í sumar og haust var skipt út náttborðum á heimavist ME sem höfðu verið á herbergjum síðan löngu fyrir síðustu aldamót.
Hluti þeirra hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem eins konar ræðupúlt fyrir bæði starfsmenn og nemendur.
Þessi 9 púlt eru nú komin í allar kennslustofur og þess er vænst að þau auðveldi bæði starfsmönnum í kennslu og ekki síður nemendum að taka orðið til dæmis í alls kyns kynningum.
Í hvert púlt fara tvö náttborð og í þeim er að finna rafmagnstengingar fyrir fartölvur og fleira.
Á púltinu er að finna logo skólans með einkunnarorðum hans Gleði - Virðing - Jafnrétti sem voru þrívíddarskorin í tæknismiðju skólans.
Hugmyndasmiðurinn er Fjölnir B. Hlynsson tæknismiðjustjóri skólans og er honum ásamt húsverði skólans þakkað frábært verk.
Vonum við að þessi skemmtilega viðbót inní kennslustofur skólans efli góð vinnubrögð og efli jafnframt hæfileika nemenda til að tala uppréttir til samnemenda sinna.