Áskorunarvika NME - Góðgerðarvika

Nemendafélag ME stendur fyrir áskorunarviku þessa vikuna, eða til 13. apríl. Þá eru nemendur að skuldbinda sig til að framkvæma alskyns verkefni gegn því að fólk leggi góðu málefni lið. Þetta kalla þau áskorunarviku. Þegar ákveðinni upphæð hefur verið náð þurfa þau að framkvæma ákveðna áskorun sem lofað var! Allur peningur sem safnast, fer til KRAFTS, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
 
Vikan fer nokkuð rólega af stað, en í gær var framkvæmd "icebucket challenge" þar sem 3 nemendur fengu hellt yfir sig ísköldu vatni þar sem búið var að safna 15 þúsund krónum. Næsta áskorun er að Ágúst Bragi fái sér strípur í hárið ef 20 þúsund krónur safnast. Svo eru verkefnin ýmiskonar og stigvaxandi eftir því sem meira fé safnast.
 
Hæft er að styrkja málefnið með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
Kt: 440283-0479
Reikningur: 0305-26-001678
eða að senda Aur á númerið: 893-3622
 
Það veður hægt að fylgjast með öllum áskorunum á instagram síðu NME🫶- https://www.instagram.com/nmegram
 

Hvetjum öll til að leggja þessu skemmtilega verkefni lið og setja nokkrar krónur í gott málefni.