Jafnréttis- og mannréttindavika ME

Hin árlega jafnréttis og mannréttindavika ME fer fram dagana 4.-8. nóvember. Jafnrétti er eitt af gildum ME og er því gildi gert hátt undir höfði þessa vikuna. Það er jafnréttisnefnd sem hefur veg og vanda af skipulagi og framkvæmd vikunnar.

Á mánudag verður listasamkeppni fyrir nemendur hleypt af stokkunum og auk þess sem athygli verður beint að vefsíðunni Sjúkást (sjukast.is). Kennarar eru hvattir til að sýna nemendum sjúkast.is síðuna og taka sambandsprófið. Þá verður horft á myndbandið "Fór ég yfir mörk?" sem öllum er hollt að horfa á.
Á þriðjudag verður hópastarfsemi uppi á sal í 6. blokk í samstarfi við umhverfisnefnd. Hópvinnan verður um hnattrænt jafnrétti.
Á miðvikudag verður athygli beint að einelti og aðgerðum gegn því.
Á fimmtudag verður fjarfyrirlestur uppi á sal frá Árna Kristjánssyni um Amnesty International í 6. blokk.
Á föstudag verður jafnréttis- og mannréttindakahoot í 10 frímínútum og jafnréttur í eftirrétt í hádeginu.
 
Öll eru hvött til að hugsa um jafnrétti og mannréttindi í víðum skilningi þessa vikuna sem og allar aðrar vikur ársins!