Nokkrir nemendur og starfsmenn heimsóttu Gistihúsið á Egilsstöðum nú í lok spannar og fengu þar höfðinglegar móttökur. Boðið var uppá heitt súkkulaði og jólasmákökur, síðan fengu nemendur fyrirtækjakynningu um hótelið. Þetta var afar notaleg stund og þökkum við kærlega fyrir okkur.