18 nemendur brautskráðir í dag

Nýstúdentar ME haust 2024
Nýstúdentar ME haust 2024

18 nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í dag við hátíðlega athöfn í Egilsstaðakirkju. 7 útskrifuðust af félagsgreinabraut, 7 útskrifuðust af opinni braut, 1 útskrifaðist af náttúrufræðibraut, 1 af listnámsbraut og 2 af starfsbraut.

Athöfnin var falleg og skemmtileg. Eyrún Arnardóttir áfangastjóri var kynnir, Joanna Natalia Szczelina nýstúdent spilaði á píanó og Arna Rut Bjarkadóttir flutti ræðu nýstúdents. 

Við óskum öllum nýstúdentum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Fleiri myndir úr athöfninni verða aðgengilegar fljótlega hér á me.is