Dagana 7.-14. mars verða ýmsir viðburðir í ME þar sem tækifæri til náms- og starfa innanlands og sem og erlendis verða kynnt.
Dagskrána má sjá hér:
7. mars - Háskóladagurinn á Egilsstöðum frá kl. 12:00-13:30 á hátíðarsal skólans
8. mars - Kynning Education USA/Fulbright á námstækifærum í USA, kl. 11:15 í fyrirlestrarsal
11. mars - Eurodesk/Erasmus+ / Rannís kynning á tækifærum í námi og störfum í Evrópu, kl. 11:15 í fyrirlestrarsal
12. mars - Kynning á Háskólanum í Reykjavík kl. 15:00 í fyrirlestrarsal
14. mars - Kynning á Háskóla Íslands kl. 15:00 í fyrirlestrarasal
Það má því segja að ME-ingum bjóðist gott tækifæri til að finna kveikjur og innblástur sem mun eflaust hjálpa til við að finna út hver næstu skref á náms- og starfsferlinum liggja eftir ME.