Ína Berglind sigraði Barkann söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum 2025 með frumsamda laginu "Eitt sinn". Barkinn var haldinn 27. febrúar síðastliðinn í Valaskjálf. 10 atriði tóku þátt og stóðu nemendur sig með mikilli prýði . Í öðru sæti í keppninni var Sesselja Ósk með lagið "Villiblóm" (Wildflower) eftir Billie Eilish. Í þriðja sæti var Stefanía Þórdís með lagið "Hún er farin" (She’s Gone) með Steelheart.
Hljómsveitin var vel mönnuð og tóku mjög margir þátt í því að spila undir hjá keppendum. Dómarar voru þau Nanna Imsland, Sigurveig Stefánsdóttir og Andri Bergmann.
Í hléi voru nokkur atriði sett á svið og tóku meðal annars nokkrir foreldrar þátt í uppsetningu þeirra. Afar skemmtilegt.
Við óskum Ínu Berglindi innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana sem fulltrúa skólans á Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl.