Tónlistarfélag Menntaskolans á Egilsstöðum (TME) stendur fyrir íslenskum tónleikum þann 8. nóvember í Valaskjálf. Tónleikarnir byrja kl. 19:30. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður hægt að kaupa miða í anddyrinu.
Gaman er að segja frá því að nokkrir starfsmenn ME taka þátt í tónleikunum með meðlimum TME. Mörg góð lög verða flutt, til dæmis Bíólagið með Stuðmönnum, Þjóðvegurinn með Brimkló, Lög og regla með Bubba og Higher and higher með Jet Black Joe ásamt fleiri slögurum! Viðburðinn á Facebook má finna hér.