Á hverju ári stendur Landvernd fyrir samkeppni fyrir grunn- og framhaldsskóla undir yfirskriftinni "Umhverfisfréttafólk". Samkeppnin snýst um að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum. Emilía Rós Guðjónsdóttir nemandi í ME hlaut þriðja sætið í ár fyrir vefsíðuna "Matarsóun á heimilum". Vefsíðuna hennar Emilíu má finna hér.
Umsögn dómnefndar var á þennan veg "Vefurinn um matarsóun á heimilum er vel upp settur, fallega hannaður, fræðandi og lausnamiðaður. Vefurinn er hvetjandi fyrir almenning og aðgengilegur".
Fjölmörg verkefni bárust í keppnina, voru þau af ólíkum toga og komu frá skólum víðs vegar af landinu.
Við óskum Emilíu hjartanlega til hamingju með flotta heimasíðu og þriðja sætið.