Ennþá eru einhver pláss laus í fjarnám okkar hér í ME.
Samkvæmt könnun meðal fjarnema síðasta vor var afar mikil ánægja með fjarnám ME. 94,58% nemenda sem sóttu fjarnám síðastliði skólaár sögðust geta mælt með fjarnámi ME.
Umsagnir sem nokkrir nemendur gáfu fjarnáminu í ME þegar þau voru spurð hvað væri best við fjarnámið eru meðal annars;
"Persónuleg þjónusta"
"Klarlega spannakerfið og sanngjarnar kröfur gerðar a nemendur"
"Það er vel skipulagt og kennararnir eru frábærir. (a.m.k þeir þrír sem að ég hef verið hjá.) þeir eiga það allir sameiginlegt að vera þolinmóðir, skilningsríkir, skjótir að svara hvaða spurningum sem er og setja verkefnin fram með góðum fyrirvara og skýrum leiðbeiningum. Einnig finnst mér námið fjölbreytt og þá verkefnaskilin þar með talin. Mér finnst gott að vera ekki alltaf að gera það sama. Það getur stundum verið krefjandi en það er alltaf lærdómsríkt."
Hægt er að sækja um í gegn um flipann "fjarnám" hér að ofan