Skrifstofan hefur opnað aftur að loknum sumarleyfum. Undirbúningur fyrir nýtt skólaár stendur yfir og er mikil tilhlökkun að fá starfsfólk til starfa fljótlega. Enn meiri tilhlökkun er að fá nemendur aftur, fyrst nýnema þann 19. ágúst og svo alla nemendur 20. ágúst þegar skólasetning fer fram.
Heimavistin opnar fyrir nýnema seinnipart sunnudaginn 18. ágúst og fyrir aðra 19. ágúst.