Annar nemandinn sem fór út í síðastliðið haust var Joanna Natalia. Við fengum Joönnu til að segja örlítið frá upplifun sinni og reynslu af skiptinámi.
Ciao! Ég heiti Joanna og ég var skiptinemi á Ítalíu í þrjá mánuði. Mér langar að segja ykkur pínu frá minni upplifun sem skiptinemi.
Ég bjó semsagt í litlum bæ sem heitir Porto Sant Elpidio og hann var alveg við ströndina þannig að ég naut sólarinnar mikið á ströndinni. Upplifun mín sem skiptinemi var mjög góð en á sama tíma mjög öðruvísi.
Fyrstu dagarnir minir voru erfiðir og það var vegna þess að mér leið svo einmana, skyldi ekki tungumálið og var alveg ný í ókunnugu húsi. Þetta er alveg eðlilegt. Maður þarf að gefa sér tíma. Þú verður aldrei ein/n. Þegar þú ferð út þá er gefið manni símanúmer til sjálfboðaliða. Þú getur hringt í þetta númer hvenær sem er og getur spurt um allt. Engar spurningar eru heimskulegar. Síðan í hverjum mánuði eru hittingar með öllu fólki frá öðrum löndum sem eru að upplifa það sama og þú og ég skal segja ykkur það að ég eignaðist fullt af vinum frá öðrum löndum. Það skemmtilegasta við það er að ég fékk að læra um marga aðrar menningar.
Það sem ég elska við AFS er það að þau finna besta skólann svo þér líði vel og hafir áhuga á því sem þú ert að læra. Ég var í listaskóla, svipað eins og hér í ME. Fyrsti skóladagurinn minn var mjög stressandi en ég eignaðist fljótt vini. Þau skildu mig aldrei eftir og hjálpuðu mér í öllum verkefnum. Þau voru líka mjög dugleg í að þýða það sem kennarinn var að segja og það besta við bekkinn minn var að þau voru alltaf að bjóða mér að fara með þeim eitthvert og voru tilbúin að sýna mér nýja staði. Eina lélega við skólann minn var það að hann var 40 mín frá bænum mínum þannig að ég þurfti alltaf að vakna mjög snemma til þess að fara í strætó. Síðan var skólinn líka á laugardögum en hann var bara 4 tímar á dag.
Svona lítur skólinn út:
Lífið mitt á Ítalíu var pínu eins og „American dream life“ það var alltaf eitthvað að gerast. Hverja helgi var ég að ferðast um Ítalíu og ég sá allt sem mér dreymdi að sjá. Ég fór til Rómar, Napólí, Vatican, Flórens, Bologna og aðra litla bæi sem voru nálægt mér. Eftir skóla fórum ég og vinkonur mínar að sjoppa eða í kaffihús að spjalla. Það sem mér fannst samt lang skemtilegast var pasta námskeiðið. Ég skal segja ykkur það að ég er afar góð í að búa til pasta ;)
Það sem ég mæli með að gera áður en þið farið út er að læra smá um menninguna og kannski smá tungumálið því það eru ekki allir sem tala ensku.
Ef þið erum með einhverjar spurningar þá getið þið alltaf spurt mig á insta eða snappi: joanna_nataliaa