Nokkrir nemendur ME tóku þátt í framtíðarsmiðju á vegum BRAS, sem er menningarhátíð þar sem börnum er fegið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Í framtíðarsmiðjunni fengu nemendur góða grunnþekkingu á lofstlagsmálum, sjálfbærri þróun og heimsmarkmiðunum. Með lærdómsríkum leikjum, hóp- og einstaklingsverkefnum auka samræðna voru málin sett í samhengi við daglegt líf þátttakenda. Nemendurnir fengu að skapa og setja fram sína eigin framtíðarsýn á listrænan hátt. Það voru þær Íris Lind Sævarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og Guðrún Schmidt sérfræðingur hjá Landvernd sem sáu um kennslu. Hildur Bergsdóttir skólafélagsráðgjafinn okkar hér í ME var þeim einnig innan handar.
Austurbrú fjallaði ýtarlega um framtíðarsmiðjuna og má sjá þá umfjöllun hér.
Nemendur sem tóku þátt voru afar sáttir og var það samdóma álit allra sem komu að smiðjunni að hún hafi heppnast einstaklega vel og eru vonir bundnar við það að mögulega verði hægt að stækka hana enn frekar og keyra aftur á næsta skólaári.