Líflegt félagslíf í ME

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum (NME) stendur fyrir allskyns viðburðum fyrir nemendur og stuðlar að góðu félagslífi í ME. Nú hefur verið gefið út dagatal nóvember og desember mánaðar en þar sést hversu mikið er í boði fyrir þá sem áhuga hafa.

Það eru fastir liðir í dagskránni eins og ME bolti á þriðjudögum og fimmtudögum og svo eru ýmsir miðvikudagsviðburðir einnig í boði. Má þar nefna vöfflukvöld, stafsetningarkeppni og tónlistar pubquiz. Þann 8. nóvember mun Tónlistarfélag ME standa fyrir íslenskum tónleikum sem við hvetjum sem allra flesta til að tryggja sér miða á.

31. október munu NME og nemendafélag VA standa fyrir Halloween balli í Valaskjálf. Síðast en ekki síst er árshátíð NME 1. des haldinn 6. desember.

Öll ættu að finna eitthvað við hæfi og við hvetjum nemendur til að vera sérlega duglegir að taka þátt.