Nemendaþjónusta ME heldur reglulega örfyrirlestra, smiðjur og námskeið fyrir nemendur skólans. Nemendur eru hvattir til að halda utan um tímafjölda þeirra námskeiða/viðburða sem þeir hafa setið á vegum nemendaþjónustunnar. Þegar nemendur hafa náð að lágmarki 18 klst. fá þeir 1 einingu fyrir.
Eftirfarandi námskeið og smiðjur eru reglulega í boði og auglýstar með góðum fyrirvara.
- Námstæknismiðja. Viltu kynnast aðferðum tímastjórnunar og fara að tileinka þér betri námstækni? Þá er þetta smiðjan fyrir þig!
- Lesblindusmiðja. Ertu að glíma við lesblindu og/eða lestrarörðugleika og langar að skoða bjargráð sem mögulega gætu nýst þér?
- Sjálfsefling & súkkulaði - Námskeið fyrir þau sem vilja styrkja sjálfsmyndina... og borða súkkulaði!
- ADHD smiðja - Ertu með ADHD og vilt fræðast, kortleggja styrkleikana þína og læra aðferðir til að sem mögulega gætu nýst við skipulag og tímastjórnun?
- Ó, fokk - kvíði?!? - Viltu læra um kvíða og aðferðir til að vinna með hann? Í þessari smiðju er fjallað um tilfinninguna kvíða og aðrar skyldar tilfinningar, kvíðaviðbragðið, kvíðaraskanir og tengsl þess við innri og ytri þætti og hvaða leiðir er hægt að fara til að vinna að andlegu jafnvægi í námi og daglegu lífi.