Jafnréttisvika 7.-11. nóvember

Jafnréttisvika ME verður haldin í vikunni 7.-11. nóvember en jafnrétti er eitt af þremur gildum skólans. Það er að myndast glæsileg dagskrá sem öll eru hvött til að taka þátt í.

Mánudagur: Fögnum fjölbreytileikanum – Í 5. blokk mun Marteinn Lundi fjalla um hinseginleikann og m.a. það bakslag sem orðið hefur í hinseginbaráttu. 

Þriðjudagur: Einelti er dauðans alvara - Blár og grænn dagur en öll eru hvött til að mæta í bláum eða grænum fötum. 

Miðvikudagur: Aðgát skal höfð í nærveru sálar – Hópastarf tengt hatursorðræðu á sal og í mötuneyti í 6. blokk.

Fimmtudagur: Sýnum hvert öðru virðingu – Amnesty International dagur – 

Föstudagur: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig – Regnbogakaka í eftirrétt í mötuneytinu

 

Við vonum að öll sjái sér fært um að taka þátt.