Heimsókn frá Rannís

Á morgun, miðvikudaginn 18. september koma Ari og Miriam frá Rannís/Erasmus+ til okkar í ME að kynna þá möguleika sem ungu fólki býðst í námi, skiptinámi, sjálfboðaliðastörfum og ferðalögum innan Evrópu á vegum Erasmus+ og European solidarity corps. 

Kynningin fer yfir það sem er gott að vita varðandi fullt nám erlendis, og tækifæri til að fara í skiptinám, starfsnám og sjálfboðaliðastörf – Það eru fjölmörg tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára! T.d. er hægt að fá Erasmus+ styrk til að fara til Evrópu með hóp til að hitta annað ungt fólk – alveg ótengt námi. Þá er líka hægt að sækja um styrki til að gera viðburði eða verkefni hér innanlands sem hvetja til lýðræðislegrar þátttöku ungs fólks. Erasmus+ er svo með ferðahappdrætti fyrir 18 ára unglinga og systuráætlun Erasmus+ býður svo upp á sjálfboðaliðastörf fyrir 18-30 ára til Evrópu þar sem innifalinn er ferðakostnaður, fæði og húsnæði.

Erindið verður á fyrirlestrarsal skólans kl. 9. Áhugasamir nemendur geta mætt beint þangað og fengið mætingu.