Gleðivika ME er dagana 18.-22. mars. Af því tilefni er allskyns húllumhæ í gangi í skólanum eins og gleðikahoot, gulur dagur á hamingjudaginn 20. mars, útigleði og plankakeppni. Gleðivikan kemur til af því að gleði er eitt af þremur gildum skólans og tækifærið nýtt til að ýta undir enn betri skólabrag.
Þann 20. mars er einnig opinn dagur í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðafólk þeirra og er mikil tilhlökkun fyrir þeim degi á hverju ári.
Hvetjum alla nemendur og starfsfólk til að taka þátt í dagskrá gleðiviku.