Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi þann 6. apríl. Fulltrúi ME í keppninni í ár er Gyða Árnadóttir, en hún syngur lagið I'm Breaking Down úr söngleiknum Falsettos, en lagið heitir 'Ég hata allt' í splunkunýrri þýðingu Gyðu sjálfrar. Keppnin er sýnd á RÚV og eru öll hvött til að kjósa hana eins og vindurinn með númerinu 900-9108 í símakosningu kvöldsins.
Áfram Gyða og áfram ME!