Innritun nýnema í dagskóla í fullum gangi

Innritun í dagskóla í ME er í fullum gangi


Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á haustönn 2024 í dagskóla er í fullum gangi á vefsíðunni innritun.is.

  • Innritun nemenda í 10. bekk fer fram 20. mars til 7. júní
  • Innritun eldri nemenda fer fram 15. janúar til 31. maí.
  • Innritun á starfsbraut fór fram 1.-28. febrúar. Ef einhverjir hafa ekki sótt um en vilja komast í ME er gott að hafa samband sem allra fyrst við skólameistara.

Þegar búið er að sækja er hægt að fylgjast með stöðu umsókna hér

Öll sem eru áhugasöm um nám í ME geta leitað upplýsinga á heimasíðu skólans, sér í lagi undir merkinu "kynning" sem er á miðri síðu ME. Þá er einnig hægt að nálgast mikið magn upplýsinga undir "Námið" flipanum svo sem eins og um námsskipulagið í ME og námsbrautir. 

Athugið að skráning í fjarnám hefst ekki fyrr en um miðjan maí.