Framundan eru tvær kynningar á námsmöguleikum við annars vegar Nord University í Noregi og hins vegar VIA University College í Danmörku. Öll áhugasöm utan ME eru einnig hjartanlega velkomin.
Á þriðjudag (28. mars) mætir NORD University í Noregi. Nemar og kennari munu kynna skólann með áherslu á alþjóðlegar námsleiðir í tölvuleikjahönnun, tölvulist og kvikun, og sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu og svara spurningum.
Á miðvikudaginn (29. mars) verður síðan kynning á VIA University College í Danmörku. Lögð verður áhersla á að kynna námsleiðir þeirra í verk- og tæknifræði og viðskiptafræði sem og að svara spurningum um skólann og stúdentalífið.
Erindin verða í fyrirlestrarsal ME (báða dagana) og hefjast kl. 15.10.