Hluti 40 ára útskriftarnema kom í heimsókn í menntaskólann um helgina, kíkti á aðstöðuna og rifjaði upp skólaárin.
Þar var ýmislegt rifjað upp sem brallað var á þeim tíma og mikið hlegið. Þá fór öll starfsemi fram í heimavistarhúsi skólans enda hópurinn fámennari en hin seinni ár.
Heimsókn endaði síðan í kennsluhúsi skólans þar sem skólameistari sýndi húsnæðið og fór yfir helstu breytingar í skólastarfinu.
Gestirnir glöddust síðan áfram yfir gömlum myndum bæði af skólaspjöldum og eins frá þeirra veru í ME.
Takk fyrir komuna öll sömul.