Tónlistarfélag ME eða TME stóð fyrir söngkeppni ME í kvöld sem gengur undir nafninu Barkinn. 11 stórglæsileg tónlistaratriði voru flutt og var alls ekki auðvelt fyrir dómnefndina að velja bestu atriði kvöldsins.
Úrslitin fóru á þann veg að Dögun Óðinsdóttir var í þriðja sæti með lagið "Because of You" með Skunk Anansie. Í öðru sæti var Emilía Anna Óttarsdóttir með lagið "Who´s Loving You" með Jackson 5. Í fyrsta sæti var svo Gyða Árnadóttir með lagið "Mamma Knows Best" með Jessie J. Gyða verður fulltrúi ME í söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram 1. apríl.
Sebastían Andri Kjartansson fékk verðlaun fyrir frumlegasta atriðið en hann var kynnir kvöldsins.
Dómnefndina skipuðu Nanna Imsland, Bjarni Haraldsson og Halldór Warén. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra störf.
Það er ekki hægt að segja annað en að öll atriði kvöldsins hafi verið gríðarlega flott og er ljóst að mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki er í ME um þessar mundir. Framtíðin er björt!