Í 6. blokkinni í dag, fimmtudag, kl. 15:10 koma Hildur Bergsdóttir og Árni Pálsson til okkar og kynna starf Vegahússins, ásamt Vigdísi Diljá sem segir okkur frá starfi ungmennaráðs. Nemendur mæta í sína verkefnatíma, fá mætingu og rölta síðan beint upp á Hátíðarsal skólans.
Vegahúsið er ungmennahús, staðsett á Egilsstöðum, ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Fjölbreytt félagsstarf og viðburðir eru í boði eins og t.d. námskeið á borð við Útiverur - sjálfseflingarnámskeið í náttúrunni, Hinsegin klúbbur, D&D spilahópur, listaklúbbur.