvangsferðunum og skilum á ferðaskýrslu. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÚTIV2GU05 | Útivist | Gönguferðir, leiðsögn | |
Stutt lýsing:
Gönguferðir, leiðsögn
Undirbúningur og skipulag gönguferða, búnaður, kortalestur og rötun, nesti og næring á ferðalagi, veðrátta og veðurspár, fyrsta hjálp í óbyggðum, staðhættir og sagnir, náttúrufar (jarðfræði, plöntur, dýralíf og umhverfi), gildi útivistar fyrir heilsurækt og heilbrigðan lífsstíl. Verklegar útiæfingar. Hálfs- og heilsdagsferðir. Helgarferðir. Útbúin og flutt kynning á sögu tiltekins svæðis eða náttúrufari á erlendu tungumáli. Log-bók og lokaskýrsla. Ferðirnar geta verið farnar í samvinnu við ferðaþjónustuaðila eða áhugasamtök sem sérhæfa sig í gönguferðum á svæðinu, ss Ferðafélag Fljótdalshéraðs og Wild Boys. Áfanginn er símatsáfangi sem byggist m.a. á þremur námsþáttum: mætingu í fyrirlestra tengda áfanganum og síðan í ferðina sjálfa, frammistöðu nemandans í vettvangsferðunum og skilum á ferðaskýrslu (loggbók). Ástundun, frammistöðu í verklegum æfingum og ferðum, ferðaskýrslu (log-bók) og erindum nemenda. Áfanginn getur nýst sem undirbúningur að LOKA áfanga, þar sem nemendur gerðu verkefni sitt í tengslum við svæðið sem ferðast er um hverju sinni. Gæti tengst sögu (mannlíf á fyrri tíð) jarðfræði (jarðsaga svæðisins, stutt með myndum) tungumálum (ferðasagan á erlendri tungu). Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÚTIV2ÚS05 | Útivist | Útivist og sjálfsefling | |
Stutt lýsing:
Útivist og sjálfsefling
Námið er sniðið að þátttöku í ERasmus+ ungmennaskiptaverkefninu F:ire&ice sem er samstarfsverkefni Menntaskólans á Egilsstöðum, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og írsku ungmennasamtakanna YMCA. Verkefnið er sérstaklega ætlað nemendum sem vilja efla sjálfsþekkingu, sjálfsvirðingu og sjálfsmynd sína, kynnast náttúrunni á nýjan hátt og takast á við ýmsar áskoranir utan þægindarammans. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á náttúrumeðferð, reynslunámi, jákvæðri sálfræði, styrkleikaþjálfun, áskorunum og ævintýrum.
|
|||
VFOR1HC05 | Vefforritun | Vefsíðuhönnun - 1 | |
Stutt lýsing:
Vefsíðuhönnun - 1
Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í vefsíðugerð og vinna með skjöl á netþjóni. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á HTML og CSS við að hanna vefsíður sem verða hýstar á netþjóni sem nemendur tengjast og vinna með í gegnum FTP forrit. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnslu og annarri almennri vinnslu á Netinu. Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
VFOR2PH05 | Vefforritun | Vefforritunarmál - 2 | VFOR1HC05 |
Stutt lýsing:
Vefforritunarmál - 2
Undanfari:
VFOR1HC05
Í áfanganum læra nemendur að vinna með PHP vefforritunarmálið til þess að nota í vefsíðugerð ásamt HTML og CSS. Markmið áfangans er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á PHP, HTML og CSS forritunarmálum við að hanna vefsíður. Vefsíðurnar eru síðan hýstar á vefþjóni sem nemendur tengjast og vinna á í gegnum FTP forrit. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnu og vinnu á Netinu. Áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
VFOR3JQ05 | Vefforritun | Gagnvirk vefþróun- 2 | VFOR2PH05 |
Stutt lýsing:
Gagnvirk vefþróun- 2
Undanfari:
VFOR2PH05
Unnið verður með gagnvirka vefþróun (e. Dynamic Front-end Web Development) þar sem nemendur kynnast gagnvirkri framenda (e. front-end) forritun í JavaScript og jQuery. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í að nýta saman þekkingu sína í forritunarmálunum HTML, CSS, PHP, SQL, JavaScript og jQuery til að búa til stærri verkefni. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnu á Netinu. Rík áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÞÝSK1DA05 | Þýska | Daglegar athafnir - 2 | ÞÝSK1PL05 |
Stutt lýsing:
Daglegar athafnir - 2
Undanfari:
ÞÝSK1PL05
Helstu atriði ÞÝSK1PL05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum (t.d. að spyrja og segja til vegar). Þá eru nemendur einnig þjálfaðir í að segja frá liðnum atburðum og orsakasamhengi (orsök og afleiðingu / af hverju og til hvers). Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Varðandi námsmat þá verða nemendur þjálfaðir í því að meta eigin framfarir og að meta hvern annan. Þessi áfangi er efst á stigi A1 í evrópska málfærnirammanum og ætti að skila nemendum af sér á stigi A2. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÞÝSK1PL05 | Þýska | Persónan og lífið - 1 | |
Stutt lýsing:
Persónan og lífið - 1
Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á þýska menningarsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Nánari upplýsingar á namskra.is |
|||
ÞÝSK1VU05 | Þýska | Venjur og umhverfi - 3 | ÞÝSK1DA05 |
Stutt lýsing:
Venjur og umhverfi - 3
Undanfari:
ÞÝSK1DA05
ÞÝSK1VU05 er fyrsti áfanginn á hæfnisþrepi A2 í samevrópska viðmiðunarkerfinu og síðasti áfanginn á fyrsta þrepi í því íslenska. Byggt er á þeirri undirstöðu sem nemandinn hefur aflað sér í undanförum og er því mikilvægt að hún sé traust. Áherslan er á nánasta umhverfi nemandans: heimilið, matur, tíska og smekkur, skólinn og starfið. Í tengslum við þessi þemu er siðum og samskiptavenjum í þýskumælandi löndum fléttað inn í kennsluna. Nemendur eru áfram þjálfaðir í öllum málfærniþáttum, hlustun, lesskilningi, ritun og tali með aukinni áherslu á tjáningu. Í kennslubókinni verða textar nú aðeins lengri og flóknari en í fyrri áföngum. Lesin er ein léttlestrarbók á þyngdarstigi 1 til 2 sem nemendur gera grein fyrir á þýsku í samtali við kennara (söguþráður og eigin skoðun). Í málnotkun bætast við ný málfræðiatriði sem auka málskilning og tjáningarhæfni nemandans. Sem áður eru gerðar miklar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur tileinki sér árangursríka námstækni. Nánari upplýsingar á namskra.is |