Fardagar eru í ME frá 3.-5. mars en í því felst að óhefðbundið skólastarf fer fram þar sem nemendur geta valið sér námskeið eftir áhugasviði. Þeir nemendur sem taka þátt allan tímann fá einingu fyrir þátttökuna. Meðal þess sem hægt var að velja eru undirbúningur fyrir Barkann og kaffihúsakvöld sem var haldið fimmtudagskvöldið 4. mars. Borðtennisnámskeið var í boði, LME var með undirbúning fyrir uppistand, ljósmyndanámskeið var haldið, námskeið um norrænar glæpasögur, joga, crossfit í samstarfi við Austur, spil og skák, zumba, ýmsar íþróttir í íþróttahúsinu og fleira og fleira. Þá var Lan hópur settur upp á gamla bókasafninu og farin skíðaferð í Stafdal.
Óhætt er að segja að nemendur hafi almennt notið daganna og má sjá nokkrar myndir frá fardögum hér.